Fleiri fréttir

Edda aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins

Edda Hermannsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins þar sem hún verður ritstjóranum til aðstoðar ásamt því að hafa umsjón með daglegri starfsemi á vef og mun sjá um sérblöð.

Ríkið þarf mögulega að bæta tjón sjóðsfélaga

Ríkið gæti verið skaðabótaskylt gagnvart þeim einstaklingum sem verða fyrir fjárhagslegu tjóni vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands að loka á sparnað almennings í útlöndum. Þetta er mat Gísla Tryggvasonar héraðsdómslögmanns en hann telur líklegt að málið endi fyrir dómstólum.

Amazon kynnir nýjan farsíma

Síminn, sem ber nafnið Fire phone, var kynntur í Seattle í gær en hans hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu.

Hanna Birna tekur fyrstu skóflustungu

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun taka fyrstu skóflustungu að stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar klukkan fjögur í dag.

Facebook lá niðri

Notendur um allan heim komust ekki inn á samfélagsmiðilinn í morgunsárið í um tuttugu mínútur.

Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir rök vera fyrir því að stjórnvöld eigi að veita undan­þágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga um slitameðferðir þrotabúa föllnu bankanna. Byrði vandans yrði þá skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins.

Fjármögnun nýrra Stracta-hótela ólokið

Einn eigenda Stracta Konstruktion segir fjármögnun hótela á Húsavík og í Skaftárhreppi skýrast á næstu mánuðum. Fá líklega aðra fjárfesta í verkefnin. Tóku á móti fyrstu gestunum á mánudag.

Vilja grisja frumskóg tolla og vörugjalda

Ólukkuhjól Loka Verndalt verður kynnt til sögunnar í dag á hádegisfundi Samtaka atvinnurekenda. Fundurinn er liður í viðleytni til að fá tollakerfið einfaldað og vörugjöld afnumin. Ógagnsætt kerfi og mörgum óskiljanlegt, segir framkvæmdastjóri SA.

Alþjóðleg dreifing rafsígarettna

Tóbaksframleiðandinn Reynolds American Inc. hyggst hefja alþjóðlega dreifingu á „Vuse“-rafsígarettum sínum í næstu viku.

Nota Snjallposa frá Handpoint

Borgun og íslenska nýsköpunarfyrirtækið Handpoint hafa gert með sér samning um að Borgun bjóði upp á Snjallposa Handpoint.

Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna

Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur.

Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum

Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál.

Tómas ráðinn framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa

Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri Alcoa í Evr­ópu og Mið-Aust­ur­lönd­un­um, hefur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri álfram­leiðslu Alcoa á heimsvísu. Hann mun sjá um daglegan rekstur á framleiðslu álvera Alcoa um allan heim og báxítframleiðslu fyrirtækisins.

Fataverslun aukist um 5% á árinu

Á fyrstu fimm mánuðum ársins jókst velta dagvöruverslunar um 3,4 prósent að raunvirði og áfengisverslunar um 3,8 prósent. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu Rannsóknaseturs verslunarinnar.

CNOOC vill flýta borun í Drekann

Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir.

Intel misnotaði stöðu sína

Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Intel er gert að greiða rúman milljarð í sekt fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með alvarlegum hætti.

Safnar gjaldeyri í stað þess að lækka stýrivexti

Regluleg gjaldeyriskaup Seðlabankans hefjast að nýju í næstu viku. Bankinn ætlar að kaupa þrjár milljónir evra í hverri viku. Markmiðið ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar, sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

Emil kaupir hlut Einars í Serrano á Íslandi

Breytingar hafa orðið á eignarhaldi Serrano Ísland ehf., en annar aðaleiganda fyrirtækisins, Einar Örn Einarsson, hefur selt hinum aðaleiganda þess, Emil Helga Lárussyni, hlut sinn í fyrirtækinu.

Sjá næstu 50 fréttir