Viðskipti innlent

Tómas ráðinn framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa

Haraldur Guðmundsson skrifar
Tómas Már hefur starfað hjá Alcoa síðastliðin tíu ár.
Tómas Már hefur starfað hjá Alcoa síðastliðin tíu ár. Vísir/Stefán
Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri Alcoa í Evr­ópu og Mið-Aust­ur­lönd­un­um, hefur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri álfram­leiðslu Alcoa á heimsvísu. Hann mun sjá um daglegan rekstur á framleiðslu álvera Alcoa um allan heim og báxítframleiðslu fyrirtækisins.

Þetta staðfestir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa á Íslandi. 

Breyt­ing­in hef­ur verið kynnt inn­an Alcoa-samsteypunnar, þar á meðal fyrir starfsfólki Fjarðaáls á Reyðarfirði, en formleg tilkynning frá Alcoa á Íslandi mun ekki berast fyrr en á mánudag. 

Tóm­as hóf störf hjá Alcoa Fjarðaáli árið 2004. Hann var ráðinn for­stjóri Alcoa í Evr­ópu árið 2011. Hann er menntaður í verkfræði og með mastersgráðu í framkvæmdaáætlun frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×