Viðskipti innlent

Frávísunarúrskurður í máli Wow felldur úr gildi

Bjarki Ármannsson skrifar
Wow lagði inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í fyrra vegna úthlutunar afgreiðslutíma á flugvellinum.
Wow lagði inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í fyrra vegna úthlutunar afgreiðslutíma á flugvellinum. Vísir/Pjetur
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi frávísunardóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wow air og Isavia. Verður það því tekið upp aftur í héraðsdómi. Málinu var vísað frá dómi í maí, en það snýr að úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til flugfélaga.

„Niðurstaðan er í takt við það sem við héldum fram,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Wow air. „Isavia og Icelandair höfðu uppi fjölmargar og oft langsóttar málsástæður fyrir frávísun málsins. Það er gert til þess að tefja málið enda óttast þessir aðilar að fá dóm um sakarefnið.“

Wow lagði inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í fyrra vegna úthlutunar afgreiðslutíma, sem flugfélagið taldi koma í veg fyrir að hægt væri að veita Icelandair samkeppni hvað varðar flug til Bandaríkjanna. 

„Markmið þessa málareksturs er að koma á samkeppni í flugi á milli Íslands og Ameríku,“ segir Páll Rúnar. „Sú samkeppni mun skila neytendum og samfélaginu öllu miklum ábata. Því fyrr sem það gerist því betra.“


Tengdar fréttir

Wow air ekki til Norður-Ameríku

Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms.

Segir WOW Air geta sjálfum sér um kennt

Samræmingastjóri Keflavíkurflugvallar sakar WOW Air um ósveigjanleika og segir þá sjálfa hafa komið sér í þá stöðu að þurfa að aflýsa flugum til Bandaríkjanna.

Wow Air fær ekki forgang að afgreiðslutímum

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem Wow Air var veittur forgangur að afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×