Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Haraldur Guðmundsson skrifar 19. júní 2014 08:39 Frosti Ólafsson bendir á að þrotabúin geti ekki verið í slitameðferð til eilífðarnóns. Vísir/Valli Viðskiptaráð Íslands (VÍ) leggur til að slitastjórnir búa föllnu bankanna fái samþykktar undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga þar sem byrði vandans yrði skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. „Þetta er að okkar mati besta mögulega niðurstaðan og því fyrr sem slík niðurstaða fæst, því betra. Núverandi staða er vond bæði fyrir þjóðarbúskapinn og kröfuhafa,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Í nýrri Skoðun ráðsins er bent á að fimm og hálft ár er liðið frá því að slitastjórnirnar hófu úrvinnslu á þrotabúum þeirra. Ýmislegt hafi áunnist á þeim tíma en lítið miðað í átt að útfærslu á nauðasamningum. Þar vegi þyngst sú forsenda slitastjórnanna að samningar feli í sér undanþágu frá gjaldeyrislögum. Viðskiptaráð telur stjórnvöld hafa svigrúm til eftirgjafar og kröfuhafa hafa hag af því að leggja fram raunhæfar útfærslur á nauðasamningum. „Fyrir kröfuhafana er þetta fyrst og fremst tímavirði peninganna. Þeir eru búnir að innleysa megnið af sínum eignum og eru nú með lausafé sem gefur slaka ávöxtun eða jafnvel enga. Fórnarkostnaður þeirra er einnig fólginn í kostnaði við rekstur þrotabúanna og skattlagningu á fjármálastofnanir,“ segir Frosti. Rekstrarkostnaður þrotabúa föllnu bankanna á síðustu fimm árum nemur samtals 103 milljörðum króna. Kröfuhafar verða af um 260 milljörðum ár hvert vegna tafa á útgreiðslum innlendra eigna. Samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs þyrfti samkomulag um fulla útgreiðslu að vera samþykkt innan 30 mánaða ef kröfuhafar ætla að fá fulla útgreiðslu. Kröfuhafar yrðu því betur settir með undanþágum sem falla innan núverandi svigrúms stjórnvalda, sem ráðið metur á um 400 milljarða króna. „Kröfuhafarnir myndu þá þurfa að gefa eftir um 60 prósent af innlendum eignum,“ segir Frosti. „Fyrir þjóðarbúskapinn er skaðinn fyrst og fremst sá að biðstaðan tefur afnám hafta en nauðasamningar fela í sér endanlega lausn á stærstu hindruninni í vegi afnáms þeirra. Í því samhengi teljum við forsendur til þess að veita einhvers konar svigrúm eða frávik frá þeim gjaldeyrislögum sem eru til staðar.“ Frosti bendir á að þrotabúin geti ekki verið í slitameðferð til eilífðarnóns. „Ef kröfuhafar leggja ekki fram nauðasamninga sem eru í takt við okkar tillögur teljum við að það megi færa fyrir því rök að gjaldþrotaskipti væru skynsamlegri leið fyrir bæði þjóðarbúið og kröfuhafa,“ segir Frosti. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands (VÍ) leggur til að slitastjórnir búa föllnu bankanna fái samþykktar undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga þar sem byrði vandans yrði skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. „Þetta er að okkar mati besta mögulega niðurstaðan og því fyrr sem slík niðurstaða fæst, því betra. Núverandi staða er vond bæði fyrir þjóðarbúskapinn og kröfuhafa,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Í nýrri Skoðun ráðsins er bent á að fimm og hálft ár er liðið frá því að slitastjórnirnar hófu úrvinnslu á þrotabúum þeirra. Ýmislegt hafi áunnist á þeim tíma en lítið miðað í átt að útfærslu á nauðasamningum. Þar vegi þyngst sú forsenda slitastjórnanna að samningar feli í sér undanþágu frá gjaldeyrislögum. Viðskiptaráð telur stjórnvöld hafa svigrúm til eftirgjafar og kröfuhafa hafa hag af því að leggja fram raunhæfar útfærslur á nauðasamningum. „Fyrir kröfuhafana er þetta fyrst og fremst tímavirði peninganna. Þeir eru búnir að innleysa megnið af sínum eignum og eru nú með lausafé sem gefur slaka ávöxtun eða jafnvel enga. Fórnarkostnaður þeirra er einnig fólginn í kostnaði við rekstur þrotabúanna og skattlagningu á fjármálastofnanir,“ segir Frosti. Rekstrarkostnaður þrotabúa föllnu bankanna á síðustu fimm árum nemur samtals 103 milljörðum króna. Kröfuhafar verða af um 260 milljörðum ár hvert vegna tafa á útgreiðslum innlendra eigna. Samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs þyrfti samkomulag um fulla útgreiðslu að vera samþykkt innan 30 mánaða ef kröfuhafar ætla að fá fulla útgreiðslu. Kröfuhafar yrðu því betur settir með undanþágum sem falla innan núverandi svigrúms stjórnvalda, sem ráðið metur á um 400 milljarða króna. „Kröfuhafarnir myndu þá þurfa að gefa eftir um 60 prósent af innlendum eignum,“ segir Frosti. „Fyrir þjóðarbúskapinn er skaðinn fyrst og fremst sá að biðstaðan tefur afnám hafta en nauðasamningar fela í sér endanlega lausn á stærstu hindruninni í vegi afnáms þeirra. Í því samhengi teljum við forsendur til þess að veita einhvers konar svigrúm eða frávik frá þeim gjaldeyrislögum sem eru til staðar.“ Frosti bendir á að þrotabúin geti ekki verið í slitameðferð til eilífðarnóns. „Ef kröfuhafar leggja ekki fram nauðasamninga sem eru í takt við okkar tillögur teljum við að það megi færa fyrir því rök að gjaldþrotaskipti væru skynsamlegri leið fyrir bæði þjóðarbúið og kröfuhafa,“ segir Frosti.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun