Fleiri fréttir

Sigur Rós hefur ekki fengið krónu fyrir Ágætis byrjun

Þrátt fyrir að plata Sigur Rósar, Ágætis byrjun, hafi selst í bílförmum um allan heim frá því hún kom út fyrir fimmtán árum, hefur hljómsveitin ekki fengið krónu greidda af þeim hagnaði sem orðið hefur til erlendis.

Nýuppgert tengivirki bætir hag bræðslnanna

Landsnet mætir aukinni eftirspurn fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi með endurbótum á flutningskerfi raforku í fjórðungnum. Í gær var formlega tekið í notkun, að loknum endurbótum og stækkun, tengivirki Landsnets á Stuðlum við Reyðarfjörð.

Vandinn er fremur í Noregi en hér á landi

Þegar hitastig fer undir frostmark hafa í Noregi komið upp vandamál tengd hleðslu Tesla-rafmagnsbíla. Hér er langvíðast þriggja fasa rafmagn í húsum og vandamálið ekki komið upp. 13 Tesla S-bílar hafa selst hér og eigendurnir sagðir ánægðir.

Ótrúlegt umburðarlyndi fyrir svartri atvinnustarfsemi

Ríkissjóður verður árlega af tugum milljarða króna vegna svartrar atvinnustarfsemi. Eftirlit með málaflokknum er lítið sem ekkert. Ótrúlegt umburðarlyndi hjá stjórnvöldum segir aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár

Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons.

Verðbólguálag lækkar hratt

Verðbólguálag skuldabréfa hefur lækkað hratt það sem af er árinu. Þróunin er þökkuð hóflegri hækkun kjarasamninga.

Dregur úr atvinnuleysi

Atvinnuleysi mældist 4,4 prósent í desember síðastliðnum samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Metfjöldi olíuleyfa gefinn út í Noregi

Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Tord Lien, tilkynnti í gær um að 65 nýjum sérleyfum til 48 olíufélaga hefði verið úthlutað til olíuleitar og vinnslu á norska landgrunninu.

Komust hjá verkfallsaðgerðum

Bakkavör Group hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið GMB vegna deilna sem staðið hafa um vinnutíma í flatbökuverksmiðju félagsins í Harrow í Bretlandi.

Tók skyrið fram yfir Wall Street

Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan.

Metverð fékkst fyrir viskíflösku á uppboði

Dýrasta viskíflaska sem slegin hefur verið á uppboði var seld hjá Sotheby's í Hong Kong fyrir helgi. Um er að ræða sex lítra kristalsflösku af skoska einmöltungsvískíinu Macallan "M“ Decanter Imperiale.

Ríkið mun þurfa að leggja til sífellt meiri fjármuni í LÍN

Lánasjóður íslenska námsmanna hefur sent fréttatilkynningu þar sem farið er yfir niðurstöður skýrslu um fjárhagslega áhættu í rekstri LÍN. Þar kemur fram að opinber stuðningur við námsmenn vaxi í hlutfalli við námstíma og upphæð námslána.

Aflaverðmæti minnkar milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 130,8 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2013. Veiðar á sama tímabili 2012 skiluðu 138,4 milljörðum.

Securitas og GuardTools í Svíþjóð í samstarf

Notast við tækni til þess að skrá inn allt sem framkvæmt er á hverri vakt ásamt því að fá upplýsingar um það sem á að vinnast á vaktinni og á hvaða tíma á að vinna hvert verkefni.

Farþegafjölgun Strætó nemur þriðjungi frá 2009

Komið er að ákvörðunum um framtíðarþróun almenningssamgangna ef markmið eiga að nást um aukna hlutdeild þeirra. Verið er að greina stofnleiðir fyrir stærri vagna og léttlestir. Í október síðastliðnum flutti Strætó rúma milljón farþega.

Coscon og Eimskip horfa til enn aukins samstarfs

Skipafraktflutningadeild kínverska skipafélagsins Coscon hefur skrifað undir samkomulag við Eimskip um aukið samstarf. Fjallað er um málið á kínverska fréttavefnum SinoShip News.

Vilja gagnaver á Blönduós

Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um eflingu atvinnulífs í Húnaþingi eystra. Horft til byggingar gagnavers svo hægt sé að nýta á hagkvæman hátt orku frá Blönduvirkjun. Bæjarstjórinn er því vongóður um að gagnaver rísi á Blönduósi.

Ísland úti í kuldanum meðan önnur kreppulönd dafna

Ísland er úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á meðan peningar streyma aftur til annarra landa sem einnig urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Á þetta er bent í nýrri umfjöllun International Financing Review.

VÍS semur við Nýherja

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, hefur samið við Nýherja um rekstur á útstöðvum upplýsingatæknikerfa og notendaþjónustu.

Sjá næstu 50 fréttir