Vandinn er fremur í Noregi en hér á landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. janúar 2014 07:00 Tesla-Sportbíll í hleðslu. Rafmagnsbílar eru hagkvæmir í rekstri samanborið við bensínbíla. Tesla S kostar hins vegar frá tæpum tólf milljónum króna. Fréttablaðið/Anton Dæmi eru um að Tesla S-rafmagnsbílar taki ekki hleðslu í Noregi þegar hitastig fer undir frostmark. Þetta hefur Dagens Næringsliv (DN) fengið staðfest hjá umboðsaðilum Tesla þar. Tesla S var í september söluhæsti bíllinn í Noregi, en þar í landi njóta rafmagnsbílar og hybrid-bílar töluverðra vinsælda. Þann mánuðinn var Tesla S með 5,1 prósent heildarsölunnar, 616 af 12.168 bílum. „Verkfræðingar okkar hafa haft samband við þá viðskiptavini sem málið snertir og tæknifólk okkar er að greina gögn og framkvæma prófanir í Noregi,“ hefur DN eftir Esben Pedersen, upplýsingafulltrúa Tesla Motors á Norðurlöndum. Hann segir vandamálið einskorðast við Noreg þar sem norska straumnetið sé ekki jarðtengt. „Það hafa nokkrir viðskiptavinir lent í þessu, en ekkert bendir til þess að um stórvandamál sé að ræða,“ segir Pedersen og kveður enn verið að leita lausnar á málinu.Gísli Gíslason, sem fer með söluumboð Tesla-bíla á Íslandi, segist hafa haft auga með vandkvæðum Norðmanna. „Kerfið hjá þeim er aðeins öðru vísi og hægt að leysa málið með sérstökum græjum, sem við höfum til öryggis pantað til að eiga hér. Annars búum við svo vel hér á Íslandi að það er þriggja fasa rafmagn í nánast öllum húsum,“ segir hann. Þannig fullhlaði hann sinn bíl í frosti á átta tímum. Og með lítilli hraðhleðslugræju geti sá tími farið niður í fjóra tíma. „Við vitum hins vegar um nokkur hús hér sem eru með þessu gamla kerfi, en 70 prósent eru með 380 volta kerfi.“ Þar að auki segir hann veður óvíða henta rafmagnsbílum jafn vel og hér, þar sem hvorki verði of heitt og sjaldnast of kalt, tíu gráða frost og þar fyrir neðan. „Núna eru þrettán bílar komnir á númer og þrátt fyrir miklar væntingar segja allir upplifunina af bílnum betri en búist var við.“Gísli GíslasonDrægi rafmagnsbíla í verstu aðstæðum Þýska bílablaðið Auto Bild kannaði nýverið drægi rafmagnsbíla í frosti í Ölpunum. Munaði nálægt helmingi á getu þeirra og uppgefnu drægi. Renault Zoe var tómur eftir 59 kílómetra, Mitsubishi i-Miev og BMW i3 komust 61 kílómetra og Nissan Leaf 69 kílómetra. Þeir eru sagðir komast 100 til 200 kílómetra á hleðslu. Lengst komst Tesla S, 207 kílómetra, en uppgefið drægi er 480 kílómetrar. „Þeir voru náttúrlega að fara upp allan tímann,“ segir Gísli Gíslason, sem í september ók Tesla S í striklotu frá Reykjavík til Akureyrar með skriðstillinn stilltan á 90 kílómetra hraða þar sem mátti. „Og á Akureyri voru 22 kílómetrar eftir á hleðslunni.“ Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Dæmi eru um að Tesla S-rafmagnsbílar taki ekki hleðslu í Noregi þegar hitastig fer undir frostmark. Þetta hefur Dagens Næringsliv (DN) fengið staðfest hjá umboðsaðilum Tesla þar. Tesla S var í september söluhæsti bíllinn í Noregi, en þar í landi njóta rafmagnsbílar og hybrid-bílar töluverðra vinsælda. Þann mánuðinn var Tesla S með 5,1 prósent heildarsölunnar, 616 af 12.168 bílum. „Verkfræðingar okkar hafa haft samband við þá viðskiptavini sem málið snertir og tæknifólk okkar er að greina gögn og framkvæma prófanir í Noregi,“ hefur DN eftir Esben Pedersen, upplýsingafulltrúa Tesla Motors á Norðurlöndum. Hann segir vandamálið einskorðast við Noreg þar sem norska straumnetið sé ekki jarðtengt. „Það hafa nokkrir viðskiptavinir lent í þessu, en ekkert bendir til þess að um stórvandamál sé að ræða,“ segir Pedersen og kveður enn verið að leita lausnar á málinu.Gísli Gíslason, sem fer með söluumboð Tesla-bíla á Íslandi, segist hafa haft auga með vandkvæðum Norðmanna. „Kerfið hjá þeim er aðeins öðru vísi og hægt að leysa málið með sérstökum græjum, sem við höfum til öryggis pantað til að eiga hér. Annars búum við svo vel hér á Íslandi að það er þriggja fasa rafmagn í nánast öllum húsum,“ segir hann. Þannig fullhlaði hann sinn bíl í frosti á átta tímum. Og með lítilli hraðhleðslugræju geti sá tími farið niður í fjóra tíma. „Við vitum hins vegar um nokkur hús hér sem eru með þessu gamla kerfi, en 70 prósent eru með 380 volta kerfi.“ Þar að auki segir hann veður óvíða henta rafmagnsbílum jafn vel og hér, þar sem hvorki verði of heitt og sjaldnast of kalt, tíu gráða frost og þar fyrir neðan. „Núna eru þrettán bílar komnir á númer og þrátt fyrir miklar væntingar segja allir upplifunina af bílnum betri en búist var við.“Gísli GíslasonDrægi rafmagnsbíla í verstu aðstæðum Þýska bílablaðið Auto Bild kannaði nýverið drægi rafmagnsbíla í frosti í Ölpunum. Munaði nálægt helmingi á getu þeirra og uppgefnu drægi. Renault Zoe var tómur eftir 59 kílómetra, Mitsubishi i-Miev og BMW i3 komust 61 kílómetra og Nissan Leaf 69 kílómetra. Þeir eru sagðir komast 100 til 200 kílómetra á hleðslu. Lengst komst Tesla S, 207 kílómetra, en uppgefið drægi er 480 kílómetrar. „Þeir voru náttúrlega að fara upp allan tímann,“ segir Gísli Gíslason, sem í september ók Tesla S í striklotu frá Reykjavík til Akureyrar með skriðstillinn stilltan á 90 kílómetra hraða þar sem mátti. „Og á Akureyri voru 22 kílómetrar eftir á hleðslunni.“
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira