Ísland úti í kuldanum meðan önnur kreppulönd dafna Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. janúar 2014 11:31 Umfjöllunin í fréttalista IFR á netinu. Mynd/Skjáskot Ísland er úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á meðan peningar streyma aftur til annarra landa sem einnig urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Á þetta er bent í nýrri umfjöllun International Financing Review (IFS) sem einnig birtist í öðrum fréttaveitum Thomson Reuters samsteypunnar. Staða Íslands í er í þessum efnum borin saman við Írland, Portúgal og jafnvel Grikkland. Staðan hér er rakin til stjórnarskiptanna og ósveigjanleika stjórnvalda í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna. „Fyrir um ári síðan virtist sem þíða væri komin í deilu Íslands og kröfuhafa og samkomulag talið á næsta leiti,“ segir í umfjöllun IFS. „En með kjöri Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins sem forsætisráðherra með popúlísku loforði um að lækka húsnæðisskuldir fólks, að hluta með því að leggja afturvirkan skatt á eignir föllnu bankanna hefur blásið hita í deiluna á ný.“ Bent er á að frá því að ný ríkisstjórn tók hér við völdum hafi vextir á fimm ára skuldabréf ríkisins farið úr 4,1 prósenti í 6,4 prósent fyrr í þessum mánuði. „Á sama tíma hafa sambærileg kjör á írska ríkispappíra náð nýju lágmarki á evrusvæðinu frá því að Írland sneri aftur á fjármálamarkaði með 1,8 prósenta vöxtum. Og fimm ára vextir Portúgals, sem einnig hefur sótt sér fé á markaði á ný, hafa farið í 3,8 prósent.“ Í umfjöllun IFR er staðan sögð hafa verið afar vænleg fyrir Ísland fyrir tveimur árum síðan. Þá hafi landið lokið efnahagsáætlun sinni með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á undan áætlun og snúið aftur á alþjóðlegan verðbréfamarkað með vexti á milljarð dollara skuldabréf til fimm ára sem ekki voru nema fimm prósent. „Markaðir höfðu meira að segja fyrirgefið Icesave söguna, þar sem þjóðin hafði í tvígang hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu að endurgreiða fjóra milljarða evra til ríkisstjórna Bretlands og Hollands, eftir að löndin tryggðu innstæður kröfuhafa, og samkomulagi hafði verið náð.“ IFS greinir einnig frá því að fulltrúar kröfuhafa bankanna reyni hvað þeir geti að draga stjórnvöld á Íslandi að samningaborðinu og hafi lagt fram tilboð um gjaldeyrisskipti í tengslum við uppgjör þrotabúanna. Greint er frá því að Barry Russell, lögmaður og meðeigandi Binham McCuthcen og Matt Hinds, lögmaður og meðeigandi hjá lögfræðistofunni Talbot Hughes McKillop, sem unnið hafi fyrir kröfuhafa, séu orðnir langþreyttir á erfiðum samskiptum við íslensk stjórnvöld. Russell bendir á að afar ósanngjarnt sé að líkja kröfuhöfum við „hrægamma“ og benda á að margir upprunalegra kröfuhafa séu enn í hópnum og mjög lítið hlutfall krafna hafi gengið kaupum og sölum á hrakvirði. Báðir lögmenn segja að samkomulag hljóti að vera allra hagur, jafnt íslenska ríkisins sem kröfuhafa. Hvorugur hefur hins vegar fengið boð um að ræða tilboð það sem kröfuhafar hafa gert stjórnvöldum, hvorki frá Seðlabankanum né Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra. „Við höfum sem stendur engin svör fengið,“ hefur IFS eftir Hinds. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Ísland er úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á meðan peningar streyma aftur til annarra landa sem einnig urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Á þetta er bent í nýrri umfjöllun International Financing Review (IFS) sem einnig birtist í öðrum fréttaveitum Thomson Reuters samsteypunnar. Staða Íslands í er í þessum efnum borin saman við Írland, Portúgal og jafnvel Grikkland. Staðan hér er rakin til stjórnarskiptanna og ósveigjanleika stjórnvalda í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna. „Fyrir um ári síðan virtist sem þíða væri komin í deilu Íslands og kröfuhafa og samkomulag talið á næsta leiti,“ segir í umfjöllun IFS. „En með kjöri Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins sem forsætisráðherra með popúlísku loforði um að lækka húsnæðisskuldir fólks, að hluta með því að leggja afturvirkan skatt á eignir föllnu bankanna hefur blásið hita í deiluna á ný.“ Bent er á að frá því að ný ríkisstjórn tók hér við völdum hafi vextir á fimm ára skuldabréf ríkisins farið úr 4,1 prósenti í 6,4 prósent fyrr í þessum mánuði. „Á sama tíma hafa sambærileg kjör á írska ríkispappíra náð nýju lágmarki á evrusvæðinu frá því að Írland sneri aftur á fjármálamarkaði með 1,8 prósenta vöxtum. Og fimm ára vextir Portúgals, sem einnig hefur sótt sér fé á markaði á ný, hafa farið í 3,8 prósent.“ Í umfjöllun IFR er staðan sögð hafa verið afar vænleg fyrir Ísland fyrir tveimur árum síðan. Þá hafi landið lokið efnahagsáætlun sinni með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á undan áætlun og snúið aftur á alþjóðlegan verðbréfamarkað með vexti á milljarð dollara skuldabréf til fimm ára sem ekki voru nema fimm prósent. „Markaðir höfðu meira að segja fyrirgefið Icesave söguna, þar sem þjóðin hafði í tvígang hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu að endurgreiða fjóra milljarða evra til ríkisstjórna Bretlands og Hollands, eftir að löndin tryggðu innstæður kröfuhafa, og samkomulagi hafði verið náð.“ IFS greinir einnig frá því að fulltrúar kröfuhafa bankanna reyni hvað þeir geti að draga stjórnvöld á Íslandi að samningaborðinu og hafi lagt fram tilboð um gjaldeyrisskipti í tengslum við uppgjör þrotabúanna. Greint er frá því að Barry Russell, lögmaður og meðeigandi Binham McCuthcen og Matt Hinds, lögmaður og meðeigandi hjá lögfræðistofunni Talbot Hughes McKillop, sem unnið hafi fyrir kröfuhafa, séu orðnir langþreyttir á erfiðum samskiptum við íslensk stjórnvöld. Russell bendir á að afar ósanngjarnt sé að líkja kröfuhöfum við „hrægamma“ og benda á að margir upprunalegra kröfuhafa séu enn í hópnum og mjög lítið hlutfall krafna hafi gengið kaupum og sölum á hrakvirði. Báðir lögmenn segja að samkomulag hljóti að vera allra hagur, jafnt íslenska ríkisins sem kröfuhafa. Hvorugur hefur hins vegar fengið boð um að ræða tilboð það sem kröfuhafar hafa gert stjórnvöldum, hvorki frá Seðlabankanum né Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra. „Við höfum sem stendur engin svör fengið,“ hefur IFS eftir Hinds.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira