Viðskipti innlent

Netflix kvartar undan auglýsingu Tals

Eva Bjarnadóttir skrifar
Neytendastofa staðfestir að samkvæmt íslenskri neytendalöggjöf er bannað að nota auðkenni annars fyrirtækis án leyfis.
Neytendastofa staðfestir að samkvæmt íslenskri neytendalöggjöf er bannað að nota auðkenni annars fyrirtækis án leyfis. vísir/getty/anton
Efnisveitan Netflix fer fram á að símafyrirtækið Tal hætti notkun á nafni Netflix í auglýsingum sínum. Þetta kemur fram í tölvubréfi sem Netflix sendi Tal og Fréttablaðið hefur undir höndum.

Í bréfinu segir meðal annars að það stríði gegn notendaskilmálum Netflix að hvetja neytendur til þess að fara í kringum reglur til að nota þjónustuna.

Neytendastofa staðfestir að samkvæmt íslenskri neytendalöggjöf er bannað að nota auðkenni annars fyrirtækis án leyfis. Atvik sem þessi komi reglulega upp og eru þau metin hvert fyrir sig.

Petrea Guðmundsdóttir, forstjóri Tals, segir í tölvubréfi til Fréttablaðsins að ekki sé ólöglegt að nefna nafn Netflix í kynningarefni Tals. Á heimasíðu Tals sé skýrt tekið fram að fyrirtækið selji ekki áskrift að efnisveitunni. Til standi að kynna fyrir Netflix hvaða upplýsingar eru um efnisveituna á síðunni. Geri Netflix athugasemdir í kjölfarið verði málið unnið áfram í samráði við þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×