Viðskipti innlent

Vísir tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna

Sigurvegarar Íslensku vefverðlaunanna 2012.
Sigurvegarar Íslensku vefverðlaunanna 2012. Mynd/Daníel
Samtök vefiðnaðarins sendu rétt í þessu lista yfir þau verkefni sem eru í úrslitum til hinna Íslensku vefverðlauna 2013.

Sjö manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í vefmálum hefur unnið úr þeim rétt um 150 verkefnum sem tilnefnd voru að þessu sinni.

Íslensku vefverðlaunin eru veitt þeim íslensku vefverkefnum sem hafa þótt skara framúr á árinu. Vísir var tilnefndur í flokki bestu vefmiðla annað árið í röð en í fyrra vann Vísir einnig verðlaunin.

Verðlaunaafhendingin verður haldin föstudaginn 31. janúar klukkan 17 í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Aðstandendur tilnefndra verkefna, félagsmenn SVEF og allir áhugamenn um íslenska vefiðnaðinn eru hjartanlega velkomnir á verðlaunahátíðina í Gamla bíói. Í framhaldi af athöfninni verður efnt til gleðskapar í sömu húsakynnum þar sem vefárinu verður fagnað.



Eftirfarandi verkefni eru í úrslitum til Íslensku Vefverðlaunanna 2013:



Besti fyrirtækjavefurinn
 (Lítil og meðalstór fyrirtæki)

arkitekt.is

nikitaclothing.com

nordursalt.is

redcar.is

tempoplugin.com



Besti fyrirtækjavefurinn
 (Stærri fyrirtæki)

alvogen.com

or.is

re.is

siminn.is

tm.is



Besti vefmiðillinn

visir.is

blogg.hugsmidjan.is

visindavefur.hi.is

dv.is

kjarninn.is





Aðgengilegasti vefurinn

fjs.is

hi.is

re.is

samskip.is

tm.is



Besti innri vefurinn

Innranet Arion banka

Innri vefur Símans

MyWork - Innri vefur Icelandair

Velkomin - Innri vegur Advania

Þjónustuvefur Mílu



Besta appið

Airwaves appið

Gengi.is

Krónan App

Kjarninn

QuizUp



Besta markaðsherferðin á netinu

Blue Lagoon Memories - bluelagoon.com

Hvort mundir þú velja? - gagnaveita.is/samanburdur 

Höldum Fókus - holdumfokus.is

Segjum sögur - segjumsogur.is

Skyr markmið - skyr.is



Besti einstaklingsvefurinn

funksjon.net

haraldurthorleifsson.com

palloskar.is

unnie.dk

vegvisir.is



Besti non-profit vefurinn

visindavefur.hi.is

hjoladivinnuna.is

hlaupastyrkur.is

jajajamusic.com

vegvisir.is



Besti opinberi vefurinn

fjs.is

matis.is

orkustofnun.is

vinnueftirlit.is

visitreykjavik.is



Frumlegasti vefurinn

draumamadurinn.is

holdumfokus.is

landsbankinn.is/saga-um-fisk

nordursalt.is

vegvisir.is



Besta hönnun og viðmót

alvogen.com

arkitekt.is

haraldurthorleifsson.com

nikitaclothing.com

sendiradid.is



Athyglisverðasti vefurinn

Verður valinn í netkosningu félagsmanna SVEF.



Besti íslenski vefurinn


Undir lok athafnarinnar verður tilkynnt um besta íslenska vefinn, sem er stærsta og eftirsóttasta viðurkenning á sviði vefmála á Íslandi.

Sem fyrr segir verður verðlaunaafhendingin haldin föstudaginn 31. janúar klukkan 17 í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Aðstandendur tilnefndra verkefna, félagsmenn SVEF og allir áhugamenn um íslenska vefiðnaðinn eru hjartanlega velkomnir á verðlaunahátíðina í Gamla bíói. Í framhaldi af athöfninni verður efnt til gleðskapar í sömu húsakynnum þar sem vefárinu verður fagnað.

Samtök vefiðnaðarins vilja einnig minna á hið opinbera kassmerki fyrir Íslensku vefverðlaunin, #vefverdlaun, og hvetja áhugasama til að leggja orð í belg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×