Viðbótaráfangi í tengivirki Landsnets á Stuðlum tekinn í notkun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. janúar 2014 21:35 Verið er að auka flutningsgetu og áreiðanleika svæðisflutningakerfisins á Austurlandi. Vísir/Landsnet Endurbótum og stækkun á tengivirki Landsnets á Stuðlum við Reyðarfjörð er nýlega lokið og tók bæjarstjóri Fjarðabyggðar virkið formlega í notkun við athöfn í dag. Samhliða hefur Stuðlalína 1 verið spennuhækkuð. Framkvæmdirnar eru fyrsti áfanginn í aðgerðaráætlun Landsnets til að auka flutningsgetu og áreiðanleika svæðisflutningakerfisins á Austurlandi. Í tilkynningu frá Landsneti segir að með þessu sé verið að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku hjá fiskimjölsverksmiðjum eystra sem hafa verið að skipta út olíukötlum fyrir rafskautakatla og geta nú nýtt innlenda og umhverfisvæna orku í stað olíu. Voru fulltrúar frá þeim viðstaddir athöfnina í dag ásamt fleiri góðum gestum en það var Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem tók tengivirkið á Stuðlum formlega í notkun.Stækkun tengivirkisins á Stuðlum er sem fyrr segir fyrsti áfangi verksins í þeim áformum Landsnets að spennuhækka hringtengingunaHryggstekkur-Stuðlar-Eskifjörður-Eyvindará. Á Stuðlum er fyrir 66 kV útitengivirki og þar fer einnig fram afhending á raforku til Rarik, sem er dreifingaraðili rafmagns á svæðinu. Nú hefur verið bætt við 132 kV útitengivirki á sömu lóð ásamt tveimur 132/66 kV aflspennum með samanlagðri flutningsgetu um 65 MVA.Stuðlalína 1 er 132 kV jarðstrengur sem liggur frá tengivirki Landsnets á Hryggstekk í Skriðdal að tengivirkinu á Stuðlum. Strengurinn var tekinn í notkun árið 2005 og rekinn á 66 kV spennu en hefur nú verið spennuhækkaður í 132 kV.Með þessum aðgerðum eykst bæði flutningsgeta og áreiðanleiki svæðisflutningskerfisins á Austfjörðum en meginflutningskerfið á svæðinu mun áfram búa við takmarkanir, þar sem byggðalínan er fulllestuð.Framkvæmdir vegna stækkunarinnar á Stuðlum hófust í júní 2013 og var samið við Launafl ehf. um byggingarframkvæmdir og Rafeyri ehf. um uppsetningu á rafbúnaði. Heildarkostnaður við verkefnið er um 400 milljónir króna. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Endurbótum og stækkun á tengivirki Landsnets á Stuðlum við Reyðarfjörð er nýlega lokið og tók bæjarstjóri Fjarðabyggðar virkið formlega í notkun við athöfn í dag. Samhliða hefur Stuðlalína 1 verið spennuhækkuð. Framkvæmdirnar eru fyrsti áfanginn í aðgerðaráætlun Landsnets til að auka flutningsgetu og áreiðanleika svæðisflutningakerfisins á Austurlandi. Í tilkynningu frá Landsneti segir að með þessu sé verið að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku hjá fiskimjölsverksmiðjum eystra sem hafa verið að skipta út olíukötlum fyrir rafskautakatla og geta nú nýtt innlenda og umhverfisvæna orku í stað olíu. Voru fulltrúar frá þeim viðstaddir athöfnina í dag ásamt fleiri góðum gestum en það var Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem tók tengivirkið á Stuðlum formlega í notkun.Stækkun tengivirkisins á Stuðlum er sem fyrr segir fyrsti áfangi verksins í þeim áformum Landsnets að spennuhækka hringtengingunaHryggstekkur-Stuðlar-Eskifjörður-Eyvindará. Á Stuðlum er fyrir 66 kV útitengivirki og þar fer einnig fram afhending á raforku til Rarik, sem er dreifingaraðili rafmagns á svæðinu. Nú hefur verið bætt við 132 kV útitengivirki á sömu lóð ásamt tveimur 132/66 kV aflspennum með samanlagðri flutningsgetu um 65 MVA.Stuðlalína 1 er 132 kV jarðstrengur sem liggur frá tengivirki Landsnets á Hryggstekk í Skriðdal að tengivirkinu á Stuðlum. Strengurinn var tekinn í notkun árið 2005 og rekinn á 66 kV spennu en hefur nú verið spennuhækkaður í 132 kV.Með þessum aðgerðum eykst bæði flutningsgeta og áreiðanleiki svæðisflutningskerfisins á Austfjörðum en meginflutningskerfið á svæðinu mun áfram búa við takmarkanir, þar sem byggðalínan er fulllestuð.Framkvæmdir vegna stækkunarinnar á Stuðlum hófust í júní 2013 og var samið við Launafl ehf. um byggingarframkvæmdir og Rafeyri ehf. um uppsetningu á rafbúnaði. Heildarkostnaður við verkefnið er um 400 milljónir króna.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira