Fleiri fréttir

Hreiðar keypti hundruð milljóna bréf af sjálfum sér - Kaupþing lánaði

Sérstakur saksóknari segir að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafi selt félagi í sinni eigu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. bréf fyrir tæpar 572 milljónir króna þann 6. ágúst 2008. Kaupþing fjármagnaði þessi kaup einkahlutafélagsins að fullu en persónulegur hagnaður Hreiðars af viðskiptunum var tæpar 325 milljónir króna. Þetta kemur fram í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Hreiðari og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. Í raun fjármagnaði bankinn lánið svo Hreiðar gæti keypt bréfin af sjálfum sér.

Allar nothæfar leiguíbúðir í útleigu

Það er misskilningur að Íbúðalánasjóður liggi á leiguhæfum eignum og komi þeim ekki á leigumarkað. Allar leiguhæfar íbúðir í umræddum blokkum eru nú þegar í útleigu, segir í orðsendingu Íbúðalánasjóðs til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Aftur fjörugt á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 120. Þar af voru 89 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Markaðir tóku kipp eftir Kýpurlán

Markaðir í Asíu tóku kipp upp á við í nótt þegar ljóst var að samkomulag var í höfn um neyðarlánið til Kýpur. Einnig tók heimsmarkaðsverð á olíu að stíga sem og verða á mörgum öðrum hrávörum.

Ert þú að borga of mikið fyrir fríið?

Á Dohop er hægt að finna ódýrt flug, bílaleigubíl og hótel á einum stað. Síðan hentar sérstaklega vel þegar ekki er til beint flug á milli staða. Sérstaða Dohop er einkum fólgin í því að síðan tengir saman flugleiðir

Víxlar gefnir út í fyrsta sinn í fimm ár

Íslandsbanki lauk í dag útboði á tveimur víxlum til 3 og 6 mánaða. Hvor flokkur getur að hámarki orðið 1,5 milljarðar króna að nafnvirði. Útboðinu var þannig háttað að boðið var í magn á fyrirfram ákveðnu verði. 3 mánaða víxillinn var boðinn út á 6,15% flötum vöxtum og 6 mánaða víxillinn á 6,30% flötum vöxtum.

Tap Orkuveitunnar fimmfaldast á milli ára

Tap Orkuveitu Reykjavíkur fimmfaldaðist í fyrra frá árinu 2011. Tapið í fyrra nam 2295 milljónum króna en tapið árið 2011 nam 556 milljónum. Þetta má sjá í ársreikningi Orkuveitunnar sem kom út í dag. Þrátt fyrir þetta jókst rekstrarhagnaður Orkuveitu um 2,3 milljarða króna og fór úr 12,4 milljörðum á árinu 2011 í 14,7 milljarða í fyrra.

Samál hafnar ásökunum um misnotkun á skattalöggjöfinni

Samál, samtök álframleiðenda á Íslandi, hafna algjörlega ásökunum um að fyrirtæki í áliðnaði greiði engan tekjuskatt á Íslandi. Málið hefur verið til umræðu að undanförnu eftir að því var haldið fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins að Alcoa Fjarðaál og Norðurál kæmu sér hjá því að greiða tekjuskatt hér á landi.

Ný auglýsing hneykslar: Berlusconi með fullan bíl af konum

Auglýsingafyrirtækiuð JWT India bjó á dögunum til nokkrar auglýsingar fyrir Ford Figo en á teiknuðum myndum sést Silvio Berluschoni veifa friðarmerkinu í framsæti bíls. Aftur í bílnum eru svo glæsikonur sem eru bundnar og með einhverskonar kynlífsleikföng.

Vaxtahaukurinn í Seðlabankanum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, er vaxtahaukurinn í peningastefnunefnd bankans, en Gylfi Zoega er vaxtadúfan. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka sem vísar í ársskýrslu Seðlabankans. Skýrslan kom út í gær.

SAS hættir með viðskiptafarrými

Flugfélagið SAS er komið í beina samkeppni við lágfargjaldaflugfélögin og ætla að leggja niður viðskiptafarrými. Á viðskiptavefnum epn.dk segir að farrýmum verði fækkað úr þremur í tvö, en eftir standa svokölluð Go og Go plús farrými sem eru ódýrari en viðskiptafarrýmið. Rekstur SAS hefur gengið mjög erfiðlega að undanförnu og hefur félagið ráðist í miklar uppsagnir og annan niðurskurð til að bjarga rekstrinum.

Kaupmáttur jókst um 0,7% í febrúar

Vísitala kaupmáttar launa í febrúar er 112,5 stig og hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 0,4%.

Stjórnvöld á Kýpur eru að falla á tíma

Fjármálaráðherrar evrusvæðsins hvetja stjórnvöld á Kýpur til að hraða vinnu við nýja neyðaráætlun sína til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot eyjarinnar.

Íslensku milljarðamæringarnir horfnir

Milljarðamæringar búsettir á Íslandi eru horfnir samkvæmt þýska fréttablaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) en þar er vitnað í tölfræði frá árinu 2008, rétt fyrir íslenska efnahagshrunið, en þá voru sex miljarðamæringar hér á landi.

Rifti viðskiptum með verðlaus bréf í Baugi

Fimmtán milljarða króna greiðsla Baugs Group sem greidd var sumarið 2008 til Fjárfestingafélagsins Gaums, Gaums Holding S.A. og Eignarhaldsfélagsins ISP og Bague S.A. var rift í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ber félögunum að greiða þrotabúi Baugs þessar samsvarandi upphæðir til baka. Félögin voru í eigu Jóhannesar Jónssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu þeirra.

Frestur til að skila skattframtali rennur út í dag

Síðasti dagur til að skila inn skattaframtali er í dag. Klukkan tíu í morgun voru nítíu og átta þúsund og tvöhundruð búnir að skila inn framtali en 262.640 eru á skattgrunnskrá. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra eru skilin í ár betri en í fyrra sem bendir til að einföldun á framtalinu hafi auðveldað fólki vinnuna.

45 milljóna sekt Sorpu staðfest

Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum.

Útlán ÍLS aukast í fyrsta sinn milli ára í langan tíma

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu 1.058 milljónum króna í febrúar en þau námu tæpum milljarði í sama mánuði í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma að útlán sjóðsins aukast milli ára í einstökum mánuði.

Breytingar á stjórn Nýherja

Breytingar voru gerðar á stjórn Nýherja á stjórnarfundi félagsins í gærdag. Guðrún Ragnarsdóttir var skipuð í aðalstjórn félagsins. Guðrún var kjörin í varastjórn á síðasta aðalfundi.

"Maður skilur eiginlega ekki þessa umfjöllun"

Forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga, hafnar því að fyrirtækið greiði lítinn sem engan tekjuskatt hér á landi, líkt og kom fram í Kastljósi í kvöld. Það sé beinlínis rangt sem kom fram í Kastljósinu að fyrirtækið greiddi ekki tekjuskatt.

Verðlaun afhent í HR

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, afhentu í dag verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum, kennslu og þjónustu.

Þungt ár framundan

Árið framundan verður þjóðinni nokkuð þungt, segir í endurkoðaðri hagspá sem Alþýðusamband Íslands birti í dag. Spáin nær til áranna 2013 til 2015. Efnahagsbatinn er hægur, landsframleiðslan verður aðeins 1,9%, atvinnuleysi enn mikið, gengi krónunnar helst veikt og verðbólga há. Árið 2014 er þó gert ráð fyrir að landið fari heldur að rísa og enn frekar árið 2015.

Aflaverðmætið jókst um 6,6 milljarða milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 160,4 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 153,9 milljarða kr. árið 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,6 milljarða eða um 4,3% á milli ára.

Seðlabankinn heldur óbreyttum stýrivöxtum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 6%. Þetta er í samræmi við væntingar og spár sérfræðinga.

Sjá næstu 50 fréttir