Viðskipti innlent

Staða ríkissjóðs batnaði milli ára í janúar

Staða ríkissjóðs batnaði milli ára í janúar s.l. Þetta kemur fram í greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar sem birt hefur verið á vefsíðu stjórnarráðsins.

Þar segir að handbært fé frá rekstri batnaði á milli ára og var neikvætt um rúm 10 milljarða kr. samanborið við 13,3 milljarða kr. í sama mánuði í fyrra.

Tekjur hækkuðu um 1,5 milljarða kr. milli ára en gjöld jukust um 2,8 milljarða kr. milli ára. Áætlanir gerðu ráð fyrir að handbært fé yrði neikvætt um 12,6 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×