Fleiri fréttir

Efnahagur Grikklands réttir úr kútnum

Efnahagur hins opinbera í Grikklandi er að rétta úr kútnum. Bráðabirgðatölur sýna að fjárlagahallinn á fyrstu tveimur mánuðum ársins var verulega minni en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Framkvæmdir fyrir 3 milljarða hafnar í Leifsstöð

Framkvæmdir eru hafnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem miða að því að auka afköst í stöðinni og stytta biðtíma við afgreiðslu flugfarþega meðal annars með fjölgun sjálfsinnritunarstöðva, fjölgun brottfararhliða, fjölgun landamærabásum og nýjum biðsvæðum.

Staða bankans mun verri en gögn gáfu til kynna

Erlend tryggingafélög hins fallna Landsbanka telja að rangar upplýsingar hafi legið til grundvallar þegar samningur um tryggingar voru gerðir. Staða bankans hafi verið mun verri en ársreikningar og önnur gögn um rekstur hans gáfu til kynna.

WOW flýgur til Parísar allt árið

WOW air hefur ákveðið að auka við flug félagsins til Parísar og mun fljúga þangað allt árið um kring. Flogið verður sex sinnum í viku næsta sumar, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Fyrsta flug sumarsins til Parísar verður 8. júní, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Eins árs fangelsi fyrir innherjasvik

Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, var dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir innherjasvik. Þá eru 19,2 milljónir króna gerðar upptækar hjá honum. Friðrik Ragnar var fundinn um að hafa selt bréf í Glitni, í aðdraganda hruns hans, þrátt fyrir að hafa haft upplýsingar sem töldust innherjaupplýsingar. Í dómnum segir að með hliðsjón af nauðsyn varnaðaráhrifa kemur ekki til greina að skilorðsbinda refsinguna.

"Ég vil deyja á Mars“

"Ég vil deyja á Mars, bara ekki við lendingu.“ Þetta sagði frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk í ræðu sinni á SXSW tónlistar- og tæknihátíðinni í Texas um helgina.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og er tunnan af Brent olíunni komin niður í 110 dollara. Hefur verð hennar lækkað um 0,5% frá því síðdegis á föstudag.

Íslandsbanki og Datamarket kynna fasteignamælaborð

Íslandsbanki hefur í samvinnu við Datamarket þróað sérstakt fasteignamælaborð þar sem hægt er að skoða þróun íbúðamarkaðarins og lykiltalna honum tengdum. Til að mynda er hægt að fletta upp verðþróun íbúða/einbýla í einstökum hverfum höfuðborgarsvæðisins og eftir landshlutum. Hægt er að skoða þróunina allt frá árinu 1990.

Brandenburg með bestu mörkunina

Auglýsingastofan Brandenburg hlaut verðlaun fyrir bestu mörkunina á verðlaunahátið FÍT – félags íslenskra teiknara í kvöld. Verðlaunin fékk stofan fyrir heildarútlit sitt, en auk verðlauna fyrir bestu mörkun vann Brandenburg aðalverðlaun fyrir merki stofunnar og í flokknum bókakápur fyrir bókina "Stuð vors lands“ sem Hrafn Gunnarsson hannaði fyrir Sögur útgáfu.

Dow Jones hækkaði fjórða daginn í röð

Dow Jones vísitalan á Wall Street sló met fjórða daginn í röð þegar mörkuðum var lokað vestanhafs í dag. Hún hækkaði um 0,5 prósent frá því í gær.

Einblínt á að lífeyrissjóðirnir eignist hlut í bönkunum

Íslenskir einstaklingar og fjárfestar sem tengjast MP banka, fá ekki að kaupa Íslandsbanka eða Arion banka, en þeir hafa sýnt áhuga á því að kaupa bankana. Fyrst og fremst er horft til þess að íslenskir lífeyrissjóðir kaupi hluta í bönkunum, en það er liður í því að semja við kröfuhafa bankanna.

Hækkanir áberandi á öllum helstu mörkuðum heimsins

Gengisvísitölur hlutabréfamarkaða á öllum helstu mörkuðum heimsins hækkuðu í dag. Þannig hækkaði FTSE vísitalan breska um 0,69 prósent, CAC 40 vísitalan um 1,22 prósent og DAX vísitalan þýska um 0,59 prósent.

Rauðar og grænar tölur í kauphöllinni

Rauðar tölur, sem einkenna lækkun, og grænar tölur, sem einkenna hækkun, sáust í lok dags í dag þegar lokað var fyrir viðskipti í Kauphöll Íslands. Gengi bréf í Vodafone lækkaði mest, eða um 1,34 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 33,2.

EVE Online í MoMa - "Markmiðið var aldrei að skapa list“

Leikjaheimi EVE Online, þekktustu afurðar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, er nú hampað í einu virtasta listasafni veraldar, nútímalistasafninu í New York eða MoMa. Þrettán aðrir tölvuleikir taka þátt í sýningunni, þar á meðal eru Pacman, Tetris og Portal.

Latibær semur við Advania

Latibær ehf. hefur samið við Advania um prentrekstur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ. Um er að ræða heildræna útvistun á umhverfisvottaðri prentþjónustu í samvinnu við Xerox. Samningurinn felur í sér að Latibær greiðir einungis fyrir prentuð eintök og sækir allan tækjabúnað, rekstrarvöru og þjónustu til Advania.

Ísland er „jarðhitarisi“ - miklar áskoranir framundan í orkumálum heimsins

"Ísland er lítið land, en risi á sviði jarðhita,“ segir Dr. Sri Mulyani Indrawati, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans og fyrrverandi fjármálaráðherra Indónesíu. Hún telur sérþekkingu á Íslandi, á sviði jarðhitanýtingar og nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, geta hjálpað ríkjum heims að takast á við miklar áskoranir á sviði orkumála sem heimurinn stendur nú frammi fyrir.

Laun hækkuðu mest í fjármálafyrirtækjum

Regluleg laun voru að meðaltali 0,8% hærri á fjórða ársfjórðungi í fyrra en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 4,8% að meðaltali, hækkunin var 5,1% á almennum vinnumarkaði og 4,0% hjá opinberum starfsmönnum.

Hagvöxturinn mældist 1,6% í fyrra

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 1,6% í fyrra og er það annað árið í röð sem landsframleiðsla eykst, en hún jókst um 2,9% árið 2011 eftir mikinn samdrátt tvö ár þar áður.

Ekkert lát á veislunni á Wall Street

Ekkert lát er á veislunni á Wall Street þessa dagana. Dow Jones vísitalan hefur slegið met þrjá daga í röð og í gærkvöld var hún komin í 14.330 stig.

Tap HR í fyrra um 120 milljónir króna

Háskólinn í Reykjavík hefur tapað um 750 milljónum króna á þremur árum. Rektor skólans segir að jafnvægi muni nást í rekstri hans á þessu ári. Mikill niðurskurður vinni á móti lækkandi framlögum ríkis og hærri húsnæðiskostnaði.

Vodafone hagnaðist um tæpa 3 milljarða

Hagnaður Vodafone (Fjarskipta hf.) á síðasta ári, fyrir fjármagnstekjur, afskriftir og skatta, nam 2.768 milljónum króna á síðasta ári og hækkaði um 352 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Nýja Facebook eins og dagblað

Íslendingar eru engin undantekning þegar kemur að samfélagsmiðlinum Facebook. Fjölmargir kíkja á síðuna á degi hverjum og margir hverjir fylgjast með gangi mála þar daginn út og inn.

Deildu um ný gögn í Al Thani - aðalmeðferð verður ekki frestað

Lögmaður Ólafs Ólafssonar, eins ákærða í Al Thani-málinu, segir að samningur Sheiks Al Thani við slitastjórn Kaupþings, um að hann hafi greitt upp allar skuldir sínar vegna hlutabréfakaupa í bankanum, sýni að málið allt sé byggt á sandi. Þessu mótmælir saksóknari, en hann lagði fram ný gögn í málinu í morgun.

Tíu hugmyndir keppa um Gulleggið

Nú er orðið ljóst hvaða tíu hugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit. Hátt í 330 hugmyndir hófu keppni í janúar sem er mesti fjöldi hugmynda frá upphafi.

Time Warner losar sig við Time tímaritið

Fjölmiðlarisinn Time Warner hefur ákveðið að losa sig við útgáfufélag Time tímaritsins. Auk Time heyra tímaritin Sports Illutrated, Fortune og People til útgáfunnar.

Verulegar breytingar á siglingakerfi Eimskips

Eimskip hefur tilkynnt um verulegar breytingar á siglingakerfi félagsins. Þær helstu eru að teknar verða upp vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu

Hörð átök um stjórnarskrármálið

Hörð átök hafa átt sér stað í umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið á Alþingi í dag, en nú fer lokatilraun þeirra sem vilja að frumvarpið verði afgreitt í heild sinni fram á þingi, en stefnt er að því að ljúka annarri umræðu nú síðdegis. Þór Saari hefur lagt fram vantrauststillögu vegna nýrrar tillögu stjórnarmeirihlutans um að klára ekki heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar nú.

Sjá næstu 50 fréttir