Viðskipti innlent

Kópavogur gengur frá samningi við Dexia bankann

Kópavogsbær hefur staðfest að gengið hafi verið frá samkomulagi við Dexia bankann um framlengingu á skuld að upphæð 10 milljónir evra eða rúmlega 1,6 milljarða kr.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir: „Í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti og með vísan í tilkynningu frá 8. febrúar sl. um endurfjármögnun á eingreiðsluláni frá Dexia Crédit Local að fjárhæð 35 milljónir evra er það staðfest að bærinn hefur náð samkomulagi við lánveitanda um framlengingu á 10 milljónum evra til að dreifa kaupum á gjaldeyri fram á haustið 2013. Eftirstöðvarnar verða greiddar með tveimur jöfnum afborgunum þann 30. ágúst 2013 og 30. september 2013.

Einnig hefur bærinn gert samkomulag við innlendan banka um aðgang að skammtíma lánalínu fyrir allt að 10 milljónir evra einnig í þeim tilgangi að draga úr þörf á gjaldeyriskaupum nú á vormánuðum. Verði þessi lánalína notuð, þá verður hún uppgreidd fyrir haustið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×