Viðskipti innlent

Ekkert lát á fjölgun ferðamanna í ár

Ekkert lát virðist ætla að verða á fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi.

Eru brottfarir erlendra ferðamanna nú komnar upp í um 73.300 á fyrstu tveimur mánuðum ársins, samanborið við 54.100 á sama tímabili í fyrra. Jafngildir þetta aukningu upp á tæp 36%.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að því sé óhætt að segja miðað við þessa framvindu að ferðamannaárið í ár fari af stað með miklum látum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×