Viðskipti innlent

WOW flýgur til Parísar allt árið

WOW air hefur ákveðið að auka við flug félagsins til Parísar og mun fljúga þangað allt árið um kring. Flogið verður sex sinnum í viku næsta sumar, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Fyrsta flug sumarsins til Parísar verður 8. júní, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

WOW air fór í jómfrúarflug sitt til Parísar 31. maí 2012 og flaug þangað tvisvar sinnum í viku síðastliðið sumarið. Er þetta því mikil fjölgun á flugi til borgarinnar.

WOW air flýgur næsta sumar til 14 áfangastaða í Evrópu; London, Kaupmannahafnar, Parísar, Amsterdam, Barcelona, Mílanó, Zurich, Stuttgart, Dusseldorf , Berlínar, Lyon, Alicante, Vilníus og Varsjár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×