Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair í millilandaflugi fjölgaði um 12%

Í febrúar flutti Icelandair um 104 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 12% fleiri en í febrúar á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru um 23 þúsund í febrúar sem er fækkun um 11% á milli ára. Fraktflutningar drógust saman 1% frá því á síðasta ári.

Seldum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 21% miðað við febrúar á síðasta ári. Herbergjanýting var 70,1% samanborið við febrúar í fyrra er hún nam 69,8%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×