Viðskipti innlent

Tíu hugmyndir keppa um Gulleggið

Nú er orðið ljóst hvaða tíu hugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit. Hátt í 330 hugmyndir hófu keppni í janúar sem er mesti fjöldi hugmynda frá upphafi.

Þessar tíu viðskiptahugmyndir eru niðurstaða einkunnargjafar rýnihóps sem var skipaður um það bil 90 sérfræðingum með margvíslegan bakgrunn úr atvinnulífinu og háskólaumhverfinu.

Úrslitin fara fram laugardaginn 9. mars. Sigurvegari keppninnar hlýtur verðlaunabikarinn Gulleggið 2013 og 1.000.000 krónur í peningum.

Hér fyrir neðan má sjá stutta lýsingu á viðskiptahugmyndunum tíu:

Betri svefn

Svefnmeðferð í gegnum internetið.

geoSilica

Vöruþróun og markaðssetning á hágæða fæðubótarefni unnið úr jarðhitakísli úr affallsvatni jarðvarmavirkjanna.

Intraz

Sjálfvirk greining á ferli neytenda og kauphegðun þeirra til markvissrar veltuaukandi hagræðingar í smásöluverslun.

Heyr Heyr

Veröld Stirnis gengur út á að kenna börnum að veita hugmyndum sínum athygli á meðan þau skemmta sér í ævintýralegri afþreyingarveröld.

Murk Games

Parallel Pursuit er fyrsti íslenski eSports leikurinn ætlaður fyrir erlendan markað.

SarDrones

Þróun á ómönnuðum leitarloftförum og hugbúnaði til aðstoðar við leit og björgun.

Sigurást

Sérhannaður fatnaður fyrir fyrirbura sem dvelja á nýburagjörgæslum.

Silverberg

Skrásetning og niðurstöður afreka þinna í líkamsrækt, aðgengilegt allsstaðar án fyrirhafnar.

Sport Hero

Í Sport Hero upplifa börn sig sem sínar eigin íþróttahetjur og um leið eignast ógleymanlegar minningar um íþróttaferil sinn.

Verkvaki

Verkvaki er hugbúnaður sem á nýstárlegan hátt nýtir nýjustu tækni við verkumsjón og tímaskráningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×