Viðskipti innlent

Brandenburg með bestu mörkunina

Starfsmenn Brandenburg. Jón Ari er annar frá hægri.
Starfsmenn Brandenburg. Jón Ari er annar frá hægri.
Auglýsingastofan Brandenburg hlaut verðlaun fyrir bestu mörkunina á verðlaunahátið FÍT – félags íslenskra teiknara í kvöld. Verðlaunin fékk stofan fyrir heildarútlit sitt, en auk verðlauna fyrir bestu mörkun vann Brandenburg aðalverðlaun fyrir merki stofunnar og í flokknum bókakápur fyrir bókina „Stuð vors lands" sem Hrafn Gunnarsson hannaði fyrir Sögur útgáfu.

„Það er náttúrlega mikil og góð viðurkenning að fá verðlaun fyrir okkar eigið útlit, enda gríðarlega kröfuharður kúnni þar á ferðinni," segir Jón Ari Helgason, hönnuður á Brandenburg, í tilkynningu sem send var Vísi vegna verðlaunanna. „Við höfum í gegnum tíðina verið með í að byggja upp mörg af þekktustu vörumerkjum á Íslandi og teljum okkur hafa mikla reynslu af mörkun eða „branding" eins það er kallað á bransamáli. Nafn stofunnar vísar einmitt í þetta, enda má segja að okkar hlutverk sé að hlúa að vörumerkjum og kveikja tilfinningar þannig að neytendur hafi áhuga á að tengjast þeim."

Brandenburg fékk einnig viðurkenningu fyrir merki flugfélagsins WOW air en stofan kom með nafn félagsins og vann heildarútlit þess, ásamt því að þróa vörumerkjastefnuna ásamt stjórnendum WOW air. „Það er ekki auðvelt að koma inn á markaðinn með enn eitt flugfélagið og þess vegna skiptir miklu máli að geta aðgreint sig með skýrri markaðsstefnu og öðruvísi nálgun," segir Jón Ari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×