Viðskipti innlent

Hagnaður Faxaflóahafna jókst um 119 milljónir milli ára

Rekstrarhagnaður Faxaflóahafna á síðasta ári nam rúmlega 367 milljónum kr. Þetta er tæplega 119 milljónum kr. betri niðurstaða en árið áður.

Þetta kemur fram í ársreikningi hafnanna sem samþykktur hefur verið í stjórn fyrirtækisins. Fram kemur að rekstrartekjur voru um 2,7 milljarðar kr. sem er 11,4% hækkun frá fyrra ári. Rekstargjöld voru um 2,2 milljarðar k. og hækkuðu um rúm 6% milli ára.

Í reikningnum kemur m.a. fram að langtímaskuldir Faxaflóahafna s voru tæplega 1,7 milljarðar kr. í árslok og lækka um 186,7 milljónir kr. frá fyrra ári. Meginskýring þess er að á árinu greiddu Faxaflóahafnir upp lán hjá Íslandsbanka upp á 175 milljónir kr. og að auki voru greiddar upp lífeyrisskuldbindingar við Lífeyrissjóð Akraness upp á rúmar 75 milljónir kr.

Þá var gengið frá endurskoðun og lækkun vaxta á láni hjá Landsbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×