Viðskipti innlent

Fasteignaveltan í borginni jókst um 32% milli ára í febrúar

Þinglýst var 431 kaupsamningi um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar s.l.

Heildarvelta nam 13,9 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 32,3 milljónir króna. Þegar febrúar er borinn saman við febrúar í fyrra fjölgar kaupsamningum um 21,8% og velta eykst um 32,2%, að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Viðskipti með eignir í fjölbýli í febrúar s.l. námu 8,8 milljörðum kr., viðskipti með eignir í sérbýli 3,1 milljarði kr. og viðskipti með aðrar eignir 2,1 milljarði króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×