Fleiri fréttir

Hagnaður Haga nam 2 milljörðum króna

Hagnaður Haga, eftir skatta, á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins 2012-2013 nam 2 milljörðum króna eða 3,9% af veltu fyrirtækisins. Hagnaður tímabilsins fyrir skatta nam 2.612 milljónum króna, samanborið við 1.867 milljónum króna árið áður. Árshlutareikningur var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 18. janúar 2013.

Ekki tókst að selja hlutaféið í Bláfugli

Ekki tókst að selja hlutafé flugfélagsins Bláfugl þar sem hæstbjóðenda tókst ekki að ljúka við fjármögnun sinni á kaupunum. Bláfugl er þó enn til sölu.

Byggingarkostnaður hækkaði um 0,2%

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan janúar er 116,0 stig sem er hækkun um 0,2% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni hækkaði um 0,3% og verð á innlendu efni hækkaði um 0,3%, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar.

„Orkuþjóðin“ ætlar að stórauka raforkusölu til Evrópu

Norðmenn telja að sala á raforku um sæstrengi til Evrópu geti orðið afar ábatasamur atvinnuvegur fyrir Noreg á næstu árum, og ætla sér að stórauka raforkuvinnslu og sölu. Jens Stoltenberg tilkynnti um þetta í ávarpi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í Noregi, NHO, þar sem hann flutti erindi auk olíumálaráðherrans, Ole Borten Moe.

Iceland á Íslandi innkallar hamborgara frá Bretlandi

Verslanir Iceland hér á landi hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað frosna hamborgara frá Iceland verslunarkeðjunni í Bretlandi, sem hafa verið í sölu í verslunum félagsins.

Virkni, vellíðan og bætt heilsa

"Ég vil prófa vörurnar mínar vel og vandlega áður en ég set þær á markað og gef mér góðan tíma í ferlið,“ segir Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, stendur að baki framleiðslu undir merkjum Villimeyjar. Nú er ný vara komin á markað frá Villimey en það er eplaedik með mismunandi virkni.

Hagvöxtur í Kína minnkaði töluvert í fyrra

Töluvert dró úr hagvexti í Kína, næststærsta hagkerfi heimsins, á síðasta ári miðað við fyrra ár. Hagvöxturinn mældist 7,8% í fyrra en hann nam 9,3% árið 2011. Hefur hagvöxturinn ekki verið minni síðan um aldamótin.

Bakslag komið í efnahagsbatann á Íslandi

Greining Arion banka segir að nú hrannist upp vísbendingar þess efnis að hægja sé á efnahagsbatanum á Íslandi. Tölur um minnkandi einkaneyslu bendi til samdráttar í hagvextinum.

Sérfræðingar í virðisaukandi vefnotkun

"Við hjálpum fyrirtækjum að móta stefnu sína og búa til áætlanir fyrir hvert tímabil sem ná gjarnan yfir eitt eða tvö ár,“ segir Jón Trausti Snorrason hjá Allra Átta, sem leiðir viðskiptavini sína að fengsælum miðum netsins.

TM Software með tilboð í tilefni nýrrar útgáfu WebMaster

Vefumsjónarkerfið WebMaster hefur verið á markaðnum í 15 ár eða frá því að vefsvæði fóru að líta dagsins ljós og urðu mikilvægur þjónustuþáttur fyrirtækja. Í tilefni af útgáfunni býður TM Software upp á tilboð við vefráðgjöf fyrir fyrirtæki út janúarmánuð.

Persónuleg þjónusta og traust

Upplýsingatæknifyrirtækið Nethönnun er fjórði stærsti hýsingaraðili á Íslandi og var fyrst til þess að bjóða tölvuský-þjónustu. Nethönnun leggur áherslu á persónuleg samskipti og hafa viðskiptavinir beinan aðgang að tæknimönnum og öðrum tengiliðum.

Opinn hugbúnaður er framtíðin

"Við vorum fljótir að sjá að framtíðin væri í opnum hugbúnaði og það yrði til lengri tíma litið ómögulegt að vera í samkeppni við opinn hugbúnað með sitt eigið vefumsjónarkerfi,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, framkvæmdastjóri AP Media. AP Media er framsækið tækniþjónustu- og ráðgjafafyrirtæki sem einbeitir sér að opnum hugbúnaðarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Lyfting án skurðaðgerðar

"Mér finnst að ungar konur ættu að huga að því fyrr hvernig þær ætla að meðhöndla húð sína. Betra er að fyrirbyggja hrukkur en að reyna að losna við þær þegar þær hafa myndast,“ segir Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri flugfélagsins SAS, og undirstrikar að mikilvægt sé að láta fagfólk um húðumhirðuna.

Fitbook kemur þér af stað

"Hugmyndin kviknaði þegar ég lagði stund á næringarfræði í ÍAK-einkaþjálfaranámi mínu og komst að raun um að Íslendinga skorti haldgóða lausn til að halda utan um mataræði sitt,“ segir fjármálafræðingurinn Dagur Eyjólfsson sem ásamt Eddu Dögg Ingibergsdóttur opnaði matardagbókina Fitbook.com í ársbyrjun 2011.

Hverjir sköruðu fram úr á vefnum árið 2012?

Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri. Fram til 24. janúar verður opið fyrir tilnefningar almennings til Nexpo-vefverðlaunanna á slóðinni visir.is/nexpo. Allir áhugamenn um netið á Íslandi eru hvattir til að láta í sér heyra en tilnefningarnar eru öllum opnar.

Nýr dómur Hæstaréttar hefur áhrif á 1000 lánasamninga

Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að lánasamningur sem fyrirtækið Umbúðamiðlun ehf. gerði við Íslandsbanka hefði verið í íslenskum krónum og bundinn við gengi erlendra mynta með ólögmætum hætti.

Nú er hægt að hringja í gegnum Facebook

Stjórnendur Facebook staðfestu í dag að notendur samskiptasíðunnar í Bandaríkjunum geti brátt hringt í tengiliði sína í gegnum snjallsíma, sér að kostnaðarlausu.

Selur 51% í Iceland

Jóhannes Jónsson hefur selt 51 prósent hlut sinn í fyrirtækinu Ísland-Verslun hf. sem á og rekur matvöruverslanir Iceland hér á landi. Kaupandinn er félag í eigu Árna Péturs Jónssonar en annað félag í hans eigu á hundrað prósent hlut í 10-11.

Íslandsbanki sagði innistæðu fyrir hækkunum en seldi sjálfur

Sérfræðingar Íslandsbanka sögðu á lokuðum kynningafundi markaðssviðs bankans í síðustu viku, að innistæða væri fyrir hækkun hlutabréfa í íslensku kauphöllinni á næstu misserum, og þá m.a. Icelandair Group. Einnig voru nefnd félögin Hagar og Eimskipafélag Íslands. Bankinn seldi í gær bréf í Icelandair fyrir tæplega milljarð, en fjármálastjórinn, Jón Guðni Ómarsson, segir að ekki hafi verið um hagsmunaárekstra að ræða.

Fann risavaxinn gullmola að verðmæti 40 milljónir

Ástralskur maður sem hefur gullgröft sem áhugamál datt heldur betur í lukkupottinn í gærdag. Hann fann gullmola sem var 5,5 kíló að þyngd en verðmæti hans nemur yfir 40 milljónum króna.

Verðmæti kjölfestuhlutar í Högum hefur hækkað um sex milljarða

Ríflega sex hundruð milljóna króna viðskipti hafa verið með bréf í Högum í morgun. Þar af voru 24 milljónir bréfa seld á genginu 24,98. Þegar Hagar fóru á markað var útboðsgengið 11 - 13,5 á hlut en áður hafði kjölfestuhlutur verði seldur á genginu 10. Það er því ljóst að verðmæti félagsins hefur næstum tvöfaldast í verði frá því að það var sett á markað.

Forstjóri Rio Tinto hættir

Forstjóri Rio Tinto, Tom Albanese, hefur sagt upp störfum, en ástæðan er sögð vera gríðarlega mikið tap á fjárfestingum Rio Tinto í kola- og áliðnaði í Mósambik, ásamt tapi af yfirtöku á Alcan. Rio Tinto rekur m.a. álverið í Straumsvík undir merkjum Rio Tinto Alcan.

Hætta á bólumyndun á hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfavísitölunnar mun hækka um 14 prósent á árinu 2013, fjögur ný félög verða skráð á markað og töluverð hætta er á verðbólu á hlutabréfamarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður í spá greiningardeildar Íslandsbanka sem kynnt var í síðustu viku. Strax í kjölfar kynningarinnar jukust viðskipti á hlutabréfamarkaði umtalsvert.

Davíð Oddsson segir auðlegðarskattinn brjóta gegn stjórnarskrá

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, segir að auðlegðarskatturinn sé eignarupptökuskattur og stangist því á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þetta sagði Davíð í samtali við Björn Bjarnason á ÍNN í kvöld. "Það var lagður á sértakur auðlegðarskattur. Sá skattur er eignarupptökuskattur því menn verða að losa um eignir til þess geta staðið skil á honum,“ sagði Davíð

Seldu í Icelandair fyrir milljarð

Íslandsbanki seldi í dag 100 milljón hluti í Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands. Miðað við gengi bréfa við lokun markaðarins í dag er markaðsvirði hlutarins sem seldur var um 980 milljónir króna. Eftir söluna er heildareignarhlutur Íslandsbanka í Icelandair Group um 7,46%.

Veiking krónunnar þrátt fyrir höft „alvarleg“

Miklir hagsmunir eru undir ef krónan heldur áfram að veikjast, eins og hún hefur gert að undanförnu. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir afar óheppilegt að búa við þann óstöðugleika sem einkennir gjaldeyrismarkað hér, þrátt fyrir höft, en Orkuveitan er eitt þeirra fyrirtækja sem á mikið undir því að krónan veikist ekki.

Hlutabréfin hækka og hækka í kauphöllinni

Miklar hækkanir einkenndu viðskipti með hlutabréf í Nasdaq OMX kauphöll Íslands í dag, enn einu sinni á þessu ári. Mest var hækkunin á gengi hlutabréfa Icelandair Group en gengi bréfa félagsins hækkaði um 2,74 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,75 og hefur ekki verið hærra frá því félagið var endurskráð á markað, á genginu 2,5 árið 2010.

Íbúðalánasjóður á 2200 fasteignir

Íbúðalánasjóður átti 2.228 fasteignir um land allt um áramótin og hefur þeim fjölgað um 35 frá því í lok nóvember. Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarrekstri eða annarra lögaðila eða samtals 1.145 eignir.

Ferðamannamet í desember, 2012 stærsta ferðamannaárið

Árið 2012 var langstærsta ferðamannaár í sögu landsins, en á árinu í heild fóru 649.900 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð. Jafngildir þetta aukningu upp á 20% á milli ára, eða sem nemur 106.100 erlendum ferðamönnum.

Stöðutaka kostar sjóði tugi milljarða

Lífeyrissjóðirnir hafa samið um uppgjör á gjaldmiðlasamningum sem þeir gerðu við Kaupþing, Glitni og Landsbanka. Viðræður hafa staðið í á fjórða ár. Tapstaðan er yfir 70 milljarðar en tæpur helmingur upphæðarinnar nýtist til skuldajöfnunar.

Jólaverslunin líflegri en 2011

Jólaverslunin var nokkru meiri fyrir nýliðin jól en árið 2011. Þannig vörðu heimili landsins um 6% meira til matarinnkaupa í desember síðastliðnum en í sama mánuði árið áður. Leiðrétt fyrir áhrifum verðbólgu var aukningin 1,1%.

Verulegur samdráttur í útlánum ÍLS í fyrra

Verulegur samdráttur var í útlánum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á síðasta ári miðað við árið á undan. Heildarfjárhæð almennra lána í fyrra nam tæpum 13 milljörðum króna en var 21,5 milljarðar króna á árinu 2011. Þetta er samdráttur upp á rúm 40% milli ára.

Sjá næstu 50 fréttir