Opinn hugbúnaður er framtíðin 18. janúar 2013 06:00 Starfsfólk AP Media. Hermann Finnbjörnsson framkvæmdastjóri, Illugi Torfason Hjaltalín sölustjóri, Þórey Hafliðadóttir margmiðlunarhönnuður, Hjalti Freyr Kristinsson kerfisfræðingur og Sigurður Guðmundsson þjónustufulltrúi. "Þegar við fórum af stað með vefsíðuhönnun 2004 vorum við með hugmyndir um að þróa okkar eigið vefumsjónarkerfi en við skiptum fljótlega um skoðun þegar við fórum að horfa í kringum okkur. Við vorum fljótir að sjá að framtíðin væri í opnum hugbúnaði og það yrði til lengri tíma litið ómögulegt að vera í samkeppni við opinn hugbúnað með sitt eigið vefumsjónarkerfi,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, framkvæmdastjóri AP Media. En af hverju opinn hugbúnaður? "Kostir þess að nota opinn hugbúnað eru ótal margir fyrir bæði þjónustuaðila og viðskiptavini. Til dæmis er kostnaður lægri þar sem hugbúnaðurinn er frír og það eru engin leyfisgjöld af honum. Þá eru aukin gæði, öryggi og stöðug þróun þar sem oftast eru hundruð ef ekki þúsundir þróunaraðilar sem vinna að þessum kerfum, auðvelt er að fá tækniaðstoð þar sem ótal þróunar- og viðskiptaaðilar geta þjónustað þessi kerfi sem gerir það að verkum að viðskiptavinir festast ekki hjá einum þjónustuaðila. Það er þó engu að síður gott fyrir okkur sem vinnum í og þjónustum þessi kerfi þar sem þetta setur jákvætt aðhald á okkur að halda uppi góðri þjónustu við okkar viðskiptavini,“ segir Hermann. Hvaða kerfi vinnur AP Media með? "AP Media hefur sérhæft sig í þróun og þjónustu við tvö stærstu vefumsjónarkerfin á markaðnum sem eru Joomla og Wordpress. Standa þessi tvö kerfi fyrir 60 prósentum af útbreiðslu af þekktum og mældum vefumsjónarkerfum á alheimsmælikvarða. Vegna þessarar gríðarlegu útbreiðslu er til alveg óheyrilegt magn af alls konar viðbótum við þessi kerfi sem eru fríar eða ódýrar í innkaupum og er þannig hægt að bæta ýmsu við þessi stóru grunnkerfi á einfaldan hátt án mikils tilkostnaðar, eins og vefverslun, bókunarkerfi, samfélagskerfi, fréttabréfakerfi svo nokkuð sé nefnt,“ upplýsir Hermann. Hvað með farsíma og spjaldtölvur? "Á þessu sviði kemur það sér gríðarlega vel að vera með vefinn í Joomla eða Wordpress þar sem það eru til mjög öflugar fríar lausnir sem gera okkur kleift á einfaldan hátt að aðlaga vefinn fyrir bæði farsíma og spjaldtölvur af ýmsum stærðum og gerðum. Þá er hægt að velja hvaða efni sem er af aðalvef fyrirtækisins til að birta í þessum tækjum sem er öflugur kostur þar sem þessi tæki eru oft í minni kantinum og koma stórir vefir illa út í þeim. Þetta er ótrúlega öflugur og skilvirkur kostur þar sem það þarf þá bara að viðhalda einum fyrirtækjavef fyrir öll tæki viðskiptavina,“ segir Hermann að lokum. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
"Þegar við fórum af stað með vefsíðuhönnun 2004 vorum við með hugmyndir um að þróa okkar eigið vefumsjónarkerfi en við skiptum fljótlega um skoðun þegar við fórum að horfa í kringum okkur. Við vorum fljótir að sjá að framtíðin væri í opnum hugbúnaði og það yrði til lengri tíma litið ómögulegt að vera í samkeppni við opinn hugbúnað með sitt eigið vefumsjónarkerfi,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, framkvæmdastjóri AP Media. En af hverju opinn hugbúnaður? "Kostir þess að nota opinn hugbúnað eru ótal margir fyrir bæði þjónustuaðila og viðskiptavini. Til dæmis er kostnaður lægri þar sem hugbúnaðurinn er frír og það eru engin leyfisgjöld af honum. Þá eru aukin gæði, öryggi og stöðug þróun þar sem oftast eru hundruð ef ekki þúsundir þróunaraðilar sem vinna að þessum kerfum, auðvelt er að fá tækniaðstoð þar sem ótal þróunar- og viðskiptaaðilar geta þjónustað þessi kerfi sem gerir það að verkum að viðskiptavinir festast ekki hjá einum þjónustuaðila. Það er þó engu að síður gott fyrir okkur sem vinnum í og þjónustum þessi kerfi þar sem þetta setur jákvætt aðhald á okkur að halda uppi góðri þjónustu við okkar viðskiptavini,“ segir Hermann. Hvaða kerfi vinnur AP Media með? "AP Media hefur sérhæft sig í þróun og þjónustu við tvö stærstu vefumsjónarkerfin á markaðnum sem eru Joomla og Wordpress. Standa þessi tvö kerfi fyrir 60 prósentum af útbreiðslu af þekktum og mældum vefumsjónarkerfum á alheimsmælikvarða. Vegna þessarar gríðarlegu útbreiðslu er til alveg óheyrilegt magn af alls konar viðbótum við þessi kerfi sem eru fríar eða ódýrar í innkaupum og er þannig hægt að bæta ýmsu við þessi stóru grunnkerfi á einfaldan hátt án mikils tilkostnaðar, eins og vefverslun, bókunarkerfi, samfélagskerfi, fréttabréfakerfi svo nokkuð sé nefnt,“ upplýsir Hermann. Hvað með farsíma og spjaldtölvur? "Á þessu sviði kemur það sér gríðarlega vel að vera með vefinn í Joomla eða Wordpress þar sem það eru til mjög öflugar fríar lausnir sem gera okkur kleift á einfaldan hátt að aðlaga vefinn fyrir bæði farsíma og spjaldtölvur af ýmsum stærðum og gerðum. Þá er hægt að velja hvaða efni sem er af aðalvef fyrirtækisins til að birta í þessum tækjum sem er öflugur kostur þar sem þessi tæki eru oft í minni kantinum og koma stórir vefir illa út í þeim. Þetta er ótrúlega öflugur og skilvirkur kostur þar sem það þarf þá bara að viðhalda einum fyrirtækjavef fyrir öll tæki viðskiptavina,“ segir Hermann að lokum.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira