Fleiri fréttir

Atvinnuleysið var 5,7%

Atvinnuleysi í desember var 5,7%, samkvæmt tölum á vef Vinnumálastofnunar. Að meðaltali voru 8.958 atvinnulausir og fjölgaði atvinnulausum um 396 að meðaltali frá nóvember eða um 0,3 prósentustig. Að meðaltali var skráð atvinnuleysi á nýliðnu ári 5,8%.

Fréttaskýring: Ríflega 443 milljóna tap af fjölmiðlarekstri

Rekstur helstu fjölmiðlafyrirtækja landsins gekk upp og ofan á árinu 2011, samkvæmt ársreikningum sem skilað hefur verið til Ársreikningaskrár. Rekstrartölur fjölmiðlafyrirtækja fyrir árið í fyrra liggja ekki fyrir, nema hjá RÚV, þar sem birtar hafa verið rekstrartölur fyrir rekstrarárið 1. september 2011 til 31. ágúst 2012. Síðasta fyrirtækið til þess að skila inn ársreikningi fyrir árið 2011 var Vefpressan sem skilaði ársreikningi fyrir það ár til Ársreikningaskrár 7. janúar sl.

Upp og niður það sem af er degi

Gengi hlutabréfa hlutabréfa í Nasdaq OMX kauphöll Íslands hefur ýmist lækkað eða hækkað í dag. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa Marels, eða um 1,32 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 154.

Borgar sig ekki að kaupa ýsukvóta

Leiguverð á ýsukvóta er komið upp í 315 krónur kílóið, sem er lang hæsta leiguverð á nokkurri fisktegund til þessa og langt yfir því sem fæst fyrir ýsuna á fiskmarkaði.

Vodafone semur við Farice til þriggja ára

Fjarskipti hf, það er Vodafone, hefur gert nýjan þriggja ára samning við Farice ehf um fjarskiptasamband við útlönd. Farice sagði upp eldri samningi 29.júní í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Ætla að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum

Unnið er með markvissum hætti að eflingu fjármálalæsis í grunn– og framhaldsskólum, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Samtökum fjármálafyrirtækja, en í gær undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Höskuldur Ólafsson ,formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, samning um átak og aðgerðir til að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum.

JP Morgan þarf bæta eftirlitið eftir tap „London hvalsins“

Einn stærsti banki heimsins, JP Morgan Chase, þarf að styrkja hjá sér eftirlitið eftir mikið tap á viðskiptum með afleiður. Heildartapið er um 6,2 milljarða dala, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC, eða sem nemur ríflega 800 milljörðum króna.

Hætt við milljarðakröfur á Stoðir

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að endurákvarða ekki skatta á Stoðir, áður FL Group, vegna vangreiðslna á tekjuskatti. Endurálagningin hefði getað hlaupið á milljörðum króna. Virðisaukaskattsskuld félagsins við ríkið er fyrir dómstólum en öðrum öngum málsi

Komu í veg fyrir langvarandi deilur fyrir dómstólum

Slitastjórn Kaupþings og sautján íslenskir lífeyrissjóðir hafa náð samkomulagi um uppgjör á afleiðusamningum. Slitastjórn Kaupþings segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi fyrir báða aðila þar sem það eyði óvissu um eignir og skuldir aðila sem að öðrum kosti hefði þurft að útkljá með langvarandi málarekstri fyrir dómstólum.

Greining Arion spáir Lincoln sigri

Greiningardeild Arion banka spáir Lincoln Óskarsverðlaununum í ár. Þetta er niðurstaða sem bankinn fær eftir að hafa notað sérstaka gerð af reiknilíkani við spá sína. Sú aðferð sem Arion banki beitir byggir á líkani hagfræðingsins Andrew Bernard.

Fimmföld velta á hlutabréfamarkaði.

Velta á hlutabréfamarkaði núna í ársbyrjun er fimmföld miðað við meðalveltu á dag allt árið í fyrra. Þá hefur töluverð hækkun orðið á úrvalsvísitölunni. Greining Íslandsbanka gerir hlutabréfahækkunina að umfjöllunarefni í Morgunkorni sínu.

Vefur Vífilfells kominn í lag á ný

Brotist var í nótt inn í tölvukerfi þjónustufyrirtækis, sem m.a. hýsir vef Vífilfells hf. Um var að ræða svokallaða tölvuhakkara, sem skildu eftir sig stutt skilaboð á tyrknesku á vefsíðu Vífilfells hf.

Ísland fær búbót upp á 750 milljónir í Barentshafi

Þorskkvóti Íslands í Barentshafi mun aukast um 3.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við fyrra ár. Miðað við algengt kílóverð á þorski, eða um 250 krónur á kíló, á fiskmörkuðum í dag er verðmæti þessa aukna kvóta rúmlega milljarður króna.

Kaupþingsrannsókn kostaði 270 milljónir

Breska efnahagsbrotadeildin, Serious Fraud Office (SFO), eyddi 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á falli Kaupþings. Breska dagblaðið The Times fór fram á upplýsingar um kostnaðinn á grundvelli upplýsingalaga og birti svörin fyrir helgi. Rannsókninni var hætt í fyrra eftir að SFO viðurkenndi röð mistaka við framkvæmd hennar og bað meðal annars einn hinna grunuðu afsökunar á framferði sínu við rannsóknina, sem var ein sú umsvifamesta sem stofnunin hafði ráðist í.

Sölumet hjá Volkswagen á síðasta ári

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen setti sölumet á síðasta ári, seldi rétt rúmlega 9 milljónir bíla. Þetta er mesta salan á einu áru í 75 ára sögu Volkswagen.

Áfram hækkanir á hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa flestra íslenskra hlutafélaga sem skráð eru á markað í kauphöllinni hækkaði í dag. Mesta hækkunin var á gengi bréfa Marels, eða um 2,01 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 152. Þá hækkaði gengi bréfa Össurar um 1,49 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 205.

Ævintýralegur vöxtur snjallasímamarkaðar

Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, munu ekki allir endurnýja þá hratt.

20 milljóna króna fjárfesting Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson segir að fjárfestingin í Muddy Boots nemi innan við 20 milljónum íslenskra króna, en ekki hundruðum milljóna eins og fram kom á vef Telegraph. Greint var frá því í morgun að hann hafi fjárfest í kjötiðnaðarfyrirtæki sem aðallega starfar við framleiðslu á hamborgurum.

Netheimar harmi slegnir

Netheimar eru harmi slegnir yfir andláti hins 26 ára gamla Aaron Swartz en hann svipti sig lífi í íbúð sinni í New York á föstudaginn.

Alls óvíst hvenær nauðasamningar verða samþykktir

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekkert vita hvenær hægt verði að samþykkja nauðasamninga slitastjórna Glitnis og Arion banka við kröfuhafa. Málið er flókið enda gæti það þýtt gríðarlegan flutning á gjaldeyri úr landi og haft mikil áhrif á gengi krónunnar og þar af leiðandi íslenskt efnahagslíf. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í vikunni að ólíklegt væri að þeir yrðu samþykktir fyrir kosningar. "Það bara veit ég ekkert um. Það getur gerst hratt og það getur gerst hægt. Það fer eftir því hvernig gengur í samtölum milli aðila,“ sagði Már þegar Vísir náði tali af honum í gær og spurði hvenær hann sæi fyrir sér að nauðasamningar yrðu samþykktir.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð í morgun. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 110,5 dollara og hefur lækkað um 1,3% frá því í gærdag. Bandaríska léttolían hefur lækkað nokkuð minna eða um 0,3% og stendur í tæpum 94 dollurum.

Seðlabankinn fylgist með hvort bankarnir hafi óeðlileg áhrif á krónuna

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn fylgist mjög vel með því hvort þær skyldur sem viðskiptabankarnir beri á gjaldeyrismarkaði stangist á við aðra hagsmuni þeirra. Gengi íslensku krónunnar tók mikla dýfu dagana fyrir áramót og á síðasta viðskiptadegi ársins var gengi krónunnar lægra en það hafði áður verið á árinu. Bæði Viðskiptablaðið og Greiningardeild Arion banka fjölluðu ítarlega um það að Landsbankinn hefði hagnast á veikingunni vegna breytinga sem gerðar höfðu verið að skuldabréfi milli Landsbankans og þrotabú gamla Landsbankans.

Líkamsræktarstöð með sérstöðu

"Við erum langt frá því að vera hætt og erum glöð að geta sagt frá því að um næstu mánaðamót munum við endurnýja tækin í tækjasalnum. Þá verða tekin í notkun glæsileg ný CYBEX-tæki, líklega þau bestu sem eru á boðstólum hér á landi,“ segir Bjargey Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri íþróttasviðs Nordica Spa.

Reginn hækkar um ríflega fjögur prósent

Fasteignafélagið Reginn hefur hækkað um 4,05 prósent í dag, og er gengi bréfa félagsins nú 12,38. Gengi bréfa félagsins við skráningu á sumarmánuðum 2012 var 8,2.

Fjölskyldu- og barnvæn líkamsræktarstöð á Seltjarnarnesi

Fjölbreyttir tímar eru í boði fyrir alla fjölskylduna í líkamsræktarstöðinni Hreyfilandi á Seltjarnarnesi. Mikil áhersla er lögð á fjölskylduvænt og barnvænt umhverfi. Margir tímar innihalda bæði þátttöku barna og fullorðinna.

Telur auðlegðarskattinn fara gegn stjórnarskrá

Garðar Valdimarsson hrl. segir auðlegðarskattinn, sem lagður er á hreina eign einstaklinga yfir 75 milljónum og hjóna yfir 100 milljónum, fara gegn stjórnarskrá, einkum ákvæðum um eignarrétt. Hann telur Hæstarétt hafa gefið leiðgsögn í þessum efnum í dómsmáli árið 1958, þar sem deilt var um stóreignaskattinn svonefnda.

FME blæs á athugasemdir Stafa

Fjármálaeftirlitið (FME) gefur lítið fyrir þær athugasemdir sem lífeyrissjóðurinn Stafir hefur gert við úttekt eftirlitsins á starfsemi sjóðsins. Fjármálaeftirlitið segir m.a. að óvarlegt sé að fullyrða að engir fjármunir hafi tapast í tengslum við þau atriði sem eftirlitið gerði athugasemdir við.

Sjá næstu 50 fréttir