Fleiri fréttir Vöruskiptin hagstæð um 5 milljarða í desember Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember s.l. var útflutningur tæpir 45 milljarðar króna og innflutningur tæpir 40 milljarðar króna. Vöruskiptin í desember voru því hagstæð um 5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 7.1.2013 09:04 Spænsk stjórnvöld tæma varasjóð til kaupa á skuldabréfum Stjónvöld á Spáni hafa nýtt sér einn stærsta varasjóð landsins til kaupa á eigin ríkisskuldabréfum. Sjóð þessum er annars ætlað að tryggja lífeyrisgreiðslur til eldri borgara Spánar í framtíðinni. 7.1.2013 06:47 Skoskir sjómenn vilja viðskiptabann á Ísland og Færeyjar Skoskir sjómenn vilja að gripið verði til viðskiptabanns gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þessara þjóða. 7.1.2013 06:33 Icelandair kaupir tvær flugvélar 7.1.2013 06:00 Atvinnuleysið stendur í stað Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 7,8 prósent í desembermánuði og hefur atvinnuleysið haldist óbreytt frá því í september. Það þykir mikill sigur fyrir Barack Obama, forseta landsins, að atvinnuleysið sé ekki að aukast en um 12,2 milljónir manna eru án atvinnu. Eitt af baráttumálum Obama í forsetakosningunum í haust var að minnka atvinnuleysið. Til samanburðar er atvinnuleysi á Ísland 5,4 prósent en um mitt ár 2009 var atvinnuleysið hér landi um átta og hálft prósent. 6.1.2013 17:06 Olíuleitin í mótsögn við yfirlýsta stefnu stjórnarflokkana Formaður Græna netsins segir stjórnarflokkana fara óvarlega í útgáfu á leyfum fyrir olíuleita á Drekasvæðinu. Slík olíuleit og vinnsla er í mótsögn við yfirlýstar stefnur flokkanna. 6.1.2013 15:48 Ákæra gegn Jóni Ásgeiri og Lárusi Welding þingfest í fyrramálið Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrramálið. 6.1.2013 13:20 Tekur hálfan dag að reikna eitt gengistryggt lán Endurútreikningur gengistryggðra lána hefur tekið lengri tíma en bankarnir gerðu upphaflega ráð fyrir. Dæmi eru um að það hafi tekið starfsfólk hálfan daginn að reikna eitt lán. 5.1.2013 18:31 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5.1.2013 11:19 Fréttaskýring: Hætta á ferðum vegna skulda Landsbankans Seðlabanki Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann segir að hlé verði gert á reglulegum gjaldeyriskaupum bankans á gjaldeyrismarkaði. Frá septembermánuði árið 2010 hefur bankinn keypt vikulega gjaldeyri á markaði, fyrst hálfa milljón evra og frá júlí 2012 eina milljón evra, sem samsvarar um það bil hálfum milljarði króna í viku hverri. 5.1.2013 10:42 Verðmet: Túnfiskur seldur fyrir 233 milljónir Verðmet fyrir túnfisk var sett á uppboði í Japan í gærkvöld. Þar var 222 kílóa þungur bláuggatúnfiskur seldur fyrir um 233 milljónir króna eða rúmlega milljón krónur á kílóið. 5.1.2013 09:23 Mikil velta á gjaldeyrismarkaðinum þegar gengi krónunnar hrapaði Mikil velta var á gjaldeyrismarkaðinum í síðasta mánuði en þá veiktist gengi krónunnar verulega og hefur ekki verið veikara í tæp þrjú ár. 5.1.2013 09:16 66 fyrirtæki urðu gjaldþrota Alls voru 66 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í nóvembermánuði, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Þetta eru næstum helmingi færri gjaldþrot en í sama mánuði árið áður þegar þau urðu 115 talsins. 5.1.2013 08:00 32 prósenta fækkun gjaldþrota Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru 1.605 einkahlutafélög nýskráð en fjöldi gjaldþrota nam 977. Fram kemur á vef Hagstofu Íslands að frá fyrra ári hafi nýskráningum fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs fjölgað um tæplega þrjú prósent, en gjaldþrotum fækkað um rúmlega 32 prósent. 5.1.2013 08:00 App vikunnar Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. 5.1.2013 08:00 Landsbankinn seldi 25% í Bláa Lóninu án auglýsingar Eignarhlutur Landsbankans í Bláa Lóninu hf. var seldur án auglýsingar en SpKef sem rann inn í bankann, leysti til sín fjórðungshlut í fyrirtækinu eftir hrun. Félagið sjálft keypti þennan hlut til baka. Þá voru stofnendur Bláa Lónsins með ólögmæt gengislán og fengu hálfan milljarð leiðréttan vegna þeirra hjá Landsbankanum. 4.1.2013 18:45 Aðalmeðferð enn ekki hafin í prófmálunum Dregist hefur að þinglýsa prófmálum sem áttu að varpa ljósi á réttarstöðu þeirra sem eru með gengistryggð lán. 4.1.2013 18:23 Seðlabankinn gerir hlé á inngripum á gjaldeyrismarkaði Seðlabankinn telur að gengislækkun krónunnar á síðustu vikum ársins hafi verið óæskilega mikil, sérstaklega í ljósi þess að hún tengdist að verulegu leyti tímabundnum þáttum vegna áramótastöðu fjármálafyrirtækja. Auk þess hefur uppgreiðsla erlendra skulda einkaaðila veikt krónuna á undanförnum mánuðum. 4.1.2013 16:50 155 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í desember Um 155 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í desember og mælist atvinnuleysi í landinu nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í morgun, og New York Times vitnar til á vefsíðu sinni. 4.1.2013 15:09 Veiking krónunnar nýttist Landsbankanum Veiking krónunnar seinnihluta desembermánaðar er mikilvæg fyrir Landsbankann vegna uppgjörs Landsbankans á skuldabréfi milli gamla og nýja bankans. 4.1.2013 11:02 Veltan með fasteignir rúmir 13 milljarðar í borginni í desember Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í desember s.l. var 397. 4.1.2013 10:34 Olíuævintýrið formlega hafið Orkustofnun gefur út sín fyrstu tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu í dag. Það eru fyrirtækin Faroe Petroleum Norge AS, útibús á Íslandi og Íslensk Kolvetni ehf. og Petero sem hljóta leyfin annars vegar. Hins vegar er það Valiant Petroleum ehf., Kolvetnis ehf., og Petoro sem hlýtur leyfi. 4.1.2013 10:27 Vísitala framleiðsluverðs hækkar áfram Vísitala framleiðsluverðs í nóvember s.l. var 216,2 stig og hækkaði um 0,4% frá október. 4.1.2013 10:05 Icelandair kaupir tvær Boeing 757-200 vélar Vegna aukningar í millilandaflugi mun Icelandair vera með 18 vélar í rekstri sumarið 2013 samanborið við 16 vélar í fyrrasumar. Gengið hefur verið frá kaupum á tveimur Boeing 757-200 vélum sem munu bætast við flota félagsins á næstu mánuðum. 4.1.2013 09:22 Vöruskiptin hagstæð um 75,7 milljarða Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 75,7 milljarða fyrstu ellefu mánuði ársins í fyrra. Fluttar voru út vörur fyrir 581,3 milljarða króna en inn fyrir 505,7 milljarða króna. 4.1.2013 09:15 Heimsaflinn var tæpar 90 milljónir tonna Heimsafli var 89,5 milljónir tonna árið 2010 og dróst saman um eina milljón tonna frá árinu á undan, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa. 4.1.2013 09:12 Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar verulega Alls voru 66 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í nóvembermánuði s.l., flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Þetta er næstum helmingi færri gjaldþrot en í sama mánuði árið áður þegar þau urðu 115 talsins. 4.1.2013 09:07 Unnið að afnámi hafta á heimili og rekstrarfyrirtæki Þverpólitísk nefnd vinnur að leiðum til að afmarka gjaldeyrishöft. Vilji til að koma á frjálsum fjármagnsflutningum fyrir heimili og fyrirtæki sem fyrst. FrumUnnið er að leiðum til að losa heimili og rekstrarfyrirtæki undan gjaldeyrishöftum og láta þau fyrst og fremst hvíla á fjármálaviðskiptum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. varp sem gerir höftin ótímabundin lagt fram á næstunni. 4.1.2013 08:00 Áhyggjur af skuldastöðu ríkisins minnka Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur lækkað um 20% á síðustu þremur mánuðum. Raunar hefur álagið lækkað jafnt og þétt frá miðju síðasta ári, mælist nú 182 punktar en var 312 punktar í byrjun júní. 4.1.2013 08:00 Segjast vissir um viðsnúning á árinu 2013 Írland mun leggja höfuðáherslu á að vinna að efnahagslegum stöðugleika og gegn atvinnuleysi ungs fólks á meðan ríkið fer með formennsku í ráðherraráði ESB. Írar tóku við um áramót og leiða starfið út júnímánuð. 4.1.2013 08:00 Reikna með hóflegum hækkunum á íbúðaverði í ár Íbúðamarkaðurinn hélt áfram að braggast á síðasta ári en heldur hefur hægt á aukningu í veltu og verðhækkunum miðað við árið á undan. 4.1.2013 07:58 Warren Buffett fjárfestir í sólarorku Warren Buffett einn af auðugustu mönnum heimsins hefur ákveðið að byggja stærsta sólarsellugarð heimsins. 4.1.2013 07:04 Dagar elsta banka Sviss eru taldir Dagar Wegelin bankans, elsta banka Sviss, eru taldir en bankinn hættir starfsemi sinni um leið og hann hefur gengið frá greiðslu sektar upp á tæplega 60 milljónir dollara í Bandaríkjunum. 4.1.2013 06:47 Allar kortagreiðslur í Páfagarði stöðvaðar Seðlabanki Ítalíu hefur stöðvað allar greiðslur með kortum í Páfagarði. Því verða allir sem þar búa eða koma sem ferðamenn að greiða með reiðufé. 4.1.2013 06:35 Augljóst að fólk á erfitt með að ná endum saman Íbúar á landsbyggðinni eyða umtalsvert meira fé í matarinnkaup í búðum, heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, og stór hluti almennings á í erfiðleikum með að láta enda saman um hver mánaðarmót. Þetta er eitt af því sem á lesa út úr gögnum, sem fréttastofa fékk hugbúnaðarfyrirtækið Meniga til þess að taka saman. 3.1.2013 18:30 Hátt í 300 sagt upp í hópuppsögnum í fyrra Níu tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun á nýliðnu ári. Í þessum hópuppsögnum var 293 manns sagt upp. Flestir, eða 107, misstu vinnuna í samgöngum og flutningum. Um 84% hópuppsagna á nýliðnu ári voru á höfuðborgarsvæðinu, 4% á Norðurlandi vestra og 12% á Norðurlandi eystra. 3.1.2013 15:09 iPhone 6 í búðir í maí - verður fáanlegur í öllum litum Það er löngu orðið þekkt að Apple gefur reglulega út nýjar útgáfur af iPhone-símanum vinsæla, sem hefur selst eins og heitar lummur síðustu ár. 3.1.2013 14:48 Skuldatryggingaálagið ekki lægra frá hruni - ánægjulegt segir ráðherra Skuldatryggingaálag á Ísland hefur farið lækkandi undanfarin misseri og hefur ekki verið lægra frá hruni. Álagið er nú ríflega 1,8 prósentustig, en það ræður miklu um á hvaða vaxtakjörum íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki geta nálgast lánsfé í útlöndum. 3.1.2013 12:32 Nýja Solla stirða frumsýnd - Framleiðslu á þriðju þáttaröð að ljúka Verið er að ljúka við framleiðslu á þriðju seríu Latabæjar. Að sögn Einars Karls Birgissonar, svæðisstjóra Latabæjar á Íslandi, er eftirvinnsla í fullum gangi og fyrstu þættirnir hafa nú þegar verið sendir í talsetningu erlendis en samtals eru þættirnir talsettir á 30 tungumálum. Búist er við að síðustu þættirnir í þriðju seríu verði kláraðir í lok janúar og verða sýndir á sjónvarpsstöðvum um allan heim næsta vor. Hér á Íslandi verður þátturinn sýndur á Stöð 2. 3.1.2013 10:33 Nesfrakt semur við Blue Water Shipping Blue Water Shipping hefur gert 5 ára samning við Nesfrakt um allan innanlandsflutning. 3.1.2013 10:27 Erlendar eignir Dana tæplega 14.000 milljarðar Nýjar tölur frá seðlabanka Danmerkur sýna að erlendar eignir Dana nema nú 610 milljörðum danskra kr. eða tæpum 14.000 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að hrunárið 2008 skulduðu Danir 170 milljarða danskra kr. í útlöndum. 3.1.2013 09:37 Eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi bakvið lás og slá Í rammgerðri hvelfingu í borginni Genf í Sviss er að finna eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi en verkin í því munu aldrei koma fyrir augu almennings. 3.1.2013 06:52 Mesta aðsókn í Tívolí í fimm ár Árið í fyrra var gott fyrir hinn þekkta skemmtigarð Tívolí í Kaupmannahöfn. Rétt rúmlega fjórar milljónir gesta heimsóttu skemmtigarðinn á árinu og er þetta mesta aðsóknin undanfarin fimm ár. 3.1.2013 06:43 Al Jazeera kaupir bandaríska sjónvarpsstöð Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur fest kaup á sjónvarpsstöðinni Current TV í Bandaríkjunum en þá stöð stofnaði Al Gore fyrrum varaforseti landsins og var einn af eigendum hennar. 3.1.2013 06:33 AGS segir að meira þurfi til í Bandaríkjunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að samkomulagið sem kom í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum nú um áramótin sé ekki nægileg aðgerð til þess að takast á við efnahagsörðugleika landsins og fjárlagahalla þess til lengri tíma. Mun meira þurfi að koma til. 3.1.2013 06:27 Sjá næstu 50 fréttir
Vöruskiptin hagstæð um 5 milljarða í desember Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember s.l. var útflutningur tæpir 45 milljarðar króna og innflutningur tæpir 40 milljarðar króna. Vöruskiptin í desember voru því hagstæð um 5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 7.1.2013 09:04
Spænsk stjórnvöld tæma varasjóð til kaupa á skuldabréfum Stjónvöld á Spáni hafa nýtt sér einn stærsta varasjóð landsins til kaupa á eigin ríkisskuldabréfum. Sjóð þessum er annars ætlað að tryggja lífeyrisgreiðslur til eldri borgara Spánar í framtíðinni. 7.1.2013 06:47
Skoskir sjómenn vilja viðskiptabann á Ísland og Færeyjar Skoskir sjómenn vilja að gripið verði til viðskiptabanns gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þessara þjóða. 7.1.2013 06:33
Atvinnuleysið stendur í stað Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 7,8 prósent í desembermánuði og hefur atvinnuleysið haldist óbreytt frá því í september. Það þykir mikill sigur fyrir Barack Obama, forseta landsins, að atvinnuleysið sé ekki að aukast en um 12,2 milljónir manna eru án atvinnu. Eitt af baráttumálum Obama í forsetakosningunum í haust var að minnka atvinnuleysið. Til samanburðar er atvinnuleysi á Ísland 5,4 prósent en um mitt ár 2009 var atvinnuleysið hér landi um átta og hálft prósent. 6.1.2013 17:06
Olíuleitin í mótsögn við yfirlýsta stefnu stjórnarflokkana Formaður Græna netsins segir stjórnarflokkana fara óvarlega í útgáfu á leyfum fyrir olíuleita á Drekasvæðinu. Slík olíuleit og vinnsla er í mótsögn við yfirlýstar stefnur flokkanna. 6.1.2013 15:48
Ákæra gegn Jóni Ásgeiri og Lárusi Welding þingfest í fyrramálið Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrramálið. 6.1.2013 13:20
Tekur hálfan dag að reikna eitt gengistryggt lán Endurútreikningur gengistryggðra lána hefur tekið lengri tíma en bankarnir gerðu upphaflega ráð fyrir. Dæmi eru um að það hafi tekið starfsfólk hálfan daginn að reikna eitt lán. 5.1.2013 18:31
Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5.1.2013 11:19
Fréttaskýring: Hætta á ferðum vegna skulda Landsbankans Seðlabanki Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann segir að hlé verði gert á reglulegum gjaldeyriskaupum bankans á gjaldeyrismarkaði. Frá septembermánuði árið 2010 hefur bankinn keypt vikulega gjaldeyri á markaði, fyrst hálfa milljón evra og frá júlí 2012 eina milljón evra, sem samsvarar um það bil hálfum milljarði króna í viku hverri. 5.1.2013 10:42
Verðmet: Túnfiskur seldur fyrir 233 milljónir Verðmet fyrir túnfisk var sett á uppboði í Japan í gærkvöld. Þar var 222 kílóa þungur bláuggatúnfiskur seldur fyrir um 233 milljónir króna eða rúmlega milljón krónur á kílóið. 5.1.2013 09:23
Mikil velta á gjaldeyrismarkaðinum þegar gengi krónunnar hrapaði Mikil velta var á gjaldeyrismarkaðinum í síðasta mánuði en þá veiktist gengi krónunnar verulega og hefur ekki verið veikara í tæp þrjú ár. 5.1.2013 09:16
66 fyrirtæki urðu gjaldþrota Alls voru 66 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í nóvembermánuði, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Þetta eru næstum helmingi færri gjaldþrot en í sama mánuði árið áður þegar þau urðu 115 talsins. 5.1.2013 08:00
32 prósenta fækkun gjaldþrota Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru 1.605 einkahlutafélög nýskráð en fjöldi gjaldþrota nam 977. Fram kemur á vef Hagstofu Íslands að frá fyrra ári hafi nýskráningum fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs fjölgað um tæplega þrjú prósent, en gjaldþrotum fækkað um rúmlega 32 prósent. 5.1.2013 08:00
App vikunnar Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. 5.1.2013 08:00
Landsbankinn seldi 25% í Bláa Lóninu án auglýsingar Eignarhlutur Landsbankans í Bláa Lóninu hf. var seldur án auglýsingar en SpKef sem rann inn í bankann, leysti til sín fjórðungshlut í fyrirtækinu eftir hrun. Félagið sjálft keypti þennan hlut til baka. Þá voru stofnendur Bláa Lónsins með ólögmæt gengislán og fengu hálfan milljarð leiðréttan vegna þeirra hjá Landsbankanum. 4.1.2013 18:45
Aðalmeðferð enn ekki hafin í prófmálunum Dregist hefur að þinglýsa prófmálum sem áttu að varpa ljósi á réttarstöðu þeirra sem eru með gengistryggð lán. 4.1.2013 18:23
Seðlabankinn gerir hlé á inngripum á gjaldeyrismarkaði Seðlabankinn telur að gengislækkun krónunnar á síðustu vikum ársins hafi verið óæskilega mikil, sérstaklega í ljósi þess að hún tengdist að verulegu leyti tímabundnum þáttum vegna áramótastöðu fjármálafyrirtækja. Auk þess hefur uppgreiðsla erlendra skulda einkaaðila veikt krónuna á undanförnum mánuðum. 4.1.2013 16:50
155 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í desember Um 155 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í desember og mælist atvinnuleysi í landinu nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í morgun, og New York Times vitnar til á vefsíðu sinni. 4.1.2013 15:09
Veiking krónunnar nýttist Landsbankanum Veiking krónunnar seinnihluta desembermánaðar er mikilvæg fyrir Landsbankann vegna uppgjörs Landsbankans á skuldabréfi milli gamla og nýja bankans. 4.1.2013 11:02
Veltan með fasteignir rúmir 13 milljarðar í borginni í desember Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í desember s.l. var 397. 4.1.2013 10:34
Olíuævintýrið formlega hafið Orkustofnun gefur út sín fyrstu tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu í dag. Það eru fyrirtækin Faroe Petroleum Norge AS, útibús á Íslandi og Íslensk Kolvetni ehf. og Petero sem hljóta leyfin annars vegar. Hins vegar er það Valiant Petroleum ehf., Kolvetnis ehf., og Petoro sem hlýtur leyfi. 4.1.2013 10:27
Vísitala framleiðsluverðs hækkar áfram Vísitala framleiðsluverðs í nóvember s.l. var 216,2 stig og hækkaði um 0,4% frá október. 4.1.2013 10:05
Icelandair kaupir tvær Boeing 757-200 vélar Vegna aukningar í millilandaflugi mun Icelandair vera með 18 vélar í rekstri sumarið 2013 samanborið við 16 vélar í fyrrasumar. Gengið hefur verið frá kaupum á tveimur Boeing 757-200 vélum sem munu bætast við flota félagsins á næstu mánuðum. 4.1.2013 09:22
Vöruskiptin hagstæð um 75,7 milljarða Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 75,7 milljarða fyrstu ellefu mánuði ársins í fyrra. Fluttar voru út vörur fyrir 581,3 milljarða króna en inn fyrir 505,7 milljarða króna. 4.1.2013 09:15
Heimsaflinn var tæpar 90 milljónir tonna Heimsafli var 89,5 milljónir tonna árið 2010 og dróst saman um eina milljón tonna frá árinu á undan, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa. 4.1.2013 09:12
Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar verulega Alls voru 66 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í nóvembermánuði s.l., flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Þetta er næstum helmingi færri gjaldþrot en í sama mánuði árið áður þegar þau urðu 115 talsins. 4.1.2013 09:07
Unnið að afnámi hafta á heimili og rekstrarfyrirtæki Þverpólitísk nefnd vinnur að leiðum til að afmarka gjaldeyrishöft. Vilji til að koma á frjálsum fjármagnsflutningum fyrir heimili og fyrirtæki sem fyrst. FrumUnnið er að leiðum til að losa heimili og rekstrarfyrirtæki undan gjaldeyrishöftum og láta þau fyrst og fremst hvíla á fjármálaviðskiptum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. varp sem gerir höftin ótímabundin lagt fram á næstunni. 4.1.2013 08:00
Áhyggjur af skuldastöðu ríkisins minnka Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur lækkað um 20% á síðustu þremur mánuðum. Raunar hefur álagið lækkað jafnt og þétt frá miðju síðasta ári, mælist nú 182 punktar en var 312 punktar í byrjun júní. 4.1.2013 08:00
Segjast vissir um viðsnúning á árinu 2013 Írland mun leggja höfuðáherslu á að vinna að efnahagslegum stöðugleika og gegn atvinnuleysi ungs fólks á meðan ríkið fer með formennsku í ráðherraráði ESB. Írar tóku við um áramót og leiða starfið út júnímánuð. 4.1.2013 08:00
Reikna með hóflegum hækkunum á íbúðaverði í ár Íbúðamarkaðurinn hélt áfram að braggast á síðasta ári en heldur hefur hægt á aukningu í veltu og verðhækkunum miðað við árið á undan. 4.1.2013 07:58
Warren Buffett fjárfestir í sólarorku Warren Buffett einn af auðugustu mönnum heimsins hefur ákveðið að byggja stærsta sólarsellugarð heimsins. 4.1.2013 07:04
Dagar elsta banka Sviss eru taldir Dagar Wegelin bankans, elsta banka Sviss, eru taldir en bankinn hættir starfsemi sinni um leið og hann hefur gengið frá greiðslu sektar upp á tæplega 60 milljónir dollara í Bandaríkjunum. 4.1.2013 06:47
Allar kortagreiðslur í Páfagarði stöðvaðar Seðlabanki Ítalíu hefur stöðvað allar greiðslur með kortum í Páfagarði. Því verða allir sem þar búa eða koma sem ferðamenn að greiða með reiðufé. 4.1.2013 06:35
Augljóst að fólk á erfitt með að ná endum saman Íbúar á landsbyggðinni eyða umtalsvert meira fé í matarinnkaup í búðum, heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, og stór hluti almennings á í erfiðleikum með að láta enda saman um hver mánaðarmót. Þetta er eitt af því sem á lesa út úr gögnum, sem fréttastofa fékk hugbúnaðarfyrirtækið Meniga til þess að taka saman. 3.1.2013 18:30
Hátt í 300 sagt upp í hópuppsögnum í fyrra Níu tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun á nýliðnu ári. Í þessum hópuppsögnum var 293 manns sagt upp. Flestir, eða 107, misstu vinnuna í samgöngum og flutningum. Um 84% hópuppsagna á nýliðnu ári voru á höfuðborgarsvæðinu, 4% á Norðurlandi vestra og 12% á Norðurlandi eystra. 3.1.2013 15:09
iPhone 6 í búðir í maí - verður fáanlegur í öllum litum Það er löngu orðið þekkt að Apple gefur reglulega út nýjar útgáfur af iPhone-símanum vinsæla, sem hefur selst eins og heitar lummur síðustu ár. 3.1.2013 14:48
Skuldatryggingaálagið ekki lægra frá hruni - ánægjulegt segir ráðherra Skuldatryggingaálag á Ísland hefur farið lækkandi undanfarin misseri og hefur ekki verið lægra frá hruni. Álagið er nú ríflega 1,8 prósentustig, en það ræður miklu um á hvaða vaxtakjörum íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki geta nálgast lánsfé í útlöndum. 3.1.2013 12:32
Nýja Solla stirða frumsýnd - Framleiðslu á þriðju þáttaröð að ljúka Verið er að ljúka við framleiðslu á þriðju seríu Latabæjar. Að sögn Einars Karls Birgissonar, svæðisstjóra Latabæjar á Íslandi, er eftirvinnsla í fullum gangi og fyrstu þættirnir hafa nú þegar verið sendir í talsetningu erlendis en samtals eru þættirnir talsettir á 30 tungumálum. Búist er við að síðustu þættirnir í þriðju seríu verði kláraðir í lok janúar og verða sýndir á sjónvarpsstöðvum um allan heim næsta vor. Hér á Íslandi verður þátturinn sýndur á Stöð 2. 3.1.2013 10:33
Nesfrakt semur við Blue Water Shipping Blue Water Shipping hefur gert 5 ára samning við Nesfrakt um allan innanlandsflutning. 3.1.2013 10:27
Erlendar eignir Dana tæplega 14.000 milljarðar Nýjar tölur frá seðlabanka Danmerkur sýna að erlendar eignir Dana nema nú 610 milljörðum danskra kr. eða tæpum 14.000 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að hrunárið 2008 skulduðu Danir 170 milljarða danskra kr. í útlöndum. 3.1.2013 09:37
Eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi bakvið lás og slá Í rammgerðri hvelfingu í borginni Genf í Sviss er að finna eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi en verkin í því munu aldrei koma fyrir augu almennings. 3.1.2013 06:52
Mesta aðsókn í Tívolí í fimm ár Árið í fyrra var gott fyrir hinn þekkta skemmtigarð Tívolí í Kaupmannahöfn. Rétt rúmlega fjórar milljónir gesta heimsóttu skemmtigarðinn á árinu og er þetta mesta aðsóknin undanfarin fimm ár. 3.1.2013 06:43
Al Jazeera kaupir bandaríska sjónvarpsstöð Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur fest kaup á sjónvarpsstöðinni Current TV í Bandaríkjunum en þá stöð stofnaði Al Gore fyrrum varaforseti landsins og var einn af eigendum hennar. 3.1.2013 06:33
AGS segir að meira þurfi til í Bandaríkjunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að samkomulagið sem kom í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum nú um áramótin sé ekki nægileg aðgerð til þess að takast á við efnahagsörðugleika landsins og fjárlagahalla þess til lengri tíma. Mun meira þurfi að koma til. 3.1.2013 06:27