Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 16:25 Donald Trump sýndi tollaáform Bandaríkjanna á stóru spjaldi. Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. Hótun um viðbótartoll kæmi ofan á 34 prósenta toll sem Trump kynnti á kínverskar vörur í síðustu viku. Sá tollur bættist við að lágmarki 20 prósenta toll sem Hvíta húsið hafði þegar sett á í janúar. Verði þessir tollar að veruleika gætu bandarísk fyrirtæki þurft að greiða yfir 100% toll af vörum frá Kína – sem myndi þannig tvöfalda kostnað innflytjenda á örfáum mánuðum. Trump hefur áður brugðist við mótaðgerðum með stórum og harkalegum hótunum. Þannig hótaði hann til að mynda að leggja 200% toll á áfengi frá Evrópu og 50% toll á stál og ál frá Kanada. Í báðum tilvikum náðist samkomulag áður en tollarnir tóku gildi. Það sem greinir málið nú frá fyrri deilum er að þær snerust um langvarandi bandamenn Bandaríkjanna. Kína hefur verið skotmark í viðskiptastefnu Washington löngu áður en Trump tók við embætti. Þrátt fyrir skýr skilaboð frá Hvíta húsinu um að vilji sé fyrir hendi að ná samkomulagi við Kínverja – bæði um tolla og TikTok – hafa stjórnvöld í Peking hingað til sýnt lítinn áhuga á samningaviðræðum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og um allan heim hefur fallið undanfarna daga eftir tilkynningar Trump um misháa tolla á þjóðir heimsins. Engin breyting varð þar á í dag. Trump hefur kallað eftir því að fólk sýni hvorki veikleikamerki né heimsku sína og lagt áherslu á þolinmæði. Frétt BBC. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hótun um viðbótartoll kæmi ofan á 34 prósenta toll sem Trump kynnti á kínverskar vörur í síðustu viku. Sá tollur bættist við að lágmarki 20 prósenta toll sem Hvíta húsið hafði þegar sett á í janúar. Verði þessir tollar að veruleika gætu bandarísk fyrirtæki þurft að greiða yfir 100% toll af vörum frá Kína – sem myndi þannig tvöfalda kostnað innflytjenda á örfáum mánuðum. Trump hefur áður brugðist við mótaðgerðum með stórum og harkalegum hótunum. Þannig hótaði hann til að mynda að leggja 200% toll á áfengi frá Evrópu og 50% toll á stál og ál frá Kanada. Í báðum tilvikum náðist samkomulag áður en tollarnir tóku gildi. Það sem greinir málið nú frá fyrri deilum er að þær snerust um langvarandi bandamenn Bandaríkjanna. Kína hefur verið skotmark í viðskiptastefnu Washington löngu áður en Trump tók við embætti. Þrátt fyrir skýr skilaboð frá Hvíta húsinu um að vilji sé fyrir hendi að ná samkomulagi við Kínverja – bæði um tolla og TikTok – hafa stjórnvöld í Peking hingað til sýnt lítinn áhuga á samningaviðræðum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og um allan heim hefur fallið undanfarna daga eftir tilkynningar Trump um misháa tolla á þjóðir heimsins. Engin breyting varð þar á í dag. Trump hefur kallað eftir því að fólk sýni hvorki veikleikamerki né heimsku sína og lagt áherslu á þolinmæði. Frétt BBC.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira