Fleiri fréttir

Helmingur þarf að fjölga konum í stjórn

Einsleitar stjórnir stuðluðu að efnahagshruninu hér, að mati forstjóra Kauphallarinnar. 190 konur vantar í stjórnir 285 fyrirtækja til þess að uppfylla lög um kynjakvóta sem taka gildi á næsta ári. 45 prósent uppfylla skilyrði.

Skuldir hins opinbera rúmlega 114% af landsframleiðslu

Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.865 milljörðum króna í lok 2011 eða sem nam 114,4% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar nam skuld ríkissjóðs 1.629 milljörðum króna árið 2010 eða sem svarar 106,2% af landsframleiðslu.

Laun hækkuðu meira á almennum markaði en hjá hinu opinbera

Regluleg laun voru að meðaltali 1,6% hærri á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 8,7% að meðaltali, hækkunin var 9,4% á almennum vinnumarkaði og 7,2% hjá opinberum starfsmönnum.

Coca Cola og Pepsi breyta uppskriftum sínum

Gosdrykkjaframleiðendurnir Coca Cola og Pepsi í Bandaríkjunum hafa ákveðið að breyta lítillega uppskriftum sínum að kóladrykkjum til að koma í veg fyrir að þurfa að merkja þá með krabbameinsviðvörun í Kaliforníu.

Dagur 4 í Landsdómi - 298 Twitter færslur

Fjórða degi Landsdómsmálsins lauk um fjögur leytið í dag, þegar Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu og nú yfirmaður lögfræðisviðs Arion banka, lauk skýrslugjöf sinni. Á undan henni höfðu Jón Þór Sturluson, f. aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, f. forstjóri FME, Hreiðar Már Sigurðsson, f. forstjóri Kaupþings, Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri vátryggingasviðs FME, og Þorsteinn Már Baldvinsson, f. stjórnarformaður Glitnis og forstjóri Samherja.

Nýr iPad fær góðar viðtökur

Sérfræðingar hafa nú fengið sólarhring til að kynna sér nýju iPad spjaldtölvuna frá Apple. Flestir eru sammála um að Apple hafi unnið mikið þrekvirki með hönnun spjaldtölvunnar.

Árni Finnsson segir það ólöglegt að flytja inn sorp frá Bandaríkjunum

Innflutningur á erlendu sorpi og spilliefnum frá Bandaríkjunum er ólöglegur samkvæmt áliti Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, en hann sendi þingmönnum bréf þess eðlis í gær þar sem hann áréttar að slíkur innflutningur sé ólöglegur samkvæmt svokölluðum Basel-samningum, sem Bandaríkjamenn eru ekki búnir að fullgilda.

Hagvöxtur á Íslandi var 3,1% í fyrra

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,1% á árinu 2011 samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö ár þar áður, 4% árið 2010 og 6,8% árið 2009.

Carlos Slim er áfram auðugasti maður heimsins

Mexíkanski auðjöfurinn Carlos Slim er efstur á lista Forbes tímaritsins í ár yfir auðugustu menn heimsins. Þetta er þriðja árið í röð sem Slim er á toppi þessa lista.

Smíðuðu dýrasta armbandsúr í heimi

Svissneska úrafyrirtækið Hublot hefur smíðað dýrasta armbandsúr í heiminum. Úrið er metið á 5 milljónir dollara, eða yfir 600 milljónir króna, en það er smíðað úr hvítagulli og skreytt með tæplega 1.300 litlum demöntum.

Fasteignaveltan jókst um 33% milli ára í febrúar

Þinglýstum kaupsamningum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 26,4% í febrúar s.l. miðað við sama mánuð í fyrra. Veltan á markaðinum jókst hinsvegar um rúmlega 33% milli þessara mánaða.

Eignir lífeyrissjóða orðnar 2.133 milljarðar

Eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að vaxa og námu þær 2.133 milljörðum kr. í lok janúar síðast liðsins. Hrein eign hafði þar með hækkað um 36 ma.kr. frá lokum desember eða um 1,7%.

Dagur 3 í Landsdómsmáli - 301 Twitter færsla

Degi þrjú í Landsdómsmálinu lauk í dag, skömmu fyrir klukkan sex síðdegis, eftir að Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra, hafði lokið við skýrslugjöf. Fyrir dóminn í dag komu Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi stjórnarmaður Seðlabanka Íslands og nú hagfræðingur hjá norska seðlabankanum, Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri hjá fjármálaráðuneytinu, Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og nú skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, Áslaug Árnadóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu og nú lögmaður hjá Landslögum, Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME, og fyrrnefndur Jón Sigurgeirsson.

Nýja útgáfan af iPad er miklu betri - 4G net og betri skjár

Apple kynnti nú síðdegis nýjan iPad og er gert ráð fyrir að hann komi í verslanir þann 16. mars næstkomandi. Tim Cook, forstjóri tölvurisans, segir að nýja útgáfán verði á sama verði og iPad 2 sem kom út í apríl á síðasta árið. Nýr iPad var ekki það eina sem kynnt var á blaðamannafundinum í dag því Apple ætlar að gefa út nýja útgáfu af Apple TV, sem hefur verið vinsælt hjá notendum til að ná í til dæmis sjónvarpsþætti og kvikmyndir.

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs betri en búist var við

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2011 liggur nú fyrir. Helstu niðurstöður er þær að handbært fé frá rekstri var neikvætt um 53,4 milljarða króna en var neikvætt um 73,7 miljarða.króna á árinu 2010.

Advania velti 24,5 milljörðum

Velta samstæðu Advania hf. nam 24,5 milljörðum króna á árinu 2011 miðað við 22,1 milljarð árið áður, ef miðað er við sambærilegan rekstur, en það er 11% vöxtur. Þetta kemur fram í ársreikningi Advania.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð í þessari viku eða um 2%. Þannig er Brent olían komin niður í 122,5 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían er komin niður í rúma 105 dollara á tunnuna.

Óska eftir úttekt á eignasölu OR

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ætla á næsta borgarráðsfundi að óska eftir sérstakri úttekt á sölu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á ýmsum eignum fyrirtækisins síðastliðið haust.

Tæplega milljarðs hagnaður hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Lánasjóður sveitarfélaga skilaði 951 milljón kr. hagnaði á síðasta ári. Til samanburðar var hagnaðurinn 1.248 milljónir kr. árið 2010. Munur milli ára skýrist aðallega af gengisþróun evrunnar, en sjóðurinn var ekki með opna gjaldeyrisstöðu sem neinu nemur á árinu 2011.

Gjaldþrotameðferð Lehman Brothers er lokið

Gjaldþrotameðferð bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers er lokið. Reiknað er með að fyrstu greiðslur úr þrotabúinu verði í næsta mánuði og að um 65 milljarðar dollara, eða yfir 8.000 milljarðar króna, verði þá greiddir til kröfuhafa.

Gagnrýna eignasölu OR hart

Sala Orkuveitu Reykjavíkur á eignarhlutum í Enex Kína og Envent Holding án auglýsingar var rædd á fundi borgarstjórnar í gær. Var salan harðlega gagnrýnd.

Dagur 2 í Landsdómsmálinu - 271 Twitter færsla

Öðrum degi Landsdómsmálsins lauk rétt fyrir klukkan 18:00 í dag. Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður stjórnar Seðlabanka Íslands og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hafði þá gefið skýrslu í tæplega fjóra tíma, en á undan honum höfðu Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og fyrrverandi aðalhagfræðingur seðlabankans, gefið skýrslu.

Minnstur kynbundinn launamunur hjá Verkís

Verkfræðistofan Verkís er það fyrirtæki sem minnstur kynbundin launamunur er hjá á meðal fyrirtækja sem endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers kannaði kynbundinn launamun hjá.

Seiðandi ilmolíulampar

Gallery förðun í Keflavík hefur tekið í sölu sniðuga og seiðandi ilmolíulampa. Þú setur vatn og góða ilmolíu í hann þá virkar hann eins og besta ilmkerti og rakatæki. Munurinn á loftinu er mikill. Auk þess breytir hann neikvæðum jónum í jákvæðar sem er frábært fyrir alla, sérstaklega fólk með ofnæmi og astma.

Hjörtur Gíslason ráðinn ritstjóri Útvegsblaðsins

Hjörtur Gíslason, blaðamaður, hefur gengið til liðs við útgáfufélagið Gogg ehf. Hann verður ritstjóri Útvegsblaðsins ásamt Sigurjóni M. Egilssyni og mun ásamt skrifum í það, sinna skrifum í önnur blöð útgáfunnar.

Sjá næstu 50 fréttir