Helmingur þarf að fjölga konum í stjórn Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. mars 2012 11:00 Rúmur helmingur fyrirtækja sem falla undir ný lög um kynjahlutfall í stjórnum, eða 55 prósent, þarf að bæta við konu eða konum í stjórn. Alls falla 285 fyrirtæki undir löggjöfina sem tekur gildi í september á næsta ári. Þetta kom fram á fundi sem Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, Félag kvenna í atvinnurekstri, Kauphöllin, Samtök verslunar- og þjónustu og efnahags- og viðskiptaráðuneytið stóðu fyrir í gær. Fram kom að alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföll þeirra, en á fundinum lagði Félag kvenna í atvinnurekstri fram lista með tengiliðaupplýsingum 190 kvenna sem bjóða fram krafta sína. Í opnunarræðu sinni á fundinum hafði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sérstaklega orð á þeim tíðindum að Samtök atvinnulífsins hafi tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára og að þar af væru 10 konur. Ísland er með fyrstu löndum sem fylgja fordæmi Norðmanna með lagasetningu um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Taldi ráðherra víst að víðtæk sátt yrði um þessa tilhögun. „Í fyrsta lagi er þetta sjálfsagt og eðlilegur hlutur í samfélaginu eins og við viljum hafa það. Um þetta ætti hvorki að þurfa að rökræða né rífast,“ sagði Steingrímur, og benti á að rannsóknir sýndu að fyrirtækjum með fjölbreyttar stjórnir og jöfn kynjahlutföll farnist betur en öðrum. Í svipaðan streng tók Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann sagði því auðsvarað hvað hafi orðið verðbréfamarkaði hér að falli: einsleitni og slæmir stjórnarhættir. „Þetta varð til þess að margir féllu á sama tíma. Með meiri fyrirhyggju hefðu fjármálafyrirtækin getað staðið af sér fjármálakreppuna.” Lið í því að bæta stjórnarhætti og losna úr viðjum kunningjasamfélagsins sagði Páll vera að auka hlutfall kvenna, og þar með fjölbreytnina, í stjórnum fyrirtækja. Um leið sagði hann það þó enga tryggingu fyrir velgengni og benti á að kynjahlutföll hafi verið þau sömu í stjórnum fyrirtækjanna sem best komu út úr hruninu og þeirra sem urðu verst úti. „Ég held það væri vel til fundið af fyrirtækjum að láta gera úttekt á sínum stjórnarháttum. En lykilatriðið er samt vakandi fjárfestar. Fjárfestar sem láta sig stjórnarhætti fyrirtækja varða,“ sagði Páll. Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Rúmur helmingur fyrirtækja sem falla undir ný lög um kynjahlutfall í stjórnum, eða 55 prósent, þarf að bæta við konu eða konum í stjórn. Alls falla 285 fyrirtæki undir löggjöfina sem tekur gildi í september á næsta ári. Þetta kom fram á fundi sem Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, Félag kvenna í atvinnurekstri, Kauphöllin, Samtök verslunar- og þjónustu og efnahags- og viðskiptaráðuneytið stóðu fyrir í gær. Fram kom að alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföll þeirra, en á fundinum lagði Félag kvenna í atvinnurekstri fram lista með tengiliðaupplýsingum 190 kvenna sem bjóða fram krafta sína. Í opnunarræðu sinni á fundinum hafði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sérstaklega orð á þeim tíðindum að Samtök atvinnulífsins hafi tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára og að þar af væru 10 konur. Ísland er með fyrstu löndum sem fylgja fordæmi Norðmanna með lagasetningu um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Taldi ráðherra víst að víðtæk sátt yrði um þessa tilhögun. „Í fyrsta lagi er þetta sjálfsagt og eðlilegur hlutur í samfélaginu eins og við viljum hafa það. Um þetta ætti hvorki að þurfa að rökræða né rífast,“ sagði Steingrímur, og benti á að rannsóknir sýndu að fyrirtækjum með fjölbreyttar stjórnir og jöfn kynjahlutföll farnist betur en öðrum. Í svipaðan streng tók Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann sagði því auðsvarað hvað hafi orðið verðbréfamarkaði hér að falli: einsleitni og slæmir stjórnarhættir. „Þetta varð til þess að margir féllu á sama tíma. Með meiri fyrirhyggju hefðu fjármálafyrirtækin getað staðið af sér fjármálakreppuna.” Lið í því að bæta stjórnarhætti og losna úr viðjum kunningjasamfélagsins sagði Páll vera að auka hlutfall kvenna, og þar með fjölbreytnina, í stjórnum fyrirtækja. Um leið sagði hann það þó enga tryggingu fyrir velgengni og benti á að kynjahlutföll hafi verið þau sömu í stjórnum fyrirtækjanna sem best komu út úr hruninu og þeirra sem urðu verst úti. „Ég held það væri vel til fundið af fyrirtækjum að láta gera úttekt á sínum stjórnarháttum. En lykilatriðið er samt vakandi fjárfestar. Fjárfestar sem láta sig stjórnarhætti fyrirtækja varða,“ sagði Páll.
Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira