Viðskipti innlent

Gagnrýna eignasölu OR hart

Hanna Birna Kristjánsdóttir krefur Jón Gnarr um svör vegna eignasölu OR.
Hanna Birna Kristjánsdóttir krefur Jón Gnarr um svör vegna eignasölu OR. fréttablaðið/valli
Sala Orkuveitu Reykjavíkur á eignarhlutum í Enex Kína og Envent Holding án auglýsingar var rædd á fundi borgarstjórnar í gær. Var salan harðlega gagnrýnd.

Orka Energy Holding keypti í haust erlend dótturfyrirtæki OR sem áður voru inni í útrásararmi hennar, Reykjavík Energy Invest (REI). OR fékk 365 milljónir króna fyrir eignarhluti sína, samkvæmt aðgerðaáætlun fyrirtækisins og eigenda þess.

Orka Energy Holding er í eigu Orka Energy Pte. Ltd. Það félag er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna Orku Energy Holding, eins og greint var frá í Fréttablaðinu 1. mars.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði málið grafalvarlegt og bæri þess merki að hvorki OR né meirihlutinn í Reykjavík, hefðu skilning á mikilvægi þess að fyrirtækið starfi í samræmi við góða stjórnsýslu og skyldur sínar sem fyrirtæki í almannaeigu.

Hanna Birna undrast að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi ekki tekið á málinu með nokkrum hætti síðan það varð opinbert og krafði borgarstjóra um svör, eins og segir í fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×