Viðskipti innlent

Verðbréfasjóðir Íslandssjóða skiluðu 8,5 milljarða hagnaði

Hagnaður verðbréfasjóða Íslandssjóða færður á hlutdeildarskírteini í fyrra nam tæpum 8,5 milljörðum kr., samanborið við 10,5 milljarða kr. hagnað árið 2010.

Hrein eign verðbréfasjóða Íslandssjóða í árslok 2011 nam 106 milljörðum kr. samanborið við 112.6 milljarða kr. árið 2010.

Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandssjóða fyrir síðasta ári. Sjóðunum er skipt upp í A og B hluta og teljast verðbréfasjóðirnir til B hlutans.

Afkoman hjá A hluta Íslandssjóða var einnig nokkuð lakari í fyrra en árið áður. Þannig nam hagnaðurinn þar 247 milljónum kr. á móti 258 milljónum kr. árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×