Viðskipti innlent

Óska eftir úttekt á eignasölu OR

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ætla á næsta borgarráðsfundi að óska eftir sérstakri úttekt á sölu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á ýmsum eignum fyrirtækisins síðastliðið haust.

Í bókun fulltrúanna segir að salan hafi farið fram án auglýsinga og án þess að stjórn Orkuveitunnar hafi samþykkt hana eða verið upplýst um söluferlið.

Einnig segir að þessi vinnubrögð séu hvorki í samræmi við góða stjórnsýslu, né þær samþykktir sem ítrekað hafi verið gerðar til að bæta vinnubrögð á vettvangi Orkuveitunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×