Viðskipti innlent

Tæplega milljarðs hagnaður hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Lánasjóður sveitarfélaga skilaði 951 milljón kr. hagnaði á síðasta ári. Til samanburðar var hagnaðurinn 1.248 milljónir kr. árið 2010. Munur milli ára skýrist aðallega af gengisþróun evrunnar, en sjóðurinn var ekki með opna gjaldeyrisstöðu sem neinu nemur á árinu 2011.

Í tilkynningu segir að útborguð langtímalán í fyrra voru 6,8 milljarðar kr. samanborið við tæplega 6,4 milljarða kr. á fyrra ári.

Sjóðurinn hefur ekki tapað útláni frá því að hann hóf starfsemi árið 1967 og engin vanskil voru í árslok 2011. Sveitarfélögin bera ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins, en tryggingar fyrir útlánum hans eru í tekjum sveitarfélaga .

Eigið fé í árslok 2011 var rúmlega 15 milljarðar kr. á móti rúmlega 14 milljörðum kr. árið áður. Eiginfjárhlutfall var 58% í árslok 2011 en var 78% í árslok 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×