Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóða orðnar 2.133 milljarðar

Eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að vaxa og námu þær 2.133 milljörðum kr. í lok janúar síðast liðsins. Hrein eign hafði þar með hækkað um 36 ma.kr. frá lokum desember eða um 1,7%.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útlán og verðbréfaeign hækkaði um 40,8 milljarða kr. á milli mánaða. Þar af hækkaði innlend verðbréfaeign um 18,9 milljarða kr. og nam því um 1.542 milljörðum kr. í lok janúar.

Erlend verðbréfaeign hækkaði um 21,9 milljarða kr. eða 4,7% á milli mánaða og nam því um 492 milljörðum kr. í lok janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×