Viðskipti innlent

Ágúst Torfi Hauksson hættir sem forstjóri Norðurorku

Ágúst Torfi Hauksson hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Norðurorku hf. miðað við síðustu mánaðarmót og var sú ákvörðun hans tilkynnt á starfsmannafundi Norðurorku hf. í morgun.

Ágúst mun að eigin ósk hverfa til annarra starfa. Tímasetning starfsloka mun ákvarðast samkvæmt nánara samkomulagi aðila.

Geir Kristinn Aðalsteinsson stjórnarformaður Norðurorku segir að Ágústi Torfa hafi einfaldlega boðist nýtt og spennandi starf og því hafa hann ákveðið að hætta. Þetta hafi verið gert í góðu samkomulagi milli hans og stjórnar Norðurorku.

Geir Kristinn segir að stjórnarfundur verði haldinn hjá Norðurorku síðar í dag þar sem rætt verður um næsta forstjóra fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×