Fleiri fréttir

Nýherji tapaði 72 milljónum

Nýherji tapaði 72 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Rekstrarhagnaður Nýherja fyrir afskriftir nam 532 mkr á árinu 2011.

Felur lögmönnum hagsmunagæslu í uppgjöri gjaldmiðlavarnarsamninga

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur falið lögmönnum hagsmunagæslu vegna ágreinings við slitastjórnir Glitnis banka hf. annars vegar og Kaupþings banka hf. hins vegar vegna uppgjörs gjaldmiðlavarnarsamninga. Í frétt á heimasíðu sjóðsins segir að þrátt fyrir að í rúm þrjú ár hafi verið leitað samkomulags um lausn þessa ágreinings hafi ekki tekist að ná niðurstöðu. "Allra leiða verður leitað, með eða án atbeina dómstóla, til að tryggja best hagsmuni sjóðfélaga,“ segir ennfremur.

Bein útsending frá Nexpo-vefverðlaununum

Bein útsending frá Nexpo-vefverðlaununum á efri hæð Sólon við Bankastræti hefst hér á Vísi klukkan 20. Mikil eftirvænting ríkir fyrir afhendingunni en síðustu vikur hefur farið fram kosning meðal almennings hér á Vísi þar sem bárust ríflega 16 þúsund atkvæði.

Nethagkerfið mun tvöfaldast á fjórum árum

Vefhagkerfi heimsins mun tvöfaldast að stærð á næstu fjórum árum samkvæmt skýrslu sem Boston Consulting Group vann fyrir hugbúnaðarrisann Google. Velta þeirrar þjónustu sem boðið er upp á vefnum nemur 2.300 milljörðum dollara á ári eða sem nemum 285 þúsund milljörðum króna. Talið er að veltan muni fara í 4.200 milljarða dollara, yfir 5.000 milljarða króna, á árinu 2016 að því er fram kemur í skýrslunni.

Rússar neyðast til að lækka skatta á olíu- og gasvinnslu

Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk.

Sekt á Símann lækkuð um 20 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í morgun að Síminn skuli greiða sekt vegna brota sem voru framin þegar Síminn keypti Íslenska sjónvarpsfélagið, móðurfélag Skjás eins, árið 2004.

H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð

Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. "Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun.

Verðbólgan komin í 6,5%

Ársverðbólgan mælist nú 6,5% og hefur hækkað verulega frá því í desember þegar hún mældist 5,3%. Þessi hækkun er umfram spár sérfræðinga sem gerðu yfirleitt ráð fyrir að hún yrði 6,3%. Aukin verðbólga er einkum keyrð áfram af hækkunum á opinberum gjöldum.

Loðnukvótinn eykur landsframleiðsluna um eitt prósent

Mikill hugur er nú í loðnusjómönnum eftir ljóst varð í gær að endanlegur loðnukvóti íslenskra skipa fyrir vertíðina, sem hófst í haust og stendur nú sem hæst, verður tæp 600 þúsund tonn og hefur ekki verið meiri í áratug.

Gates gefur 92 milljarða til baráttu gegn sjúkdómum

Milljarðamæringurinn Bill Gates er með gjafmildari mönnum heimsins. Nú hefur hann og eiginkona hans Melinda tilkynnt að þau muni gefa 750 milljónir dollara eða sem svarar til 92 milljarða króna í þágu baráttunnar gegn eyðni, berklum og malaríu.

Boða opnun H&M á Íslandi

Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð.

Taldi sig enga heimild hafa til að grípa inn í starfsemi bankanna

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra telur sig enga heimild hafa haft til að grípa inn í starfsemi bankanna í aðdraganda hrunsins. Þá hafi aðgerðir til að flytja bankanna úr landi verið óraunhæfar. Þetta er á meðal þess sem Geir ætlar að nota í vörn sinni þegar málið verður tekið fyrir.

Hlutabréf hækkuðu og lækkuðu

Yfirlýsing Seðlabanka Bandaríkjanna frá því í gær, þess efnis að bankinn ætlaði að halda vöxtum niðri fram til ársins 2014, hafði þau áhrif á mörkuðum í Evrópu í dag að þeir sýndu grænar hækkunartölur víðast hvar, að því er fram kemur á vefsíðu The New York Times.

Breytist í takt við breytt heilsufar þjóðarinnar

Stoðtækjafyrirtækið Stoð hf. heldur upp á þrjátíu ára afmæli á þessu ári. Til að halda upp á tímamótin stendur fyrirtækið fyrir opnum fræðslufundum allt árið og fer sá fyrsti fram í dag.

Angela Merkel: Þörf á alveg nýrri nálgun

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss, að þörf væri á alveg nýrri nálgun á stjórnun ríkisfjármála og efnahagsmála. "Kerfislægar breytingar sem leiða til þess að fleiri störf skapist er það sem þarf að gera núna,“ sagði Merkel á blaðamannafundi, eftir fundahöld leiðtoga víða að.

iPhone 5 í júní?

Það eru margir sem bíða spenntir eftir nýjustu útgáfunni af iPhone-símanum sem er gríðarlega vinsæll á meðal Íslendinga. Í haust kom út iPhone 4S en margir aðdáendur símans urðu fyrir miklum vonbrigðum enda voru margir búnir að spá fyrir að iPhone 5 kæmi út í haust.

Arion banki verðlaunar skilvísa

Skilvísir einstaklingar í viðskiptum við Arion banka munu á morgun, föstudaginn 27. janúar, fá sérstakan afslátt af greiðslum síðasta árs vegna lána þeirra hjá bankanum. Upphæð sem nemur afslættinum verður lögð inn á reikning þeirra hjá Arion banka samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Kröfuhafar vilja raunhæfa áætlun Grikkja

Stjórnvöld í Grikklandi freista þess enn að ná samkomulagi við kröfuhafa sína, en skuldir ríkisins eru almennt álitnar það íþyngjandi fyrir rekstur ríksins, að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hluta skuldanna. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Eygir í málslok hjá Viggó eftir fimm ára rannsókn

Eftir fimm ára rannsókn sér nú loks fyrir endann á máli fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), Viggós Þóris Þórissonar, sem hefur verið ákærður fyrir umboðssvik og tilraun til fjársvika, en aðalmeðferð í máli hans stendur nú yfir.

Talsverðar aðgangshindranir á dagvörumarkaði

Samkeppniseftirlitið birtir í dag skýrslu sína "Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði“. Í skýrslunni er varpað ljósi á verðþróun sl. sex ár hjá birgjum og smásölum og lýst þeim aðstæðum sem nýir og smærri smásalar standa frammi fyrir í verðsamkeppni.

Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um rúm 60% í fyrra

Í desember síðastliðnum voru 137 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 105 fyrirtæki í desember 2010. Eftir atvinnugreinum voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Baldur, Ármann og Kjartan nýir eigendur

Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupþing Singer&Friedlander, skráðu sig fyrir hlutafjáraukningu í BF-útgáfu um miðjan september síðastliðinn. Öld ehf., félag í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, var áður eini eigandi útgáfunnar. Öld á nú helmingshlut.

OR eflir áhættuvarnir sínar

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur samþykkt áhættustefnu fyrir rekstur fyrirtækisins. Jafnframt hefur verið komið á fót endurskoðunarnefnd stjórnar og samið um fjárhagslegar áhættuvarnir gagnvart sveiflum á álverði og vöxtum á erlendum lánum.

Lán ÍLS til heimilanna nema tæpum 600 milljörðum

Fjárhæð lána Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til heimila námu tæpum 600 milljörðum kr. um síðustu áramót. Hefur sú fjárhæð hækkað úr rétt tæpum 380 milljörðum kr. frá árslokum 2007 eða um 220 milljarða króna á fjórum árum.

Airbus viðurkennir galla í vængjum A380

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur viðurkennt að gallar séu til staðar í vængjum júmbóþotu sinnar A380. Hinsvegar sé öruggt að fljúga með þessum þotum.

Akstur og hagvöxtur fylgjast að

Mjög sterk fylgni er á milli aksturs og vergrar landsframleiðslu, að því er segir í nýrri umfjöllun Vegagerðarinnar. Verg landsframleiðsla nefnist í daglegu tali hagvöxtur.

Vöxtum haldið niðri til árið 2014

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti um það í dag að líklegt væri að stýrivöxtum yrði haldið niðri til árið 2014. Vextir verða ekki lægri en nú, en þeir eru 0 til 0,25 prósent.

Eiríkur rauði verður tekjuhæsti borpallur heims

Breska olíufyrirtækið Ophir, sem sérhæfir sig í olíuleit undan ströndum Afríku, hefur samið við borfyrirtækið Ocean Rig um leigu á borpallinum Eirik Raude, eða Eiríki rauða, í 60 daga borverkefni í landgrunni Miðbaugs-Gíneu fyrir 52 milljónir dollara.

Verjandi Baldurs: Það ber að vísa málinu frá

Karl Axelsson hrl., verjandi Baldurs Guðlaugssonar, sagði í málflutningi í Hæstarétti í dag að það bæri að vísa máli ákæruvaldsins á hendur Baldri frá dómi. Karl sagði engin ný rannsóknargögn hefðu komið fram þegar ákveðið var að hefja rannsókn að nýju eftir að Fjármálaeftirlitið felldi málið niður.

Íslendingar sólgnir í M&M og bjór

Íslendingar kaupa mest af M&M Peanut Butter og Víking bjórkippu þegar þeir stoppa í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, ef marka má tölur sem vefsíðan Túristi.is birtir yfir síðasta ár.

Marinó segir Hagfræðistofnun draga rangar ályktanir

Marinó G. Njálsson, ráðgjafi og fyrrum stjórnarmaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir Hagfræðistofnun Háskóla Íslands draga rangar ályktanir og fara með rangt mál, þegar húni segir að svigrúm í lánasöfnum bankana til afskrifta húsnæðislána sé lítið sem ekkert.

Telur brot Baldurs varða allt að níu ára fangelsi

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í málflutningi í morgun, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, að brot Baldurs geti varðað allt að níu ára fangelsi.

Sjá næstu 50 fréttir