Fleiri fréttir

Erlendir togarar lönduðu yfir 10.000 tonnum í Reykjavík

Í fyrra lönduðu 14 erlendir togarar samtals 10,623 tonnum af fiski í Reykjavík. Á árinu 2010 var heildarafli erlendra togarar í Reykjavík 12.351 tonn og hefur því orðið samdráttur á milli ára sem nemur 14%.

Verðmæti húsa 5.000 milljarðar

Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir húseigendur að auka gæði húsbygginga á Íslandi og draga þar með úr göllum og viðhaldskostnaði, enda má áætla að heildarverðmæti bygginga á Íslandi nemi um 5.000 milljörðum króna, segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.

Fyrsti viðskipahalli í Japan í 30 ár

Stjórnvöld í Japan hafa tilkynnt að verulegur halli varð á viðskiptajöfnuði landsins í fyrra og er það í fyrsta sinn í 30 ár sem halli er á jöfnuðinum.

Tveir sjóðir og Walker berjast um Iceland

Baráttan um kaupin á verslunarkeðjunni Iceland Foods stendur nú á milli fjárfestingarsjóðanna BC Partners og Bain Capital annarsvegar og Malcolm Walker hinsvegar.

Stýrivextir í Indlandi 8,5 prósent

Seðlabanki Indlands heldur áfram að berjast við töluverða verðbólgu í landinu, sem mælist nú 7,47 prósent samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Stýrivöxtum var í dag haldið í 8,5 samkvæmt ákvörðun seðlabankans.

Arion banki tekur yfir íbúðalánasafn þrotabús Kaupþings

Arion banki og skilanefnd og slitastjórn Kaupþings gerðu nýverið með sér samkomulag um kaup Arion banka á íbúðalánasafni sem verið hefur í sérstökum sjóði í eigu þrotabús Kaupþings. Samkomulagið tekur einnig til fjármögnunar lánanna með yfirtöku sértryggðra skuldabréfa.

Semja við Alþjóðabankann um jarðhitavæðingu í Afríku

Íslensk stjórnvöld hafa náð samkomulagi við Alþjóðabankann um samstarf á sviði jarðhitaverkefna í Afríku. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir samkomulagið geta orðið vísi að afar mikilvægu framlagi Íslands til þróunarstarfs.

Segir slitastjórn krydda stefnu

Björgólfur Thor Björgólfsson segir slitastjórn Landsbankans krydda stefnu sína gegn stjórnendum og bankaráðsmönnum bankans. "Þar er því haldið fram að Samson hafi í raun ráðið 73% í bankanum. Enginn fótur er fyrir þessum málflutningi slitastjórnarinnar, sem hefur ákveðið að krydda stefnu á hendur nokkrum einstaklingum með þessum fullyrðingum.

Skuldabréfaútgáfa Íslands sú önnur besta að mati Euroweek

Skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs Íslands í júní á síðasta ári, upp á einn milljarða dollara, var önnur best heppnaða skuldabréfaútgáfa þjóðríkis á síðasta ári að mati fagtímaritsins Euroweek. Útgáfan var í tíunda sæti þegar horft var til allra skuldabréfaútgáfa.

Arion tekur yfir íbúðalán þrotabús Kaupþings

Arion banki og skilanefnd og slitastjórn Kaupþings gerðu nýverið með sér samkomulag um kaup Arion banka á íbúðalánasafni sem verið hefur í sérstökum sjóði í eigu þrotabús Kaupþings. Í tilkynningu frá bankanum segir að samkomulagið taki einnig til fjármögnunar lánanna með yfirtöku sértryggðra skuldabréfa.

Slaki í Evrópu dregur hagvöxtinn niður

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína og spáir því nú að árið 2012 verði örlítið verra í efnahagslegu tilliti en fyrri spá gerði ráð fyrir. Meðaltalshagvöxtur verður 3,3 prósent samanborið við tæplega fjögur prósent miðað í fyrri spá.

Forstjóri Renault óttast árið 2012

Forstjóri Renault, Carlos Ghosn, segir að horfur í efnahagsmálum á þessu ári séu slæmar. Hann telur að sala á bifreiðum gæti dregist saman um tvö til þrjú prósent á árinu og jafnvel enn meira í Frakklandi heldur en annars staðar. "Þetta verður erfitt fyrir alla, ekki aðeins Renault," sagði Ghosn í samtali við Wall Street Journal.

Rauðar tölur á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfamarkaðir hafa víðast hvar einkennst af rauðum lækkunartölum. Markaðir í Bandaríkjunum opnuðu með lækkun. Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hefur lækkað um 0,55% en í Evrópu eru lækkunartölurnar heldur skarpari. Flestar vísitölur hafa lækkað um ríflega eitt prósent.

Spáir mestu verðbólgu í tæp tvö ár

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,05% milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga hækka úr 5,3% í 6,3%. Verðbólgan mun þá ná hæsta gildi sínu í tæp tvö ár eða síðan í maí árið 2010.

Ísland í samstarf með Alþjóðabankanum

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, upplýsti um það á fundi um klasastjórnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins Gekon, í morgun, að íslensk stjórnvöld hefðu náð samkomulagi við Alþjóðabankann um að vera bankanum til ráðgjafar á sviði jarðhitaverkefna í Afríku.

Lokað á nýja reikninga í netbankanum

Í tvö ár hefur ekki verið hægt að stofna nýja reikninga í gegnum netbanka Íslandsbanka eins og unnt er hjá hinum tveimur stóru viðskiptabönkunum.

Gullæði runnið á hóteleigendur í Úkraníu

Gullæði er runnið á eigendur hótela og gistihúsa í borgunum Kharkiv og Lviv í Úkraníu þar sem Evrópumeistaramótið í fótbolta fer fram í sumar. Dæmi eru um 4.700% hækkun á gistinóttum.

Enn rólegt á fasteignamarkaðinum

Alls var 86 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er aðeins undir meðaltali fjölda samninga á viku undanfarna 3 mánuði sem er 93 samningar.

Reikna með óbreyttum stýrivöxtum

Reikna má með að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi sínum þann 8. febrúar næstkomandi þrátt fyrir að útlit sé fyrir áframhaldandi mikla verðbólgu en spáð er að verðbólgan fari í 6,3% í þessum mánuði.

Aflaverðmætið 127 milljarðar

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 127,2 milljörðum króna fyrstu tíu mánuði ársins 2011 samanborið við 114 milljarða á sama tímabili 2010, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

54 fyrirtæki fengið milljarð afskrifaðan

Alls 45 fyrirtæki hafa fengið skuldir niðurfelldar fyrir milljarð króna eða meira í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu. Níu fyrirtæki hafa að auki fengið felldar niður skuldir fyrir milljarð eða meira, eða svo háum skuldum breytt í hlutafé, í tengslum við nauðasamninga. Alls hafa því 54 fyrirtæki fengið skuldir felldar niður fyrir milljarð eða meira.

Seðlabankinn fellir niður kröfur á stofnfjárhafa

Stjórn Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ) hefur ákveðið að fella niður kröfur á stofnfjárhafa í Sparisjóði Svarfdæla sem ESÍ á í gegnum Hildu hf. Umræddar kröfur eru lán til rúmlega 100 aðila sem veitt voru af Saga Fjárfestingarbanka í árslok 2007 í tengslum við stofnfjáraukningu í Sparisjóði Svarfdæla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Áhugi á Drekasvæði veltur á árangri í Noregshafi

Nýfundnar olíulindir í Barentshafi og Norðursjó draga úr áhuga á Drekasvæði Íslendinga, að mati helsta sérfræðings Noregs um olíuiðnaðinn. Hann telur möguleika Íslendinga ráðast af því hversu vel gangi að finna olíu í vesturhluta Noregshafs en þar eru nokkrir helstu olíurisar heims nú að leita.

Stærsta skónetverslun landsins

Skor.is veitir nú Íslendingum, sem og öðrum, aðgengi að fjölbreyttu skóúrvali, óháð búsetu, allt árið um kring og á góðum kjörum. Á netversluninni er að finna fjölmörg þekkt og vönduð merki.

Greining Íslandsbanka mælir með kaupum á Marel bréfum

Greining Íslandsbanka ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Marel, sé mið tekið af nýrri greiningu frá sérfræðingum bankans. Verðmatsgengi bréfa félagsins í greiningunni er skráð 150,8, en lokagengi í viðskiptum 20. janúar, sem tiltekið er í greiningunni, var 136.

Statoil styrkir sig við Grænland

Norski olíurisinn Statoil, þar sem norska ríkið fer með tæplega 70% hlutafjár, hefur keypt 30% hlut í félagi sem hefur leyfi til olíurannsókna við Grænlandsstrendur af Cairn Energy. Frá þessu greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Lagarde: Verður að afstýra annarri mikilli kreppu

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að heimurinn standi nú frammi fyrir því að aðgerðir til þess að hindra svipað ástand og skapaðist í kringum 1930, þegar kreppan mikla skall á, verði að veruleika.

Vaxandi spenna vegna vanda Grikkja

Vaxandi spennu gætir nú meðal þjóðarleiðtoga Evrulandanna vegna efnahagsvanda Grikklands. Fyrirsjáanlegt þykir að Grikkir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar í mars næstkomandi þegar 14,4 milljarða evra, tæplega 2.300 milljarðar króna, falla á gjalddaga.

Sniðugar gjafir fyrir öll tækifæri

Gjafabúðin (www.gjafabudin.is) og Óskaskrín (www.oskaskrin.is) eru ný af nálinni hérlendis en hafa svo sannarlega slegið í gegn, enda er þar vandi margra leystur þegar kemur að gjafavali.

Freistandi útsölur árið um kring

Það hrífast margir af því að versla í Bandaríkjunum. Á þeim risastóra markaði er úrval og verðlag engu líkt og einstök upplifun öllum sem kynnast. Það þarf ekki að fara vestur um haf til að njóta dýrðarinnar; það er hægt að versla gegnum netið.

Netverslun á enn eftir að aukast

Á síðustu árum hefur orðið bylting í netverslun á Íslandi og sífellt fleiri fyrirtæki hafa sett upp netverslanir á vefsíðum sínum. Vefsíðufyrirtækið Allra Átta býður fullkomin netverslunarkerfi sem nýta nýjustu tækni.

Viðskiptavinurinn er og verður alltaf í fyrsta sæti

Femin.is er netverslun með um sex þúsund sérvaldar vörutegundir fyrir konur. Þar má nefna heilsu-og snyrtivörur, vörur fyrir verðandi mæður og börn, unaðsvörur ástalífsins og heimilisvörur, meðal annars íslenska hönnun.

Mikill áhugi á olíuleit við Austur-Grænland

Grænlensk stjórnvöld hafa boðið út olíuleit við Austur-Grænland en þetta er í fyrsta sinn sem opnað er á olíuleit við austurströnd þessa næsta nágrannalands Íslands. Mikill áhugi er á útboðinu og mættu 70 olíufyrirtæki á kynningarfund Grænlendinga í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði.

Framkvæmdastjórar RIM víkja

Research In Motion, framleiðandi Blackberry snjallsímanna, tilkynnti í dag að framkvæmdastjórar fyrirtækisins muni víkja á næstu dögum. Fyrirtækið hefur átt afar erfitt uppdráttar í samkeppni við Apple og Google.

Nýir aðilar taka við rekstri á Hótel Garði

Rekstaraðilar hótelsins Reykjavík Residence og Gistiheimilisins Domus hafa gert fimm ára samning við Félagsstofnun stúdenta um rekstur sumarhótelsins Hótels Garðs í húsakynnum Gamla Garðs við Hringbraut.

Sjá næstu 50 fréttir