Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um rúm 60% í fyrra

Í desember síðastliðnum voru 137 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 105 fyrirtæki í desember 2010. Eftir atvinnugreinum voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að heildarfjöldi gjaldþrota síðasta ári er 1.578 sem er 60,7% aukning frá árinu 2010 þegar 982 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Flest gjaldþrot eða 329 voru byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Í desember 2011 voru skráð 137 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 144 einkahlutafélög í desember 2010. Eftir atvinnugreinum voru flest einkahlutafélög skráð í fjármála- og vátryggingastarfsemi.

Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga árið 2011 er 1.700 samanborði við 1.627 einkahlutafélög árið 2010, sem jafngildir um 4,5% fjölgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×