Viðskipti innlent

Kauphöllin áminnir N1 og sektar félagið

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna olíufélagið N1 opinberlega og beita það sekt að upphæð 1,5 milljónir króna vegna brota félagsins á reglum Kauphallarinnar.

Í tilkynningu segir að N1 hafi ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2010 áður en löglegur frestur fyrir birtinguna rann út. Raunar tilkynnti félagið að ársreikningurinn yrði ekki birtur fyrr en í júní á þessu ári vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins.

N1 tók hinsvegar skuldabréfaflokk sinn úr viðskiptum í Kauphöllinni í maí s.l., það er áður en ársreikningurinn fyrir 2010 var birtur. Slíkt er brot á reglum um viðskipti i Kauphöllinni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×