Viðskipti innlent

Mikil stemming fyrir hlutafjárútboði Haga

Mikil stemming virðist vera fyrir hlutafjárútboði Haga hf. sem hófst í gærdag. Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.

Þar segir að gera megi ráð fyrir að eftirspurn í útboðinu verði meiri en framboðið þar sem fjárfestingarkostir á Íslandi eru fáir. Þá segir að ef miðað er við verðmat greiningardeilda á Högum virðist verðlagningin á hlutunum í félaginu vera ásættanleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×