Viðskipti innlent

Arion banki íhugar alþjóðlegt skuldabréfaútboð

Arion banki er að íhuga fyrsta skuldabréfaútboð sitt á alþjóðamörkuðum. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.

Þar er haft eftir Höskuldi Ólafssyni bankastjóra Arion banka að bankinn vilji fjármagna sig utan landamæra Íslands og að þetta skuldabréfaútboð verði innan næstu 12 mánaða.

Höskuldur segir að staðan sé jákvæð hvað varðar að sækja sér fjármagn á alþjóðlega lánamarkaði. Hann bendir jafnframt á að efnahagsþróunin á Íslandi sé jákvæðari en þróunin í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×