Viðskipti innlent

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka spáir því að Peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum Seðlabankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans á miðvikudaginn kemur.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að jafnframt spái greiningin því að stýrivextir bankans verði óbreyttir út næsta ár en þá taki við hægfara hækkunarferli samhliða því að slakinn í efnahagslífinu minnki.

Þetta er samhljóma spá greiningar Arion banka en ein helsta röksemd beggja þessarar aðila er að seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþings í lok síðasta mánaðar að eitthvað markvert nýtt þyrfti að koma til ef vextir bankans eigi að lækka eða hækka á næstu mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×