Viðskipti innlent

Nokkuð dregur úr veltunni á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 79. Þetta er nokkuð minni fjöldi en nemur meðaltalinu undanfarnar 12 vikur sem er 98 samningar á viku.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að af þessum 79 samningum voru 60 um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var tæpir 2,7 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 34 milljónir króna.  Meðalupphæð á samning hefur hækkað verulega miðað við meðaltal síðustu 12 vikna sem var 29 milljónir króna á samning.

Í síðustu viku var 5 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 127 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,3 milljónir króna.

Á sama tíma var 7 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 148 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,1 milljón króna.

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 49 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,2 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×