Viðskipti innlent

Norðmenn óskuðu eftir smjöri frá Íslandi - við erum ekki aflögufær

Gissur Sigurðsson skrifar
Norðmenn hafa óskað eftir að kaupa smjör frá Íslandi þar sem jólaundirbúningur þar í landi er að komast í uppnám vegna smjörskorts. Mjólkursamsalan treystir sér ekki að verða við óskum Norðmannanna til að stefna ekki jólabakstri og jólahaldi hér á landi í tvísýnu.

Einar Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar staðfesti þetta við Fréttastofuna. Norskir fjölmiðlar greina frá því að neytendur séu tilbúnir til að greiða ríflegt verð, bara ef Þeir fá smjör. Reyndar er þetta ekki vandamál á Oslóar-svæðinu, því íbúar þar aka í stórum stíl yfir til Svíþjóðar til smjörkaupa, en sú er hreint ekki staða allra Norðmanna.

Nokkur atriði leggjast á eitt við að skapa þetta ástand í Noregi, samkvæmt athugun Fréttastofu. Margir eru nú á vinsælum matvælakúr, þar sem smjör er notað, strangir framleiðslukvótar norskra stjórnvalda hafa ekki tekið tillit til aukinnar smjörneyslu í landinu, og óvenju mikil vætutíð víðast hvar í Noregi í sumar hafði þau áhrif að nytin féll í kúnum, sem kom niður á smjörframleiðslunni.

Danski mjólkurrisinn Arla, ætlar  ekki heldur að hlaupa undir bagga, og er Frétastofunni kunnugt um að íslenskar fjölskyldur í Noregi séu farnar að biðja vandamenn sína hér á landi að senda sér smjör í jólabaksturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×