Viðskipti innlent

Þremenningarnir látnir lausir

Lárus Welding var einn þeirra sem var hnepptur í varðhald.
Lárus Welding var einn þeirra sem var hnepptur í varðhald.
Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, og Inga Rafnari Júlíussyni, fyrrverandi miðla hjá Glitni, var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. Þetta staðfesti Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérstaks saksóknara í síðustu viku og úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Að loknum yfirheyrslum í dag voru þeir svo látnir lausir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×