Viðskipti innlent

Eva Joly kallar eftir ákærum

Eva Joly, sem á sínum tíma var ráðgjafi sérstaks saksóknara í rannsóknum tengdum bankahruninu, segir að nú ættu ákærur að hafa litið dagsins ljós, og þær fleiri en ein. Rætt var við Joly í Silfri Egils á RÚV í dag og þar sagðist hún sýna því skilning að langan tíma taki að rannsaka mál af þessu tagi en bendir á að nú séu liðin þrjú ár og enn hafi engin ákæra verið gefin út á hendur helstu gerendum í hruninu.

„Ekkert samfélag eigi að líða það að menn komist upp með að setja bankakerfi heillar þjóðar á hliðina og sleppa við alla ábyrgð. Það sé afar slæmt fordæmi,“ segir ennfremur á vef Ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×