Fleiri fréttir

Arion banki sjálfur með öll spil á hendi

Þorkell Sigurlaugsson, formaður stjórnar Framtakssjóðs Íslands, gagnrýnir greiningardeild Arion banka harðlega fyrir að að ýjað að því í markaðspunktum sínum að Framtakssjóðurinn sé ekki að standa sig nægilega vel, við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og almennt í fjárfestingum.

Heiðar Már: Þurfum að losna við þessa ónýtu peningastefnu

„Það sem skiptir öllu máli er að losa sig við þessa ónýtu peningastefnu sem Ísland hefur verið að reka,“ segir Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir. Heiðar Már skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann mælir með því að Íslendingar taki upp kanadískan dollar.

Egils Gull vann virtustu bjórverðlaun í heimi

Íslenski bjórinn Egils Gull vann á dögunum World Beer Awards virtustu bjórverðlaun í heimi. Aldrei að vita hvað verðlaunin hafa í för með sér segir forstjóri Ölgerðarinnar. Fjöldi dómara frá öllum heimshornum blindsmakkaði ríflega hundrað bjóra og viti menn, það var gullið sem hlaut gull, fyrir besta standard lager bjór í heimi.

Landsbankinn búinn að afskrifa fyrir 390 milljarða

Landsbankinn hefur afskrifað skuldir að upphæð 390 milljarðar króna frá hruni, samkvæmt nýjum tölum sem bankinn birti í dag. Stærstur hluti þeirra eru skuldir stórra eignarhaldsfélaga sem litlar eignir áttu og fóru í gjaldþrot, eða kröfuhafar eignuðust eftir nauðsamninga. Þar er um að ræða þekkt félög eins og Stoðir, sem áður hét FL Group, og Atorku.

Omnis opnar í Reykjavík

Í dag, hinn 11. nóvember 2011 opnar Omnis ehf. tölvuverslun og tölvuverkstæði í Ármúla 11. Omnis er á sínu 10. starfsári en fyrirtækið hefur undanfarin ár rekið verslanir á þremur stöðum á landsbyggðinni, í Borgarnesi, á Akranesi og í Keflavík.

Hlutur í Össuri úr einum vasa í annan

Landsbankinn hefur keypt hlut fjárfestingafélagsins Horns í Össuri, samtals 17,3 milljónir hluta, eða 3,6% af heild. Horn er dótturfélag Landsbankans og því má segja að þessi eignarhlutur í Össuri sé að fara úr einum vasa í annan.

Persónulegar gjafir

Prentlausnir sérhæfa sig í stafrænni prentun og frágangi á prentgripum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða forriti sem auðveldar fólki að búa til falleg jólakort, dagatöl og albúm.

Dýrmætasta gjöfin

Því fylgir notaleg jólastemning að dunda við persónulega sköpun jólagjafa í formi myndabóka og myndadagatala að hætti Myndvals, að ógleymdum jólakortunum.

Afar notendavænn vefur

Prentsmiðjan Oddi heldur úti myndavöruvef þar sem hægt er að hanna eigin jólakort, myndabækur, dagatöl, spil og veggspjöld. Vefurinn hefur nýlega verið endurbættur og er mjög notendavænn og þægilegur í notkun.

Myndlist og minningar

Fyrirtækið Hans Petersen hefur verið leiðandi í að meðhöndla ljósmyndir íslensku þjóðarinnar í áratugi, hvort sem það eru persónuleg jólakort, dagatöl og myndabækur eða stækkaðar ljósmyndir á hágæðapappír og striga. Það nýjasta er p

Geithner hvetur til aðgerða

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gærkvöldi ráðamenn í Asíu og Evrópu til þess að bregðast við þeim slaka sem hagkerfi heimsins glíma nú við. Þetta kom fram á fundi Geithners með leiðtogum Asíuríkja, sem breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Meiri afla landað í Faxaflóahöfnum en í fyrra

Á fyrstu 10 mánuðum ársins var landað rétt tæpum 125.000 tonnum af afla í höfnum Faxaflóahafna. Þetta er aukning á lönduðum afla upp á 11.500 tonnum eða 10% frá sama tímabili í fyrra.

SA sættir sig ekki við ástandið né horfurnar framundan

Samtök atvinnulífsins (SA) sætta sig hvorki við ástand efnahagsmálanna né horfurnar framundan. Spár benda til þess að hagvöxtur verði lítill, framkvæmdir í lágmarki, atvinnu­leysi mikið og að hægt muni ganga að bæta lífskjörin.

Auðlindir Reykjanesbæjar teknar upp í skattaskuld

Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun.

Hægri og vinstri menn "grilla" forstjóra Lehman

Ólíkt því sem þingið ákvað að gera hér á landi, þá kölluðu bandarískir þingmenn bankastjóranna af Wall Street í opnar yfirheyrslur. Richard Fuld, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri Lehman Brothers, fékk að finna fyrir því frá bæði demókrötum og repúblikönum þegar hann kom fyrir þingið árið 2009.

Flest félögin ekki í samkeppni

Þorri þeirra 137 félaga sem eru í höndum íslenskra fjármálafyrirtækja liggur hjá stóru viðskiptabönkunum þremur. Landsbankinn á hlut í flestum félögum. Fréttablaðið greinir frá því um hvaða félög er að ræða.

Á fleiri félög en hinir bankarnir

Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu.

Eitt stórt rekstrarfélag

Íslandsbanki og dótturfélög hans eiga hluti í 27 félögum. Þar af á bankinn sjálfur beinan eignarhlut í fimm félögum. Þau eru Sjóvá (9,2%), N1 (24,73%), Icelandair Group (21%), Glitnir Real Estate Fund (64,4%) og Smyrlaheiði (100%). Þau tvö síðastnefndu eru félög utan um fasteignir.

Auður Capital kaupir Tinda

Fjármálafyrirtækið Auður Capital hefur yfirtekið Tinda verðbréf. Verður starfsemi fyrirtækjanna sameinuð undir merkjum Auðar Capital.

Á stór rekstrarfélög

Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum.

Hækkar mat á bankakerfinu

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s (S&P) hefur hækkað mat sitt á stöðugleika íslenska bankakerfisins. Íslenska bankakerfið fær nú einkunnina 7 en var áður með einkunnina 8.

Segir ESB ályktun engu breyta

„Ég sé ekki að þessi samþykkt breyti neinu þar sem Samtök atvinnulífsins binda ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðuna til ESB aðildar eða umsóknarferlisins yfirleitt,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um ályktun stjórnar Samtaka atvinnulífsins frá því í dag.

Símarnir sjálfir geti hjálpað Alzheimer-sjúklingum

Magnús Oddsson, nýtæknikönnuður og verkfræðingur hjá Össuri, er gestur í Klinkinu, umræðuþætti um efnahagsmál, á viðskiptavef Vísis. Magnús segir að miklir möguleikar séu á því að efla framfarir í heilbrigðisgeiranum með samvinnu fólks sem hefur ólíka þekkingu, t.d. milli verkfræðinga og lækna.

Ákvörðun um Nubo "verður að byggjast á lögmætum sjónarmiðum“

Aukið samráð ráðuneyta við hagstjórn er rauði þráðurinn í nýrri efnahagsáætlun stjórnvalda. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill virkja samráð á öðrum sviðum eins og í tilviki fjárfestingar Huangs Nubos en á endanum sé það innanríkisráðherra að gefa grænt ljós á fjárfestingu hans.

Þorsteinn þarf að greiða 150 milljónir

Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi eigandi Vífilfells, hætti við áfrýjun á máli gegn Landsbankanum vegna sjálfsábyrgðar á víxli sem hann hafði skrifað undir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til þess að greiða 150 milljónir króna vegna málsins. Þorsteinn skaut málinu til Hæstaréttar 18 mars síðastliðinn en tveimur dögum fyrir málflutning óskaði hann eftir því að Hæstiréttur felldi málið niður. Héraðsdómur stendur því og Þorsteinn mun þurfa að greiða Landsbankanum 150 milljónir króna með vöxtum.

Apple gefur út uppfærslu fyrir iOS 5

Tölvurisinn Apple hefur gefið út uppfærslu fyrir iOS 5. Stýrikerfið er það nýjasta sem Apple framleiddi fyrir iPhone 4S og iPad spjaldtölvuna.

SA vill klára aðildarviðræður við ESB

Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Í ályktun sem stjórn samtakanna samþykktu í dag segja þau að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Ályktun var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 6 en tveir stjórnarmanna sátu hjá.

Átján ára samningaviðræðum lokið

Samningum um aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni lauk í morgun eftir átján ára samningagerð. Íslendingur, Stefán Haukur Jóhannesson, hefur leitt viðræðurnar síðustu átta ár. Hann segir að um sé að ræða stórt og sögulegt skref í alþjóðaviðskiptum.

Icelandair lækkar enn

Gengi bréfa í Icelandair heldur áfram að lækka, eftir nokkuð skarpa lækkun síðustu daga. Það sem af er degi hefur það lækkað um tæp 2,5% og stendur gengið nú í 5,15.

Papademos nýr forsætisráðherra Grikklands

Grikkinn Lucas Papademos, fyrrverandi varabankastjóri Seðlabanka Evrópu, var í dag skipaður forsætisráðherra Grikkja, samkvæmt frétt BBC. Mynduð hefur verið ný samsteypustjórn þriggja flokka í Grikklandi til að fást við þá skelfilegu stöðu sem komin er upp í efnahagslífi landsins.

Matarmiklir jólapakkar hitta í mark

Það verður enginn svangur sem fær jólapakka frá Stórkaup að gjöf. Dýrindis veitingar vella upp úr kössunum og gleðja margt matargatið.

Vill að Íslendingar noti kanadískan dollar

Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir færir rök fyrir því í Fréttablaðinu í dag að Ísland geti tekið upp kandadadollar. Hann bendir á að margt sé líkt með Íslandi og Kanada. Báðar þjóðirnar séu ungar og eigi framtíðina fyrir sér. Þá bendir hann á að Kanada skuldi lítið, hafi traust fjármálakerfi og frábæran seðlabanka.

Íslandsbanki á hlut í 27 félögum

Í heild eiga Íslandsbanki og Miðengi hlut í 27 félögum, Íslandsbanki í 5 félögum en Miðengi í 22. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í framhaldi frétta um að bankarnir eigi 137 félög sem eru í óskyldri starfsemi.

Íslandsbanki setur Hlíðasmára 3 í söluferli

Miðengi, eignarhaldsfélagi í eigu Íslandsbanka, hefur sett Hlíðasmára 3 í Kópavogi í opið söluferli. Húsið er fimm hæðir og í því er verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem er í útleigu. Húsið var byggt árið 2001.

Auður Capital kaupir Tinda verðbréf

Stjórnir Auðar Capital hf. og Tinda verðbréfa hf. hafa komist að samkomulagi um að sameina starfsemi fyrirtækjanna undir merkjum Auðar Capital.

Jónas Fr. spurði Gunnar Andersen spjörunum úr í dómsal

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins og lögmaður, spurði Gunnari Þ. Andersen, núverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, i Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Íslenska lífeyrissjóðsins rekur gegn FME.

S&P hækkar mat sitt á íslenska bankakerfinu

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) telur að íslenska bankakerfið sé að braggast. Hefur Standard & Poor´s því hækkað mat sinn á bankakerfinu um einn flokk eða úr hópi 8 og upp í hóp 7. Reuters greinir frá þessu.

Tæplega 1800 umsóknir um greiðsluaðlögun óafgreiddar

Embætti Umboðsmanns skuldara á ólokið afgreiðslu á 1.790 umsóknum um greiðsluaðlögun af 3.778 umsóknum sem borist hafa síðan að embættið var stofnað. Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar.

Útgjöld til fræðslumála eru 8,3% af landsframleiðslu

Í fyrra námu heildarútgjöld til fræðslumála 128,2 milljörðum króna eða 8,3% af landsframleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera 116,7 milljarðar króna en hlutur einkaaðila 11,5 milljarðar eða 9,0% af útgjöldunum.

Tóku skortstöðu gegn viðskiptavinunum

Carl Levin, öldungardeildarþingmaður bandaríkjaþings, spurði Llyod Blankfein, stjórnarformann og forstjóra Goldman Sachs spjörunum úr í bandaríska þinginu um afleiður og tryggingar, fyrr á þessu ári. "Þið voruð að taka skortstöðu gegn viðskiptavinum ykkar,“ sagði Levin og gekk á Blankfein. Þessi starfsemi Goldman Sachs er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir