Fleiri fréttir

Adobe segir skilið við Flash

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Adobe Systems tilkynnti í dag að fyrirtækið muni hætta þróun á Flash margmiðlunarhugbúnaðinum fyrir snjallsíma. Flash er þungamiðja fjölmiðlunar í stýrikerfum margra snjallsíma, þar á meðal í Android og BlackBerry.

Áhyggjur vegna vanda Ítalíu magnast

Áhyggjur fjárfesta af fjárhagsvanda Ítalíu hafa magnast í dag, þvert á það sem margir höfðu spáð fyrir um fyrir sólarhring síðan. Á vefsíðu Wall Street Journal í gær kom meðal annars fram að fjárfestar horfðu til þess með tilhlökkun að Silvio Berlusconi væri að hætta störfum.

FME uppfyllir ekki gæðakröfur

Nokkuð vantar upp á að Fjármálaeftirlitið uppfylli alþjóðalegar gæðakröfur, samkvæmt úttekt sérfræðings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í mars og apríl á þessu ári.

Árni Páll hvetur til að Nubo fái að kaupa Grímsstaði

Ekki liggja fyrir nein efnisrök til að telja hagsmunum Íslands ógnað með nokkrum hætti af erlendri fjárfestingu af þeim toga sem kínverjinn Huang Nubo hefur í hyggju. Þetta kemur fram í umsögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem mun meðal annars liggja til grundvallar ákvörðun Ögmundar Jónassonar um það hvort leyfa eigi Nubo að fjárfesta í Grímsstöðum á Fjöllum.

Lækkanir á mörkuðum

Miklar lækkanir hafa verið í dag á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Flestar vísitölur hafa lækkað um á bilinu 1,5% til 2,5%. Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum lokar ekki fyrr en í kvöld og því ekki hægt að útiloka að hann rétti úr kútnum.

Kaupþing kærir til Hæstaréttar

Slitastjórn Kaupþings ætlar að kæra til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort slitameðferð samræmist reglum um EES. Dómurinn kvað upp úrskurð sinn í gær. Málið tengist kröfu sem Anglo Irish Bank á Írlandi gerir á hendur Kaupþingi upp á samtals 15 milljónir evra.

Björgólfur: Markaðurinn að stækka

Aukin samkeppni í flugi er ekkert óeðlileg og Icelandair verður bara að gera enn betur, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Vísi. "Menn eru að horfa til stærri markaðar og ætla að fá sér köku af því,“ segir Björgólfur. Hann segir að markaðurinn fari sífellt stækkandi og því sé spáð að fjölgun flugfarþega í ár verði allt að 20%.

Papandreou á fund forseta

Svo virðist sem ný ríkisstjórn verði kynnt í Grikklandi síðar í dag en George Papandreou, forsætisráðherra, mun ganga á fund forseta landsins, Carolos Papoulias, klukkan 15, samkvæmt frásögnum erlendra fjölmiðla. Papandreou mun á fundinum afhenda afsagnarbréf sitt, samkvæmt fréttum erlendra miðla.

Icelandair lækkað um 3,14%

Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið um 3,14% í morgun en gengi bréfa félagsins er nú 5,25. Hvort þessi lækkun tengist eitthvað áformum Easy jet um að fljúga hingað til lands, sem tilkynnt var um í morgun, skal ósagt látið.

Facebook getur komið þér í steininn - nokkrir örlagaríkir statusar

Facebook statusar geta verið varhugaverðir. Stundum virðist fólk ekki átta sig á því að það sem sett er sem status á Facebook síðunni getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Vefsíðan Mental Floss hefur tekið saman nokkrar stöðuuppfærslur sem eiga það sameiginlegt að hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.

Hefja miðasölu á morgun

easyJet ætlar að hefja sölu á ferðum til Lundúna strax á morgun en fyrr í dag var sagt frá því í tilkynningu að flugfélagið myndi hefja sölu í dag..

easyJet til Íslands: Um 11 þúsund krónur báðar leiðir

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Íslands frá Bretlandi. Flogið verður þrisvar í viku til Keflavíkur frá Lutonflugvelli í nágrenni London. Ferðirnar hefjast 27. mars á næsta ári en miðarnir fara í sölu á morgun. Í tilkynningu frá easy Jet segir að miðaverðið verði 6100 krónur aðra leiðina en 10.900 krónur báðar leiðir.

Enn hækkar álagið á ítölsk ríkisskuldabréf

Ekkert lát er á hækkunum á áhættuálaginu á ítölsk ríkisskuldabréf. Bréf til 10 ára fóru í tæplega 6,9% í morgun en ástæðan er óvissan í efnahagsmálum landsins og gífurleg skuldabyrði þess.

Lífeyrissjóðir keyptu hluti í Icelandair af sjálfum sér

Sá breiði hópur fjárfesta sem keyptu 10% hlut í Icelandair af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) er að mestu skipaður eigendum sjóðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru níu lífeyrissjóðir sem eru á meðal eigenda FSÍ hluti af hópnum. Þeirra á meðal er Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem keypti 2,5% og á nú 14,5% hlut, og Gildi lífeyrissjóður, sem keypti um 1,1% hlut.

Dimon: Allt hefur breyst, þarf nýjar reglur?

Jamie Dimon, forstjóri bandaríska risabankans JP Morgan Chase, stóð upp á blaðamannafundi hjá Ben Bernanke seðlabankastjóra Bandaríkjanna fyrr á þessu ári spurði hann ítarlega út í hvort það væri þörf fyrir miklar breytingar á regluverki fjármálamarkaðarins.

Lagarde varar við glötuðum áratug

Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að hætta sé á að efnahagskerfi heimsins lendi í glötuðum áratug.

Slitastjórn krefur Jón Ásgeir um 83 milljónir

Slitastjórn Glitnis stendur nú í málaferlum við Jón Ásgeir Jóhannesson vegna 450 þúsund punda, jafnvirði um 83 milljóna króna, sem hún telur hann skulda sér í málskostnað vegna kyrrsetningarmáls í Bretlandi.

Markaðir tóku kipp við afsögn Berlusconi

Hlutabréfavísititölur í Bandaríkjunum tóku kipp upp á við í gærkvöldi þegar fréttist að Silvio Berlusconi hefði tilkynnt um fyrirhugaða afsögn sína sem forsætisráðherra Ítalíu.

CCP braut persónuverndarlög

persónuvernd Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP braut lög um persónuvernd með því að senda upplýsingar um notendur tölvuleiksins Eve Online til Kína og Bandaríkjanna samkvæmt úrskurði Persónuverndar.

Ógilding yfirtöku á svínabúum staðfest

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku Stjörnugríss á svínabúunum Brautarholti og Grísagarði.

Obama valdamestur - Gates valdmestur í einkageiranum

Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook.

Markaðir lokuðu grænir

Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum lokuðu með grænum tölum, hækkunum upp á 1 til 1,5 prósent. Hér á Íslandi lækkaði gengi bréfa í Icelandair um 1,09% og stendur gengið nú í 5,42% en bréf í Marel hækkuðu um 0,41% og stendur gengi bréfanna nú í 121,5.

Credit Suisse undir eftirliti bandarískra yfirvalda

Bandarísk yfirvöld eru enn að berjast gegn því að svissneskir bankar aðstoði ríka Bandaríkjamenn við að skjóta peningum undan skatti. Nú síðast hefur svissneski risabankinn Credit Suisse sent viðskiptavinum sínum bréf og tilkynnt um að bankinn þurfi að gefa yfirvöldum nákvæmar upplýsingar um reikningsupphæðir og fleira.

Slitameðferð Kaupþings vísað til EFTA dómstólsins

Leitað verður ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort tilteknir þættir í slitameðferðinni hafi samræmst reglur um EES, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið tengist kröfu sem Anglo Irish Bank á Írlandi gerir á hendur Kaupþingi upp á samtals 15 milljónir evra.

Karl Wernersson heldur hundruðum milljóna

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli þrotabús Milestone á hendur Karli Wernerssyni um greiðslur á verðmætum sem Karl fékk í aðdraganda gjaldþrots Milestone. Þrotabúið krafðist að um 500 milljóna króna greiðslum til Karls yrði rift og að Karl myndi greiða þrotabúinu 418 milljónir króna. Karli var stefnt þann 9. nóvember í fyrra. Ástæða frávísunarinnar er sú að málið var höfðað eftir að málshöfðunarfrestur rann út.

Alls óljóst hvenær Nubo verður svarað

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekkert til um það hvenær hann mun svara erindi Huangs Nubo vegna fyrirhugaðra kaupa hans á jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Ögmund út í málið á Alþingi í dag. Kristján sagði að hér væri um miklar tekjur að ræða sem myndu skila sér sem tekjur við nýsköpun.

Johnson: Millistéttin borgar fyrir glannaskap banka

Simon Johnson, prófessor í hagfræði við MIT háskólann í Boston, segir að "millistéttin“ sé að borga brúasann fyrir glannaskap bankanna. Þetta sjáist víða og sé í reynd alþjóðlegt einkenni á vandamálum sem hagkerfi heimsins glími nú við.

Glitnir krefst þess að Jón Ásgeir greiði allan málskostnað

Þrotabú Glitnis banka krefst þess að Jón Ásgeir Jóhannesson greiði allan þann málskostnað sem honum ber að greiða í tengslum við frystingu á eignum hans í London. Heildarkrafa Glitnis gagnvart Jóni Ásgeiri Jóhannessyni er 604 þúsund pund, liðlega 110 milljónir króna, en hann hefur nú þegar greitt um 150 þúsund pund, liðlega 27 milljónir króna.

Sigríður hefur störf um áramót

Sigríður Benediktsdóttir, sem nýlega var ráðin yfirmaður fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, tekur ekki formlega til starfa fyrr en um áramót og gegnir Harpa Jónsdóttir, hennar næstráðandi, starfi hennar fram að því.

SP-toppar fara frá Landsbankanum

Kjartan G. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bíla og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum, hefur ákveðið að láta af störfum. Hið sama á við um forstöðumennina Pétur Gunnarsson og Herbert Arnarson.

Berlusconi berst fyrir pólitísku lífi sínu

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu en aðgerðir ríkisstjórnar hans í ríkisfjármálum verða bornar undir þingið í landinu seinna í dag. Fulltrúar ríkisstjórnar Berlusconis funduðu með stjórnarandstöðunni í ellefu tíma í gær, með það fyrir augum að afla trausts hennar fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu.

Breiður hópur fjárfesta keypti í Icelandair

Framtakssjóður Íslands hefur selt 10% hlutafjár í Icelandair Group, alls 500 milljón hluti til breiðs hóps fagfjárfesta. Meðalverð á hlut var 5,423 krónur og nemur heildarsöluvirði hlutafjár því 2.711 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Framtakssjóður Íslands um 950 milljón hluti í Icelandair Group, eða um 19% hlutafjár.

Vöruskiptin hagstæð um 8 milljarða í október

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir október var útflutningur 52,7 milljarðar króna og innflutningur tæpir 44,7 milljarðar króna. Vöruskiptin í október voru því hagstæð um 8,1 milljarð króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Höndin var ekki "ósýnileg" - hún var ekki þarna

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur marg sinnis mótmælt kenningu hagfræðinginsins Adam Smith, um hina "ósýnilegu hönd" markaðarins, og sagt hana vera gallað og einfeldningslega.

Milestone í mál við Makedóna

Þrotabú Milestone reynir nú að innheimta skuld upp á eina milljón evra, jafnvirði um 160 milljóna króna, af makedónskum kaupsýslumanni, sem var viðskiptafélagi Wernersbræðranna Karls og Steingríms fyrir bankahrun. Málflutningur um skuldina fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Grikkir kynna nýjan forsætisráðherra í dag

Tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Grikklands í dag. Samkvæmt grískum fjölmiðlum komust Georg Papandreú, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi vinstri flokksins Pasok, og Antonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, að samkomulagi um forsætisráðherra í samsteypustjórn flokkanna í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir