Viðskipti innlent

Símarnir sjálfir geti hjálpað Alzheimer-sjúklingum

Magnús Oddsson, nýtæknikönnuður og verkfræðingur hjá Össuri, er gestur í Klinkinu, umræðuþætti um efnahagsmál, á viðskiptavef Vísis. Magnús segir að miklir möguleikar séu á því að efla framfarir í heilbrigðisgeiranum með samvinnu fólks sem hefur ólíka þekkingu, t.d. milli verkfræðinga og lækna. Velgengni Össurar byggi ekki síst á samstarfi sem þessu.

Hann nefnir sem dæmi að vel sé hægt að hugsa sér að símar geti látið aðstandendur Alzheimer-sjúklinga vita af því ef þeir eru villtir, eða komnir út fyrir svæði þar sem þeir eiga að vera. Reiknigeta í nýjum snjallsímum sé margfalt meiri en í bestu tölvum fyrir tiltölulega fáum árum, sem sýni vel hvaða sé hægt að gera.

Sjá má viðtalið við Magnús Oddsson í heild sinni hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×