Ákvörðun um Nubo "verður að byggjast á lögmætum sjónarmiðum“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. nóvember 2011 19:00 Aukið samráð ráðuneyta við hagstjórn er rauði þráðurinn í nýrri efnahagsáætlun stjórnvalda. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill virkja samráð á öðrum sviðum eins og í tilviki fjárfestingar Huangs Nubos en á endanum sé það innanríkisráðherra að gefa grænt ljós á fjárfestingu hans. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti nýja efnahagsáætlun stjórnvalda á blaða- og fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hluti af áætluninni er innleiðing samhæfðrar hagstjórnar, en það er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 1. febrúar á þessu ári. Markmiðið með samhæfri hagstjórn að ráðuneytin stilli saman strengi sína svo hægt sé fyrirbyggja að leikurinn verði endurtekinn frá árunum fyrir hrun, en það kom m.a fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að skattalækkanir á þenslutímum árin 2005-2007 hafi komið á kolröngum tíma og haft neikvæð áhrif á hagkerfið. Voru Efnahags- og framfarastofnunin OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn líka á einu máli um þetta.Meðal markmiða ætlunarinnar sem kynnt var í dag er að: -Losa heimili, fyrirtæki og hið opinbera úr ósjálfbærri skuldsetningu -Mótuð verði peningastefna til framtíðar og gjaldeyrishöft afnumin í áföngum -Jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja gegnum skattaumhverfi -Nýta tækifæri í ferðaþjónustu með lágu gengi krónunnar - átakið „Ísland allt árið" -Atvinnuleysi verði komið niður fyrir 5% árið 2013 -Skuldir ríkis og sveitarfélaga verði komnar niður fyrir 60% af landsframleiðslu árið 2020 -Losað um gjaldeyrishöft í samræmi við áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Samhæfð hagstjórn er af hinu góða en má auka samráð öðrum sviðum innan stjórnarráðsins, t.d í málum sem skipta þjóðarbúið miklu máli eins og í tilviki fjárfestingar Huangs Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum? „Ákvörðunarvald í því máli er hjá einum ráðherra og almennt er það nú þannig að í þessari efnahagsáætlun er ákvörðunarvald einhvers staðar á endanum, en við viljum búa til farveg samráðs og samtals. Í þessu tiltekna máli, varðandi Grímsstaði á Fjöllum, hef ég komið á framfæri sjónarmiðum sem skýra hinn lögmæta grunn fyrir þá ákvörðun út frá sjónarhóli erlendrar fjárfestingar og mikilvægis hennar fyrir íslenskt efnahagslíf. Með sama hætti þurfum við að tryggja að það eigi sér stað samtöl og að ákvarðanir séu teknar á réttum efnislegum grunni og að menn blekki sig ekki um efnislegan grunn ákvarðana, heldur liggi besta fáanlega hagfræðilega greining fyrir á líklegum áhrifum ákvarðana áður en þær eru teknar," segir Árni Páll. Er hægt að færa fyrir því rök að það sé óæskilegt að ákvörðun í jafn stóru máli og fjárfesting Huangs Nubos er hvíli á herðum eins manns? „Ákvörðunarvaldið liggur hjá innanríkisráðherra varðandi þetta tiltekna atriði en sú ákvörðun verður auðvitað að byggjast á lögmætum sjónarmiðum. Og það þarf að leggja þar efnisleg rök til grundvallar. Ég hef fært ítarleg rök fyrir því hvaða sjónarmið það eru sem benda til þess að það sé rétt að fallast á þessa beiðni. Ákvörðunarvaldið er á endanum á einum stað, efnisgrunnurinn verður að liggja fyrir og það er hann sem ákvörðunin verður á endanum dæmd á," segir efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Alls óljóst hvenær Nubo verður svarað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekkert til um það hvenær hann mun svara erindi Huangs Nubo vegna fyrirhugaðra kaupa hans á jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Ögmund út í málið á Alþingi í dag. Kristján sagði að hér væri um miklar tekjur að ræða sem myndu skila sér sem tekjur við nýsköpun. 8. nóvember 2011 13:55 Allt óvíst um Grímsstaði Ekki liggur ljóst fyrir hvenær kínverska fjárfestinum Huang Nubo verður svarað varðandi áform hans um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að vanda yrði til úrskurðarins. 9. nóvember 2011 03:00 Segist ekki hafa séð neitt um hagnað ríkissjóðs af jarðakaupum Nubos Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki hafa séð neitt sem gæfi til kynna að ríkissjóður myndi hagnast á kaupum Kínverjans Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Skýrsla Arion banka, um gríðarlega jákvæð áhrif fjárfestinga hans á efnahagslífið, var engu að síður send honum persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneytinu og birt opinberlega. 9. nóvember 2011 12:00 Árni Páll hvetur til að Nubo fái að kaupa Grímsstaði Ekki liggja fyrir nein efnisrök til að telja hagsmunum Íslands ógnað með nokkrum hætti af erlendri fjárfestingu af þeim toga sem kínverjinn Huang Nubo hefur í hyggju. Þetta kemur fram í umsögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem mun meðal annars liggja til grundvallar ákvörðun Ögmundar Jónassonar um það hvort leyfa eigi Nubo að fjárfesta í Grímsstöðum á Fjöllum. 9. nóvember 2011 16:47 Ögmundur ítrekað spurður hvenær og hvernig hann ætli að svara Nubo Pirringur Samfylkingarmanna í garð atvinnustefnu Vinstri grænna opinberaðist á Alþingi í dag þegar Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, reyndi að fá Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til að svara því hvenær og hvernig hann hygðist afgreiða ósk Kínverjans Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. 8. nóvember 2011 18:56 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Aukið samráð ráðuneyta við hagstjórn er rauði þráðurinn í nýrri efnahagsáætlun stjórnvalda. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill virkja samráð á öðrum sviðum eins og í tilviki fjárfestingar Huangs Nubos en á endanum sé það innanríkisráðherra að gefa grænt ljós á fjárfestingu hans. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti nýja efnahagsáætlun stjórnvalda á blaða- og fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hluti af áætluninni er innleiðing samhæfðrar hagstjórnar, en það er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 1. febrúar á þessu ári. Markmiðið með samhæfri hagstjórn að ráðuneytin stilli saman strengi sína svo hægt sé fyrirbyggja að leikurinn verði endurtekinn frá árunum fyrir hrun, en það kom m.a fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að skattalækkanir á þenslutímum árin 2005-2007 hafi komið á kolröngum tíma og haft neikvæð áhrif á hagkerfið. Voru Efnahags- og framfarastofnunin OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn líka á einu máli um þetta.Meðal markmiða ætlunarinnar sem kynnt var í dag er að: -Losa heimili, fyrirtæki og hið opinbera úr ósjálfbærri skuldsetningu -Mótuð verði peningastefna til framtíðar og gjaldeyrishöft afnumin í áföngum -Jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja gegnum skattaumhverfi -Nýta tækifæri í ferðaþjónustu með lágu gengi krónunnar - átakið „Ísland allt árið" -Atvinnuleysi verði komið niður fyrir 5% árið 2013 -Skuldir ríkis og sveitarfélaga verði komnar niður fyrir 60% af landsframleiðslu árið 2020 -Losað um gjaldeyrishöft í samræmi við áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Samhæfð hagstjórn er af hinu góða en má auka samráð öðrum sviðum innan stjórnarráðsins, t.d í málum sem skipta þjóðarbúið miklu máli eins og í tilviki fjárfestingar Huangs Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum? „Ákvörðunarvald í því máli er hjá einum ráðherra og almennt er það nú þannig að í þessari efnahagsáætlun er ákvörðunarvald einhvers staðar á endanum, en við viljum búa til farveg samráðs og samtals. Í þessu tiltekna máli, varðandi Grímsstaði á Fjöllum, hef ég komið á framfæri sjónarmiðum sem skýra hinn lögmæta grunn fyrir þá ákvörðun út frá sjónarhóli erlendrar fjárfestingar og mikilvægis hennar fyrir íslenskt efnahagslíf. Með sama hætti þurfum við að tryggja að það eigi sér stað samtöl og að ákvarðanir séu teknar á réttum efnislegum grunni og að menn blekki sig ekki um efnislegan grunn ákvarðana, heldur liggi besta fáanlega hagfræðilega greining fyrir á líklegum áhrifum ákvarðana áður en þær eru teknar," segir Árni Páll. Er hægt að færa fyrir því rök að það sé óæskilegt að ákvörðun í jafn stóru máli og fjárfesting Huangs Nubos er hvíli á herðum eins manns? „Ákvörðunarvaldið liggur hjá innanríkisráðherra varðandi þetta tiltekna atriði en sú ákvörðun verður auðvitað að byggjast á lögmætum sjónarmiðum. Og það þarf að leggja þar efnisleg rök til grundvallar. Ég hef fært ítarleg rök fyrir því hvaða sjónarmið það eru sem benda til þess að það sé rétt að fallast á þessa beiðni. Ákvörðunarvaldið er á endanum á einum stað, efnisgrunnurinn verður að liggja fyrir og það er hann sem ákvörðunin verður á endanum dæmd á," segir efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Alls óljóst hvenær Nubo verður svarað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekkert til um það hvenær hann mun svara erindi Huangs Nubo vegna fyrirhugaðra kaupa hans á jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Ögmund út í málið á Alþingi í dag. Kristján sagði að hér væri um miklar tekjur að ræða sem myndu skila sér sem tekjur við nýsköpun. 8. nóvember 2011 13:55 Allt óvíst um Grímsstaði Ekki liggur ljóst fyrir hvenær kínverska fjárfestinum Huang Nubo verður svarað varðandi áform hans um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að vanda yrði til úrskurðarins. 9. nóvember 2011 03:00 Segist ekki hafa séð neitt um hagnað ríkissjóðs af jarðakaupum Nubos Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki hafa séð neitt sem gæfi til kynna að ríkissjóður myndi hagnast á kaupum Kínverjans Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Skýrsla Arion banka, um gríðarlega jákvæð áhrif fjárfestinga hans á efnahagslífið, var engu að síður send honum persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneytinu og birt opinberlega. 9. nóvember 2011 12:00 Árni Páll hvetur til að Nubo fái að kaupa Grímsstaði Ekki liggja fyrir nein efnisrök til að telja hagsmunum Íslands ógnað með nokkrum hætti af erlendri fjárfestingu af þeim toga sem kínverjinn Huang Nubo hefur í hyggju. Þetta kemur fram í umsögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem mun meðal annars liggja til grundvallar ákvörðun Ögmundar Jónassonar um það hvort leyfa eigi Nubo að fjárfesta í Grímsstöðum á Fjöllum. 9. nóvember 2011 16:47 Ögmundur ítrekað spurður hvenær og hvernig hann ætli að svara Nubo Pirringur Samfylkingarmanna í garð atvinnustefnu Vinstri grænna opinberaðist á Alþingi í dag þegar Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, reyndi að fá Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til að svara því hvenær og hvernig hann hygðist afgreiða ósk Kínverjans Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. 8. nóvember 2011 18:56 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Alls óljóst hvenær Nubo verður svarað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekkert til um það hvenær hann mun svara erindi Huangs Nubo vegna fyrirhugaðra kaupa hans á jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Ögmund út í málið á Alþingi í dag. Kristján sagði að hér væri um miklar tekjur að ræða sem myndu skila sér sem tekjur við nýsköpun. 8. nóvember 2011 13:55
Allt óvíst um Grímsstaði Ekki liggur ljóst fyrir hvenær kínverska fjárfestinum Huang Nubo verður svarað varðandi áform hans um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að vanda yrði til úrskurðarins. 9. nóvember 2011 03:00
Segist ekki hafa séð neitt um hagnað ríkissjóðs af jarðakaupum Nubos Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki hafa séð neitt sem gæfi til kynna að ríkissjóður myndi hagnast á kaupum Kínverjans Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Skýrsla Arion banka, um gríðarlega jákvæð áhrif fjárfestinga hans á efnahagslífið, var engu að síður send honum persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneytinu og birt opinberlega. 9. nóvember 2011 12:00
Árni Páll hvetur til að Nubo fái að kaupa Grímsstaði Ekki liggja fyrir nein efnisrök til að telja hagsmunum Íslands ógnað með nokkrum hætti af erlendri fjárfestingu af þeim toga sem kínverjinn Huang Nubo hefur í hyggju. Þetta kemur fram í umsögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem mun meðal annars liggja til grundvallar ákvörðun Ögmundar Jónassonar um það hvort leyfa eigi Nubo að fjárfesta í Grímsstöðum á Fjöllum. 9. nóvember 2011 16:47
Ögmundur ítrekað spurður hvenær og hvernig hann ætli að svara Nubo Pirringur Samfylkingarmanna í garð atvinnustefnu Vinstri grænna opinberaðist á Alþingi í dag þegar Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, reyndi að fá Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til að svara því hvenær og hvernig hann hygðist afgreiða ósk Kínverjans Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. 8. nóvember 2011 18:56
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun