Fleiri fréttir

Greitt út í þeim myntum sem til eru

Greitt verður út úr þrotabúi Landsbankans í þeim myntum sem tiltækar eru á reikningum bankans. Þetta kom fram á blaðamannafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans sem nú stendur yfir á Hilton Hótel Nordica. Inn á reikningum bankans eru evrur, dollara, pund og krónur.

Áætlun lögð fram um útgreiðslu úr búi Landsbankans

Slitastjórn gamla Landsbankans lagði fram áætlanir um fyrstu hlutagreiðslur úr þrotabúi bankans á fundi sínum með skilanefnd og tæplega hundrað kröfuhöfum í morgun. Fundurinn stendur enn yfir en blaðamannafundur hefur verið boðaður nú klukkan 13:00.

Breska ríkið selur Northern Rock

Breska ríkið hefur ákveðið að selja breska bankann Northern Rock fyrir 1,17 milljarða punda, jafnvirði um 200 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Wall Street Journal. Kaupandi bankans er Virgin Money.

Seðlabankinn veitir styrk tengdum nafni Jóhannesar Nordal

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordal sem Seðlabanki Íslands veitir. Ákveðið var að veita styrkinn í tilefni af 50 ára afmæli Seðlabanka Íslands á árinu 2011.

Umtalsverðar hækkanir á matvöruverði milli ára

Sú matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 8. nóvember sl. hefur hækkað umtalsvert í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir 14 mánuðum í lágvöruverðs verslununum Bónuss, Nettó og Krónunni. Áberandi eru miklar hækkanir á kjötvörum 8-45% og kaffi um 15-38%. Ostur, viðbit og mjólkurvörur hafa hækkað um 5-18% á þessu rúma ári. Verðbólga á tímabilinu var 6%.

Icelandair: Mikill vöxtur og fjölgun ferðamanna

Ljóst er að til viðbótar um 14% vexti í flugi Icelandair á næsta ári, má gera ráð fyrir auknu framboði annarra yfir hásumarið, þannig að í heild má búast við umtalsverðri fjölgun ferðamanna á landinu á næsta ári. Þetta kom fram við upphaf árlegs markaðsfundar Icelandair í dag, en þar kynnti Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri félagsins, horfur og áherslur í starfsemi þess á næsta ári.

Ríkið á inni 67 milljarða í ógreiddum arðgreiðslum frá bönkunum

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans kemst að þeirri niðurstöðu í grein sem hann ritar á Umræðuvef bankans, að ríkið eigi inni sem svarar 67 milljörðum króna í ógreiddar arðgreiðslur miðað við hlutafjáreign sína í stóru bönkunum þremur, Landsbankanum, Arion banka og Íslandsbanka.

Veltan með bréf í Icelandair tífaldaðist

Velta með hlutabréf í Icelandair Group tífaldaðist síðasta viðskiptadag fyrir sölu bréfa Framtakssjóðs Íslands á 10% hlut í félaginu. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þessi stórauknu viðskipti vekja grunsemdir.

Vilja fá Bakkaskemmu undir sjávarútvegsklasa

Nokkrir aðilar hafa lýst yfir áhuga sínum á að reka sjávarútvegsklasa í Bakkaskemmu á Grandagarði. Um yrði að ræða þróun og framleiðslu á tækjum og búnaði fyrir útgerðir og fiskvinnslur.

Nýherji hlýtur Microsoft vottun í Lync 2010

Nýherji hefur hlotið vottun hjá Microsoft í Lync 201 samskiptalausnum. Lync er heildarlausn samskipta fyrir fyrirtæki þar sem samskiptin eru ekki lengur eingöngu bundin við símtæki heldur getur notandi einnig valið að eiga samskipti í gegnum m.a. netspjall og fjarfundi með fullri samþáttun við Microsoft Office.

Rannsókn lokið í nokkrum málum

Sérstakur saksóknari hefur lokið rannsókn á hluta þeirra tíu mála sem embættið ætlar sér að klára á þessu ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að á meðal þeirra mála sem rannsókn er lokið á sé hið svokallaða Sjóvármál. Fæst þeirra tíu mála sem á að ljúka fyrir áramót hafa þó fengið formleg málalok.

Fréttaskýring: Afkoma ríkissjóðs verri um 4 milljarða

Frumvarp til fjáraukalaga 2011 gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 2,8 prósent frá fjárlögum. Ríkisendurskoðun telur þetta merkja að meiri aga gæti nú en oftast áður þegar kemur að nýjum útgjöldum í fjárlögum. Engu að síður telur stofnunin að aukning útgjalda sé nokkuð mikil þegar horft er til þess að í fjárlögum ársins voru 4,8 milljarðar ætlaðir í ófyrirséð útgjöld.

Yfir 70% af útflutningi Íslands er til ESB

Samkvæmt nýrri úttekt sem Hagstofa Íslands gerði fyrir Já Ísland eiga Íslendingar í langmestum viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Á síðasta ári var 70,5% af útflutningi beint til ESB ríkjanna og þarf af um 50% til ríkja sem nota evru.

Fjórðungur orðið fyrir tjóni

TækniFjórðungur stjórnenda íslenskra fyrirtækja sem sóttu nýlega ráðstefnu um tölvuöryggi sagði fyrirtæki sín hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum tölvuárása á síðustu tólf mánuðum.

SpKef mun kosta ríkið allt að þrjátíu milljarða króna

Ríkið þarf að borga allt að 30 milljarða króna vegna sölu á SpKef til Landsbankans. Lægri mörk samningsins eru að ríkið borgi rúma ellefu milljarða króna. Sérstök úrskurðarnefnd hefur verið sett á laggirnar við að skera úr um eignir SpKef og niðurstaða hennar mun ráða því hver upphæðin verður.

Einn vildi halda vöxtunum óbreyttum

Einn nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildi halda stýrivöxtum óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunardegi, 2. nóvember sl., en aðrir vildu hækka um 0,25 prósentur. Stýrivextir voru hækkaðir úr 4,5% í 4,75%. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar vegna ákvörðunarinnar en hún var birt í dag á vef nefndarinnar í takt við lög þar um.

Verðbólgan langmest á Íslandi

Tólf mánaða verðbólga er langhæst á Íslandi af öllum ríkjum í Evrópu, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Evrópu sem birtar voru í dag. Verðbólgan á Íslandi mældist 5,3% í síðasta mánuði.

Stærstir í upplýsingatækni og á leið í Kauphöllina

Skýrr verður tilbúið í skráningu í Kauphöllina á næsta ári, segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr en Framtakssjóður Íslands er stærsti hluthafi fyrirtækisins í dag, sem er það 9. stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum.

Bitist um 6500 samninga

Aðalmeðferð fór fram í máli Smákrana gegn Lýsingu vegna svokallaðra fjármögnunarleigusamninga sem gerður var fyrir bankahrun. Smákranar telja að um hafi verið að ræða gengistryggt íslenskt lán, sem sé ólöglegt með hliðsjón af þeim dómum sem hafa fallið í Hæstarétti.

Upprunalegi iPod Nano innkallaður

Tölvurisinn Apple hefur innkallað upprunalega útgáfu iPod Nano. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að eldhætti stafi af rafhlöðu spilarans.

Lækkanir beggja vegna Atlantshafsins

Töluverðar lækkanir urðu á hlutabréfavísitölum á WallStreet í dag. Dow Jones vísitalan lækaði um 1,06%, Nasdaq um 1,57 og S&P 500 um 1,51%. Vísitölurnar voru litlu skárri í Evrópu. DAX vísitalan lækkaði um 0,33%, CAC 40 um 0,52%.

Facebook nær að stöðva klámbylgjuna

Forsvarsmenn Facebook samskiptasíðunnar segja að þeim hafi tekist að stöðva flóð klámmynda sem pirrað hefur notendur samskiptamiðilsins síðustu daga. Þúsundir Facebook síða urðu fyrir árásum tölvuþrjóta og birtust svæsnar klámmyndir á síðum fólks fyrirvaralaust.

Skýrr kaupir allt hlutafé í Thor Data Center

Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika í sameiningu fyrirtækjanna.

Verðbólgan 3% á evrusvæðinu

Verðbólga í evruríkjum nam 3% í síðasta mánuði. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að kerfisbundin kreppa sé í ríkinu.

Varfærið mat á eignum til að tryggja stöðugleika í rekstri

Mat á eignum Íslandsbanka, sem hefur verið uppfært um tugi milljarða frá því að bankinn var endurreistur, byggir á ákvörðun um að meta eignirnar með varfærnum hætti til þess að tryggja stöðugleika í rekstri bankans. Þetta kemur fram í athugasemd frá slitastjórn Glitnis vegna umræðu um eignarhald á Íslandsbanka.

Guðlaugur Þór: "Er Icesave-vinnulagið orðið að reglu?"

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði að því á Alþingi nú fyrir stundu hvort "Icesave-vinnulagið" væri "orðið að reglu" þegar kæmi að samningum er ríkið gerði í tengslum við málefni SpKef og Byrs og sölu á þeim.

Rauðar og grænar tölur á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir hafa ýmist hækkað lítillega eða lækkað í Evrópu og Bandaríkjunum í dag. Helstu vísitölur í Evrópu hafa lækkað um 0 til 1% í dag en í Bandaríkjunum eru grænar tölur, hækkanir upp á 0,6% sé mið tekið af vísitölu Nasdaq.

Evrusvæðið glímir við "kerfisvanda"

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að evrusvæðið glími við "kerfisvanda“ og þurfi að taka á málunum út frá því. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Barroso lét ummælin falla þegar hann var að ræða vandann á evrusvæðinu og þá ekki síst verðbólguhorfur. Verðbólga mælist nú þrjú prósent á ársgrundvelli. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu er tvö prósent.

Töluvert dró úr útlánum ÍLS milli ára í október

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu rúmum 1,5 milljörðum króna í október en þar af voru rúmir 1,4 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í október í fyrra rúmum 2 milljörðum króna.

R&I staðfestir lánshæfiseinkunn Íslands

Japanska matsfyrirtækið R&I hefur staðfest lánshæfiseinkunn Íslands sem BB+. Jafnframt hefur fyrirtækið breytt horfum úr neikvæðum og í stöðugar.

Sala á nautakjöti jókst um 17% í október

Sala á nautakjöti í október var 17,2% meiri en hún var á sama tíma í fyrra og salan á þriðja ársfjórðungi var 6,6% meiri. Þessi niðurstaða fyrir október hefur leitt til þess að salan sl. 12 mánuði, er álíka og 12 mánuðina þar á undan.

Ferðamannatímabilið lengist hér á landi

Tölur um veltu erlendra greiðslukorta hér á landi í október síðastliðnum sýna svo ekki verður um villst að ferðamannatímabilið er að lengjast hér á landi.

Steve Jobs: Hætti og fór að læra skrautskrift

Steve Jobs heitinn, fyrrverandi framkvæmdastjóri og aðaleigandi Apple, hélt ræðu fyrir útskriftarnema við Stanford háskóla árið 2005. Jobs greindi þar frá skólagöngu sinni, sem var um margt einkennileg, og persónulegum ákvörðunum sem skipt hafa hann miklu máli í gegnum tíðina.

Engar greiðslur frá Íslandsbanka til kröfuhafa Glitnis

„Frá stofnun Íslandsbanka hafa engar greiðslur farið frá Íslandsbanka til kröfuhafa Glitnis. Engar arðgreiðslur hafa verið greiddar til eigenda bankans, þ.e. Glitnis og íslenska ríkisins, og stjórnendur bankans kannast ekki við að hafi þrýst hafi verið á um slíkt.“

Spáir óbreyttri verðbólgu í nóvember

Greining Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki aðeins um 0,1% í nóvember sem þýðir að ársverðbólgan verður óbreytt í 5,3%.

Fréttaskýring: AGS segir Kínverja standa frammi fyrir ógn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sendi í morgun frá sér bréf, sem birt er á vef sjóðsins, þar sem áhyggjum er lýst yfir því að bankar í Kína standi frammi fyrir ógnum vegna merkja um að ótrúlegur uppgangstími landsins, sem staðið hefur látlaust í meira en áratug, sé hugsanlega að líða undir lok.

Milljarða afskriftir vegna Fasteignar

Kröfuhafar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar munu þurfa að afskrifa milljarða króna vegna byggingar Háskólans í Reykjavík, ógjaldfærni Álftaness og lánabreytinga annarra sveitarfélaga sem átt hafa hlut í félaginu. Stærstu kröfuhafar þess eru Íslandsbanki og skilanefnd Glitnis.

Pétur Blöndal kynnir nýtt kvótafrumvarp

Pétur Blöndal alþingismaður hefur mótað sitt eigið kvótafrumvarp. Í tölvupósti sem hann sendi á alla þingmenn á Alþingi í kvöld auglýsir hann eftir meðflutningsmönnum að frumvarpinu.

Sjá næstu 50 fréttir